Góður bakpoki gulli betri

Fjallagarpurinn Tómasz er öllum hnútum kunnugur þegar kemur að nauðsynlegum …
Fjallagarpurinn Tómasz er öllum hnútum kunnugur þegar kemur að nauðsynlegum búnaði á fjöllum. Ljósmynd/Aðsend

„Góður bak­poki verður að sitja rétt á baki svo hann sér þægi­leg­ur á löng­um ferðalög­um, þess vegna er mik­il­vægt að láta stilla hann rétt í búðinni eft­ir sínu höfði, já eða baki í þessu til­felli. Við erum öll mis­mun­andi í lag­inu og bak­pok­inn þarf að end­ur­spegla það.“

Tómasz hefur notað Osprey-bakpokana í mörg ár.
Tóm­asz hef­ur notað Osprey-bak­pok­ana í mörg ár. Ljós­mynd/​Aðsend

Tóm­asz hef­ur lengi vel verið hrif­inn af Osprey-bak­pok­un­um og notað þá í mörg ár. „Ég hef notað þessa bak­poka í öll­um mín­um ferðum und­an­far­in ár og er sér­stak­lega hrif­in af fítus­un­um og þæg­ind­un­um sem þeir bjóða upp á. Úr fjarska lít­ur bak­pok­inn út eins og hver ann­ar en þegar farið er ofan í saum­ana á hon­um koma í ljós hlut­ir, hólf og fest­ing­ar sem maður vissi ekki fyr­ir að maður þurfti og koma að góðum not­um þegar á reyn­ir. Svo eru lit­irn­ir á þeim líka svo fal­leg­ir,“ seg­ir hann.

Bakpokinn kemur bæði í dömu- og herrasniði.
Bak­pok­inn kem­ur bæði í dömu- og herrasniði. Ljós­mynd/​Ell­ing­sen

Frá og með deg­in­um í dag og fram á sunnu­dag verða sér­stak­ir Osprey-kynn­ing­ar­dag­ar í úti­vist­ar­versl­un­inni Ell­ing­sen og verða all­ir bak­pok­ar og duffl­ar á 20% af­slætti. Viðskipta­vin­ir fá aðstoð við að velja rétta bak­pok­ann og þeir rétt stillt­ir miðað við lík­ams­lög­un.

Að sögn Arnþórs Gísla­son­ar, rekstr­ar­stjóra Ell­ing­sen, eru bak­pok­arn­ir þeir einna vin­sæl­ustu í heimi enda mik­il og góð reynsla kom­in á notk­un þeirra. „Osprey-bak­pok­arn­ir hafa verið afar vin­sæl­ir sem út­skrift­ar­gjöf og þá sér­stak­lega heims­reisu­bak­pok­inn svo­kallaði. Svo eru þeir líka mjög vin­sæl­ir á meðal fjall­göngu­fólks enda létt­ir og þægi­leg­ir í notk­un. Kost­ur­inn við bak­pok­ana er einnig sá að það eru til pok­ar fyr­ir bæði kyn­in þannig að all­ir ættu að finna poka við sitt hæfi.“

Bakpokarnir koma í mörgum stærðum og gerðum.
Bak­pok­arn­ir koma í mörg­um stærðum og gerðum. Ljós­mynd/​Ell­ing­sen

Í til­efni Osprey-kynn­ing­ar­daga ætl­ar Ell­ing­sen í sam­starfi við Ferða- og úti­vist­ar­vef­inn að gleðja tvo heppna vinn­ings­hafa sem fá að gjöf einn Osprey Fairview 70 lítra döm­u­poka og einn herra­poka af sömu gerð. Það eina sem þú þarft að gera er að líka við og tagga þinn besta vin eða maka á Face­book síðu ferða- og úti­vist­ar­vefjar mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert