Miðaldra kona rústar Fossavatnsgöngunni

Pistlahöfundur ásamt þeim Hrafnhildi Tryggvadóttur og Hildi Guðbjörnsdóttur.
Pistlahöfundur ásamt þeim Hrafnhildi Tryggvadóttur og Hildi Guðbjörnsdóttur. Ljósmynd/Róbert Marshall

 „The holy grail“ í skíðagöngu á Íslandi. Þegar nær dró fór þetta að líta verr og verr út. Hita­bylgja á Ísaf­irði og snjór­inn að hverfa. Hvað yrði um göng­una, yrði hún far­in, voru stíf­ar æf­ing­ar síðan í des­em­ber til einskis? Ísfirðing­ar deyja ekki ráðalaus­ir og þeir breyttu bara plan­inu. Gang­an var stytt í 42 km og í staðinn fyr­ir einn lang­an hring yrðu gengn­ir tveir 21 km hring­ir. Start­inu var breytt og dauðabrekk­an datt út sem sem og 7 km loka­brunið. Í staðinn kom fljót­andi start sem þýddi að það mátti bara byrja hvenær sem var á bil­inu 8-10 um morg­un­inn. Rús­ín­an í pylsu­end­an­um, ÞAÐ VERÐA ENG­IN TÍMAMÖRK. Fyr­ir konu sem hóf sinn göngu­skíðafer­il fyr­ir 5 mánuðum var þetta eins og lottóvinn­ing­ur. Eng­in tíma­mörk, ég var búin að kvíða þeim ansi mikið. Hversu glatað að vera búin að ganga 35 km og lenda svo á reipi þar sem þú náðir ekki að klára þetta á 5 klst. Dauðabrekk­an var búin að vefjast heil­mikið fyr­ir mér og svo 7 km brun í lok­in, var bara ekk­ert viss um hvernig ég myndi tækla það. Það mátti nefni­lega ekki taka af sér skíðin og labba niður enda yrði ég mögu­lega ansi lengi að tölta þessa 7 km þegar lær­in væru kom­in í steik eft­ir að hafa gengið 43 km og orðin rosa­lega rosa­lega, rosa­lega þreytt. Ég þuldi möntr­una mína oft á dag, ekki hugsa, bara gera og ég vissi að þetta myndi allt redd­ast. Ég vissi bara ekki að al­mættið mynd­ir redda mér. Það er kannski rétt að taka það fram að það voru alls ekk­ert all­ir svona ánægðir með þess­ar breyt­ing­ar. Eins og þeir sem voru að keppa að verðlauna­sæti og voru bún­ir að æfa aðeins leng­ur en ég eða í svona 20-30 ár.

Landvættahópur Ferðafélags Íslands saman komin.
Land­vætta­hóp­ur Ferðafé­lags Íslands sam­an kom­in. Ljós­mynd/​Aðsend

Eft­ir að hafa verið full­heitt í síðustu 2 keppn­um, Bláfjalla­göng­unni og Fljóta­mót­inu, þá ákvað ég að fjár­festa í nýj­um galla fyr­ir Fossa­vatns­göng­una. Við vor­um nokkr­ar Land­vættapí­ur úr Land­vætta­pró­grammi Ferðafé­lags Íslands sem gist­um á Hót­el Sigló og eft­ir Fljóta­mótið skellt­um við okk­ur í heita pott­inn á hót­el­inu. Þar rák­umst við á Hall­dór, eig­anda Fjalla­kof­ans og fór­um yfir galla­vand­ræði okk­ar. Hann tjáði okk­ur að það væri von á nýrri send­ingu af göngu­skíðagöll­um fljót­lega eft­ir páska. Ég kíkti í Fjalla­kof­ann vik­una fyr­ir mót. Þá var kom­in ný send­ing og ég fékk sér­fræðing Fjalla­kof­ans til að aðstoða mig. Eft­ir stutt spjall kom í ljós að þetta var Sæv­ar Birg­is­son, einn af okk­ar bestu göngu­skíðamönn­um. Bú­inn að fara margoft á Olymp­íu­leik­ana og marg­fald­ur Íslands­meist­ari og að norðan eins og ég. Reynd­ar frá Ólafs­firði og Skagaf­irði en ég ákvað að líta fram­hjá því smá­atriði. Við norðan­menn stönd­um sam­an. Svo var hann líka sam­kepp­andi minn úr Fljót­un­um. Eft­ir að hafa skoðað hvað kom til greina prófaði ég einn galla. Þá kom upp kulda­kvíðinn minn upp. Veistu mér finnst þetta rosa­lega þunn­ur galli. Þetta er akkúrat þykkt­in sem við kepp­um í á Olymp­íu­leik­un­um, já ok, en ég er aðeins leng­ur en þú í braut­inni. Það má vel vera sagði Sæv­ar, en við fáum þá líka meiri vind­kæl­ingu á móti. Ég mátaði gall­ann og hann smellpassaði. Fyr­ir konu sem var tæp 100 kg fyr­ir 2 árum, eða kort­eri eins og mér finnst stund­um, þá er ótrú­lega gam­an að passa allt í einu í föt í medi­um og small. Mér fannst því mik­il­vægt að hafa heild­ar­lúkkið í lagi og bað því um húfu og gler­augu í stíl. Því það má sko bæta upp skort á hraða og tækni með góðu heild­ar­lúkki. Bætti reynd­ar við, ég er í vand­ræðum með þess­ar húf­ur, þær mynd­ast alltaf svo illa. Hvað með eyrna­band, sagði þá Olymp­íufar­inn, jú próf­um það. Ég vissi ekki hvert hann ætlaði þegar ég setti á mig eyrna­bandið. Þú átt ekki að setja það svona á þig og sýndi mér réttu leiðina. Ó, það var ekk­ert vand­ræðal­egt að átta sig á því að í 50 ár hef ég notað eyrna­band vit­laust, ekki skrýtið þó að þau hafi líka mynd­ast svona illa. Ekki tók betra við þegar ég setti á mig gler­aug­un. Nei, þau eiga að fara yfir eyrna­bandið, ha, yfir, detta þau þá ekki af. Nei, alls ekki, það eru ALL­IR með þau svona. Já, ok, all­ir nema ég.

Pistlahöfundur að lokinni Fossavatnsgöngu.
Pistla­höf­und­ur að lok­inni Fossa­vatns­göngu. Ljós­mynd/​Hrafn­hild­ur Tryggva­dótt­ir

Ég keypti síðan ull­ar­und­ir­föt und­ir gall­ann, þrátt fyr­ir að Sæv­ar hefði reynt að sann­færa mig um að ég þyrfti þess ekki. Þegar ég var að borga á kass­an­um, þá sagði Hall­dór. Það er ekk­ert mál að skila ef þú not­ar ekki eitt­hvað af þessu. Ég sá leiðtoga land­vætt­anna Ró­bert Mars­hall og Kjart­an Long fyr­ir mér, Ásdís, það er betra að vera kalt í start­inu en stikna í keppn­inni. Það var ekki fyrr en ég sá Bryn­hildi Ólafs­dótt­ir yf­ir­leiðtoga okk­ar Land­vætt­anna fyr­ir mér segja, hvað sem þið gerið þá prófið þið EKK­ERT nýtt í keppn­inni að ég ákvað að und­irullar­föt­in yrðu skil­in eft­ir. Ég hafði nefni­lega aldrei gengið í ull­ar­und­ir­föt­um og ekki átt svo­leiðis síðan var ég svona 5 ára þannig að ég vissi ekk­ert hvernig mér myndi líða í þeim.

Þar sem við Sæv­ar erum sam­kepp­end­ur og í raun keppi­naut­ar, bara ekki í sama ald­urs­flokki, ákvað ég að skoða tím­ana hans aðeins og fara í smá sam­an­b­urðar­rann­sókn­ir á okk­ur.

Hann vann Fljóta­mótið á 1.20,29, ég kom rétt á eft­ir hon­um á 3.16.20

Hann var 19.28 mín­út­ur að ganga 5 KM, ég var 48.01 km eða næst­um því jafn­lengi að hann var að taka 15 KM. Hins veg­ar þegar við ber­um sam­an ald­ur og æf­inga­fer­il þá kem ég miklu bet­ur út. Hann er bú­inn að ganga á göngu­skíðum í tæpa 3 ára­tugi, ég rétt rúm­lega 3 mánuði. Ég á inni tug­pró­senta­bæt­ingu þannig að þegar við mæt­umst næst í Fljóta­mót­inu þá mun ég hafa bætt mig um 20-30%, hann verður ennþá bara á sama tíma eða svipuðum og síðast. Það eru reynd­ar mjög litl­ar lík­ur á því að ég verði mikið aft­ar á næsta Fljóta­móti þar sem ég var 3ja síðustu af þeim sem kom í mark og það verða pottþétt ein­hverj­ir ný­byrjaðir á skíðum sem ég get stólað á að taki þessi sæti.

Þegar við skoðum töl­fræðina bet­ur, þá er Sæv­ar bú­inn að æfa í 444 mánuði, ég er í 4. Þegar við deil­um tím­an­um okk­ar í æf­inga­mánuði kem­ur í ljós að hans hraðastuðull er 0,18 per æf­inga­mánuð en minn er 0,02. Þannig að miðað við þessa dæmi­gerðu höfðatölu­út­reikn­inga kem ég bara rosa­lega vel út. Þegar ég hafði reiknað þetta út, þá fór ég nú bara full sjálfs­trausts í Fossa­vatnið. Ég meina, ég á miklu meira inni en Olymp­íufar­arn­ir. Það er alltaf góðs viti.

Bryn­hild­ur sendi okk­ur reglu­lega pósta um hvað þarf að gera og passa. Það var mik­il áhersla lögð á að klippa tánegl­urn­ar, lík­lega af ein­hverri bit­urri reynslu hjá ein­hverj­um. Mitt vanda­mál er að eft­ir að ég byrjaði að æfa þá hef ég aldrei haft svona ljót­ar tánegl­ur. Þær eru marðar, brotn­ar og hrein­lega í klessu. Þannig að með þjóðhags­lega hags­muni í huga þá hafa þær alltaf verið lakkaðar eft­ir að minn íþrótta­fer­ill hófst. Ég hef bara sætt mig við að annað hvort verð ég með fal­leg­ar tær eða í formi. Það er víst ekki hægt að velja bæði. Kvöldið fyr­ir mót, fattaði ég að tánegl­urn­ar voru sann­ar­lega klippt­ar, en þær voru ólakkaðar. Ekki prufa neitt nýtt mantr­an henn­ar Bryn­hild­ar í koll­in­um þannig að eitt það síðasta sem ég gerði var að lakka negl­urn­ar. Ég hafði sko aldrei gengið með ólakkaðar tánegl­ur og ætlaði ekki að prófa það fyrst í Fossa­vatns­göng­unni. Hún lagði líka mikla áherslu á að und­ir­búa okk­ur vel, vera með verkja­töfl­ur svona til ör­ygg­is. Þegar ég var að pakka niður um kvöldið sá ég að hafði tekið með maga­bólgupill­ur og frunsumeðal en ekk­ert parkó­dín. Um kvöldið kom líka í ljós að hár­spreyið mitt var hár­froða, en þetta voru allt smá­atriði sem var hægt að redda.

Þegar kem­ur að und­ir­bún­ingi á ég til að verða pínu stressuð. Sum­ir eru bún­ir að liggja yfir braut­inni, skoða brekk­ur upp og niður og reikna út á hvaða meðal­hraða þú þarft að ganga til að ná þess­um tíma. Ég treysti mér ekki í það. Ég hef bara ekki reynsl­una í þessa út­reikn­ing­ana og þeir stressa mig mjög mikið. Hvað ef ég geng of hægt miðað við eitt­hvað plan og verð stressuð og keyri mig út til að ná í eitt­hvað sem ég veit ekki hvort að sé raun­hæft. Mitt plan fyr­ir Fossa­vatnið var því mjög ein­falt. Fara í gall­ann, setja á mig skíðin, fara í rásmarkið, leggja af stað og lifa af.

Mikið stuð og stemmning. Fv. Guðlaug Steinsdóttir, Lilja Margrét Olsen, …
Mikið stuð og stemmn­ing. Fv. Guðlaug Steins­dótt­ir, Lilja Mar­grét Ol­sen, Sól­ey Elías­dótt­ir, Kar­en Þórólfs­dótt­ir, Mar­grét Jóns­dótt­ir Njarðvík, Guðrún Harpa Bjarnda­dótt­ir og Hrönn Marinós­dótt­ir að lok­inni keppni. Ljós­mynd/​Er­lend­ur Páls­son

Svo rann upp 4. maí. Það var margt sem vann með mér. Þetta var 4. maí eða MAY THE FORTH BE WITH YOU. Þarna sá ég fyr­ir mér að ég fengi auka orku frá Yoda vini mín­um. Mitt núm­er var 300, al­veg eins og í mynd­inni um Spart­verj­anna. Ég var að fara að rústa þess­ari Fossa­vatns­göngu.

Ég svaf illa um nótt­ina, ég er alltaf stressuð fyr­ir mót. Ég vaknaði þreytt, illt í kálf­un­um og mag­an­um. Ég setti á mig núm­erið og fann stress­hnút­inn í mag­an­um aukast veru­lega. Veðrið var öm­ur­legt, það var kalt, hvasst og þoka. Fal­lega Fossa­vatns­gang­an var að breyt­ast í mar­tröð. Við feng­um okk­ur morg­un­mat og fór­um upp að rútu sem keyrði alla að mótsstað. Mér féllust eig­in­lega hend­ur. Þarna var ég bæði í Primaloft úlpu og ut­an­yf­ir­bux­um og ég var að frjó­sa. Af­hverju skildi ég ull­ar­nær­föt­in eft­ir heima? Ég á eft­ir að frjó­sa í hel, verða úti á heiðinni. Rakst á Sæv­ar sam­kepp­anda minn og nefndi þetta við hann. Það var sama svarið og hjá öll­um hinum. Ásdís, það er betra að vera kalt í start­inu en stikna í 42 km. Við Hilda vin­kona, sem er búin að vera mín stoð og stytta í gegn­um göngu­skíðaæf­ing­arn­ar rif­um okk­ur úr hlífðarfatnaðinum og skellt­um okk­ur í rásmarkið. Fyrstu kíló­metr­arn­ir voru pínu erfiðir, það var vind­ur, það var fok í and­litið en svo bara allt í einu snar­breytt­ist veðrið og það varð al­gjör­lega full­komið. Ekki of heitt, ekki of kalt, bara al­veg mátu­legt. Gang­an sjálf varð svo miklu betri en ég þorði að vona. Mér leið vel fyrstu 40 km. Braut­in var mjög skemmti­leg og um­hverfið stór­brotið. Brekk­urn­ar sem höfðu verið mín mesta ógn urðu vin­kon­ur mín­ar. Það var auðvelt að labba upp þær og ég náði full­komnu bruni niður hverja og ein­ustu. Í seinni hringn­um var ég far­in að taka framúr fólki í bruni. Í mín­um vilt­ustu draum­um hefði ég aldrei getað ímyndað mér að þegar ég steig í fyrsta skipti á göngu­skíði þann 6. des­em­ber 2018 og lét brekk­urn­ar næst­um því buga mig að þær yrðu vin­kon­ur mín­ar. Að ég myndi njóta þess að bruna niður brekk­ur. Það var á því augna­bliki sem ég saknaði þess að fá ekki að tak­ast á við síðustu 7 km brunið í Fossa­vatns­göng­unni. Það verður bara gert 2020. Stór hluti af því hversu vel mér leið var að ég var í fyrsta skipti í hár­rétt­um galla. Mér varð aldrei of heitt eða kalt, mér leið bara full­komn­lega all­an tím­ann. Ég stoppaði á hverri orku­stöð og fékk mér orku. Þetta er eitt það skemmti­leg­asta sem ég hef gert á æv­inni.

Síðustu kíló­metr­arn­ir voru þó ansi erfiðir. Mig grunaði helst að Ísfirðing­ar hefðu rugl­ast í mæl­ing­um. Það var rosa­lega stutt á milli merk­inga þegar ég sá 15,16 og 17 km en þegar það voru bara 3 km eft­ir, þá gekk ég og gekk og gekk og aldrei kom skiltið. Und­ir lok­in leið mér eins og ég væri á ís­bjarn­ar­veiðum á Sval­b­arða. Sporið var farið að hverfa, rennslið und­ir skíðunum orðið mjög tak­markað þannig að skíðin voru meira eins og risa­stór­ar þrúg­ur held­ur en göngu­skíði. Ég var orðin þreytt og bak­pok­inn var far­inn að taka veru­lega í, ég ímyndaði mér svona svipað og að vera með þunga byssu á bak­inu, eina sem vantaði voru bara ís­birn­irn­ir.

Ég átti voðal­ega lítið eft­ir þegar ég kom í mark, María Magnús­dótt­ir verðandi Land­vætt­ur tók framúr mér á síðustu metr­un­um. Ég hefði ekki getað náð henni þó líf mitt lægi við. Ork­an var búin, hún kláraðist á 40 km. Þegar ég lít til baka þá er ég að springa úr stolti. Ég gat þetta og naut þess í ofanálag. Ég er kom­in á þann stað að ég elska að hreyfa mig. Það lengsta sem ég hafði gengið áður en ég fór í Fossa­vatns­göng­una voru 25 km þannig að þegar því var náð þá var hvert skref það lengsta sem ég hafði gengið á æv­inni. Í göng­unni fann ég fullt af nýj­um vöðvum sem hvorki ég né lík­ami minn viss­um að við ætt­um en þetta voru fagnaðar­fund­ir.

Mitt mark­mið var að ganga á 6.10, og verða ekki í neðstu 50 sæt­un­um. Ég varð í 529 sæti af 605 eða 76 neðsta sæti á tím­an­um 5.42,10. Þetta seg­ir bara að það er allt hægt ef vilj­inn er fyr­ir hendi.

Að koma í mark og fá verðlauna­pen­ing­inn um háls­ins er ólýs­an­leg til­finn­ing. Að klára göng­una sem ég er búin að æfa fyr­ir í nokkra mánuði og alltaf verið pínu stressuð að ég gæti ekki klárað, það er ekki hægt að lýsa þess­ari upp­lif­un. Þessi til­finn­ing að þú gast þetta, að þú get­ur svo miklu meira en þú held­ur og það eina sem þarf að gera er bara að fara af stað.

Eft­ir göng­una skellt­um við okk­ur á kaffi­hlaðborð Ísfirðinga. Miðað við brennsl­una í göng­unni þá hefði ég getað étið 30 hnallþórur og samt átt nóg eft­ir. Um kvöldið var síðan mat­ur og ball og það kom mér skemmti­lega á óvart að geta farið í háa hæla eft­ir göng­una.

Hvað er næst á dag­skrá. Er skíðagöngu­ferl­in­um lokið? Síður en svo, þetta er sú íþrótt sem ég hef fundið mig lang­best í. Næsta tíma­bil fer í mass­í­v­ar tækniæf­ing­ar til að bæta hraðann og taka svo 50 km Fossa­vatns­göngu á næsta ári sem og 2 skíðagöng­ur í World Lopp­et Gold­ma­ster, enda er ég ekki nema 9 göng­um frá því að klára það. Þetta eru sem sagt 10 viður­kennd­ar skíðagöng­ur sem þarf að ganga í 2 heims­álf­um. Eins og mál­tækið seg­ir, hálfnað er verk þá hafið er.

Einnig er ég að skoða að láta flytja mig upp um flokk. Það voru bara 2 kon­ur í aldr­in­um 66+ ára flokkn­um og því hefði ég nelgt inn 3ja sætið. Að auki var hvor­ug ís­lensk þannig að ég hefði unnið ís­lenska flokk­inn. Það er bara spurn­ing um að finna út úr því.

Ef það væri ekki fyr­ir Land­vætta­pró­grammið þá væri ég ekki komið í þetta form sem ég er í. Ef það væri ekki fyr­ir alla sem koma að því, bæði far­ar­stjór­ar og for­svars­menn sem og samland­vætti þá gæti ég ekki klárað allt sem ég hef klárað. Þetta er ein­stak­ur fé­lags­skap­ur og ég er svo þakk­látt fyr­ir að hafa þorað að taka stökkið og hent mér í djúpu laug­ina. Fyr­ir Fossa­vatnið feng­um við öll bláa hettupeysu merkta Land­vætt­um. Þetta er fyrsta íþróttaliðspeys­an mín. Það er sko al­veg hægt að byrja að æfa með liði eft­ir 50 ára.

Hvað þarf til að verða Land­vætt­ur? Það eru ákveðnar grunn­kröf­ur. Ein af þeim er að geta hlaupið 10 km á 90 mín­út­um þegar þú byrj­ar. Það er í raun ótrú­lega lítið mál. Í lok apríl 2018 gat ég ekki hlaupið og sótti mér hlaupa­app sem heit­ir 10 km. Í ág­úst 2018 gat ég hlaupið 10 km á rúm­um klst. Síðan er bara að njóta að stækka þæg­ind­aramm­ann sem og ferðalags­ins og fé­lags­skap­ar­ins. Þetta snýst nefni­lega ótrú­lega mikið um fé­lags­skap­inn. Það voru ófá­ir sem ráðlögðu mér að fara ekki í Land­vætt­ina. Ég væri bara ekki í formi fyr­ir svona átök. Við eig­um bara einn lík­ama, ofþjálf­un er hættu­leg og þetta tæki bara alltof mik­inn tíma. Þetta voru allt aðilar sem meintu vel, því ég hef oft lagt af stað í veg­ferð og klúðrað því og gef­ist upp. Ég var sann­ar­lega á báðum átt­um hvort að ég ætti að fara. Það var ekki fyrr en ég hringdi í Örnu Torfa­dótt­ur kunn­ingja­konu mína sem hafði klárað Land­vætt­inn í fyrra að ég sann­færðist að ég gæti þetta. Hún sagði, þetta er vinna og tími en þú get­ur þetta ef þú vilt þetta.

6 ráð fyr­ir verðandi íþrótta­hetj­ur.

1. Það er eng­inn sem veit hvað þú get­ur nema þú. Ef þú færð „góð“ ráð um að sleppa ein­hverju þá má hunsa þau

2. Þetta er eitt skref í einu. Þetta er lang­hlaup ekki sprett­hlaup

3. Hvíld er líka æf­ing. Ef þú ert þreytt/​ur eft­ir æf­ingu þá má sleppa næstu. Planið er aldrei meitlað í stein.

4. Settu þér mark­mið, og finndu svo út hvernig á að ná þeim

5. Það má klikka og byrja aft­ur eins oft og þarf.

6. Góður fatnaður er gulls ígildi. Þetta lærði ég í Fossa­vatns­göng­unni.

Fyr­ir þá sem vilja fylgj­ast með Ásdísi Ósk má fylgja henni á In­sta­gram: as­disoskvals

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert