Hjólaraunir miðaldra konu  

Pistlahöfundur alsæll á nýja hjólinu.
Pistlahöfundur alsæll á nýja hjólinu. Ljósmynd/Hrafnhildur Tryggvadóttir

Ég hafði hlaupið 10 km í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu og nú var bara næsta verk­efni að finna út úr þessu. Ég hafði fyr­ir­fram minnst­ar áhyggj­ur af hjól­inu, ég hafði átt nokk­ur hjól og þó að ég hafi ekki hjólað síðan snemma á þess­ari öld þá var þetta nú nokkuð basic, 2 dekk, stýri og hreyfa fæt­urn­ar. Það kom á dag­inn að svo var ekki.

Óþægi­leg hjóla­föt

Ég sá nú ekki fyr­ir mér að ég væri að fara að hjóla úti í snjó og kulda og komst að því að Þríþraut­ar­deild Breiðabliks væri með inni­hjólaæf­ing­ar sem gæti nú bara verið frá­bært til að koma mér í form. Ég skráði mig því í fé­lagið og spurði hvað ég þyrfti að kaupa, jú hjóla­skó, hjóla­bux­ur og hjóla­bol. Mér fannst þetta ógur­lega mikið snobb, þar sem ég átti fín­ustu íþrótta­bux­ur og striga­skó en ákvað samt að fara í sér­staka hjóla­búð og kanna með svona græj­ur. Þá kom nú í ljós að þetta eru í al­vör­unni sér­stak­ir hjóla­skór og það þarf að skrúfa eitt­hvað dót und­ir sól­ann sem síðan er fest­ur á pedal­anna, já eim­itt, það hef­ur eitt­hvað breyst á þess­um 15 árum síðan ég hjólaði síðast. Ég fann mér ógur­lega sæta skó, var búin að ákveða að hafa þá bleika og stelpu­lega enda bara fjöru­tíu­o­geitt­hvað. Það gekk nú bara ekk­ert sér­stak­lega vel að kaupa þessa skó. Ég fann enga bleika en eina svarta með bleiku í. Ég bað um þá í 38.5. Viltu ekki prófa þessa sagði af­greiðslumaður­inn og rétti mér dökk­bláa í stærð 40. Nei takk, ég ætla að fá þessa í 38.5, en þessa viltu ekki prófa þá, nei þess­ir eru blágræn­ir í stærð 39, ég ætla að fá þessa þarna. Eft­ir ansi marg­ar til­raun­ir þá fékk ég loks­ins að prófa skóna og þeir voru bara svona ansi pass­leg­ir, af­greiðslumaður­inn setti járna­dótið und­ir skóna og ég var til­bú­in, hélt ég. Svo bætti ég við, ég þarf víst hjóla­bux­ur og bol líka. Ég þurfti að fara í nokkr­ar búðir þar sem mér fannst þetta bara ekki nógu krútt­leg­ir gall­ar. Fékk aldrei það sem ég vildi fyrr en ég fór að segja, ég ætla að fá hjóla­bux­ur sem þú mynd­ir kaupa handa kær­ust­unni þinni. Fann mjög fín­ar bux­ur en þær voru bæði óþægi­leg­ar og stutt­ar. Það kom á dag­inn að all­ar hjóla­bux­ur eru með mass­í­v­um púðum í klof­inu til að koma í veg fyr­ir óæski­leg sær­indi á þessu svæði og svo lærði ég tölu­vert seinna að það má ekki vera í nær­bux­um og fyr­ir lengri ferðir þarf víst að kaupa sér ákveðin krem fyr­ir ákveðin svæði. Ég reyndi mikið að kaupa mér síðari hjóla­bux­ur, hafði lít­inn áhuga á að mæta hálfnak­inn í fyrsta tím­ann. Mér var bent á að það yrði allt of heitt. Það kom held­ur bet­ur á dag­inn að konu verður ekki kalt í þess­um tím­um. Mér er þetta sér­stak­lega minn­is­stætt þegar ég sé ekki fyr­ir svita og móðu.

Fyrsti inni­hjóla­dag­ur­inn og ým­is­legt skrýtið kom í ljós

Svo rann dag­ur­inn upp og ég mætti í fyrsta inni­hjóla­tím­ann minn hjá Þríþraut­ar­deild Breiðabliks. Valdi mér hjól og sett­ist á það. Fyrsta ábend­ing, það er hægt að stilla allskon­ar á hjól­inu og fyr­ir lág­vaxn­ar kon­ur þá er mjög gott að byrja á því. Þegar hjólið var komið þá byrjaði ég að hjóla. Þá kom ábend­ing 2, ég snéri pedul­un­um vit­laust, járnd­ótið und­ir skón­um átti að fest­ast í járnd­ótið á pedul­un­um. Já há, það bara gerðist ekki. Ég var búin að reyna og reyna og leist bara ekk­ert á blik­una. Loks­ins gafst einn æf­inga­fé­lag­inn minn upp á að horfa á þess­ar hörm­un­ar­tilraun­ir, stökk af hjól­inu sínu og festi mig. Þannig að fyrsti tím­inn gekk bara ansi vel. Ég var samt meira að fókusa á að lifa hann af en að ein­hverja tækni eða hraða. Svona gengu tím­arn­ir fyr­ir sig fyrstu vik­urn­ar. Ég var óra­tíma að festa mig en það hafðist nú alltaf á end­an­um, og ég gat byrjað að æfa. Eft­ir nokkra tíma seg­ir kenn­ar­inn, núna tök­um við Single leg, all­ir að hjóla á vinstri. Þetta gekk svo hratt fyr­ir sig að ég var ennþá að reyna að losa mig af pedal­an­um (já það er sko eitt að festa sig, annað að losa sig) þegar liðið

var búið að skipta yfir á hægri. Loks­ins þegar ég náði að losa mig og hjólaði Single leg þá gat ég bara ekk­ert fest mig aft­ur þannig að í nokkr­ar vik­ur hunsaði ég bara þenn­an hluta æf­ing­ar­inn­ar. Þetta var svo­lítið valið um að hjóla single leg og svo bara ekki meira eða hjóla bara á báðum. Það tók mig næst­um mánuð að ná tök­um á þessu að festa skóna og losa þá á eðli­leg­um tíma. Ég íhugaði að hætta í þess­um tím­um áður en ég yrði rek­in með skömm en bæði Þríþraut­ar­deild Breiðabliks og Land­vætt­ir taka svo rosa­lega vel á móti týndu fólki eins og mér að ég fékk ekki einu sinni gula spjaldið. Ég ræddi þetta einu sinni við Hildu vin­konu mína. Ég sagði, ég hef bara aldrei kynnst svona stór­um hóp af fólki þar sem all­ir eru svona ánægðir og hjálp­sam­ir. Hún sagði, fólk sem hreyf­ir sig reglu­lega er bara ánægðara. Þetta minnti mig á quote úr Legally blonde: "Ex­ercise gi­ves you endorp­hins. Endorp­hins make you happy. Happy people just don't kill their hus­bands. They just don't."

Svei mér þá ef þetta er ekki rétt, því meira sem ég hreyfi mig því ánægðari verð ég.

Hjól­inu stolið

Í des­em­ber 2018 var svo komið að stóru stund­inni, ég ákvað að kaupa mér hjól. Mér fannst þetta nú ekki flókið, ég þurfti hjól til að hjóla inn­an bæj­ar og svo í Bláa Lóns þraut­in. Eitt hjól sem sagt. Mig grunaði að gamla hjólið mitt sem var keypt 1998 myndi lík­lega ekki duga. Ég valdi það afþví að það var rautt, Moongoose Pro með 7 gír­um sem er nú bara hell­ing­ur af gír­um, böggla­bera og stand­ara. Einu sinni var því hjóli stolið og þegar ég fór á lög­reglu­stöðina til að til­kynna þjófnaðinn, þá lenti ég nú bara í yf­ir­heyrslu. Hvaða staf­ir eru á slánni, æi man það ekki al­veg en þeir eru hvít­ir. Hvernig er hjólið á lit­inn, það er rautt. Er það hárrautt eða meira svona vín­rautt. Já, kannski meira út í vín­rautt, þarna hugsaði ég, en fyndið og pínu furðulegt að ég lendi á svona mans­ískri tísku­löggu, ekki nóg að segja bara rautt, held­ur þurfti hann að greina litatón­ana. Þegar hann var bú­inn að greina hjólið í ör­eind­ir sagði hann, komdu hérna á bakvið, ég held að hjólið sé hjá okk­ur. Þarna beið fák­ur­inn eft­ir mér, seg­ir kannski eitt­hvað um gæðin á því að eng­inn vildi það 

Gamla hjólið sem fékk að fjúka.
Gamla hjólið sem fékk að fjúka. Ljós­mynd/​Aðsend

Hversu flókið get­ur verið að kaupa hjól ?

Ég var ný­bú­in að kaupa mér göngu­skíði og það var dá­sam­lega ein­falt, maður­inn vildi vita hæð, skó­stærð og þyngd, mér fannst það nú ansi mikið hnýsni í hon­um að vilja vita hvað ég væri þung en þetta var víst eitt­hvað með rennsli á skíðunum þannig að hann lagði mjög mikla áherslu á að ég gæfi upp rétta tölu. Ég ákvað að það væri best að nota sömu tækni við hjóla­búð.

Fór inn í búð og sagði, ég þarf að kaupa mér hjól, ég veit ekk­ert um hjól og þarf bara eitt ágætt sem ég get hjólað á inn­an­bæjar og svo Bláalónsþraut­ina. Já ekk­ert mál, þetta hjól hérna gæti hentað vel, frá­bært ég tek það. En svo bætti hann við, svo erum við með þetta hjól, mun­ur­inn á A og B er .... svo taldi hann upp enda­laus tækni­atriði um demp­ara, brems­ur, stýri, sæti, þyngd og eitt­hvað meira, mér leið eins og ég væri kom­in í eðlis­fræðipróf sem ég gleymdi að lesa fyr­ir. Hvað með bara rautt hjól, áttu ekki eitt­hvað svo­leiðis handa mér? Þessi ferð var ekki til fjár, eða jú, ég hélt öllu mínu fé.

Fór í plan 2. Ég er búin að kynn­ast fullt af hjóla­kenn­ur­um og hjóla­sér­fræðing­um. Ég fæ þá bara til að velja eitt hjól handa mér. Þarna fór ég úr ösk­unni í eld­inn, ef af­greiðslumaður­inn var klár þá var ég kom­in í nó­bels­verðlauna­haf­ana í eðlis­fræði núna. Tækni­atriðin sem þeir voru með á hreinu voru bara alls ekki svo fá, eina sem all­ir voru sam­mála um að ég yrði að fá 2 hjól. Ég var bara ekki al­veg til­bú­in í það, þrátt fyr­ir að ég sé búin að skrá mig í Bláalónsþraut­ina þá fannst mér nú al­veg nóg að kaupa eitt hjól. Ráðið sem all­ir gáfu mér var, farðu í nokkr­ar búðir og mátaðu hjól­in og prófaðu þau. Til að það gengi upp þá þurfti ég pínu að vita að hverju ég var að leita, mér fannst nú nógu stress­andi að vita hvort að ég gæti yf­ir­leitt haldið jafn­vægi á hjól­inu, hvað þá að vita hvort að þetta væri þægi­legra eða

auðveld­ara að skipta gír­um etc. Ég get farið og mátað hæla­skó og veit hvort að þeir séu þægi­leg­ir eða ekki, þannig að á end­an­um sagði ég. Það er álíka gagn­legt fyr­ir ykk­ur að segja mér að máta hjól og bera sam­an og mig að biðja ykk­ur að máta hæla­skól í ykk­ar stærð.

Þegar vin­kona redd­ar konu

Ég fór í minn fyrsta úti­hjóla­tíma á láns­hjóli þann 15. Apríl 2019. Fannst kom­inn tími á að prófa þetta, ég var skít­hrædd um að ég myndi ekki geta haldið jafn­vægi á hjól­inu enda ekki hjólað úti í 15 ár og það verður að segj­ast að inni­hjól­in eru bara svo stöðug. Ég fékk allt lánað hjá Sissu meðeig­anda mín­um. Hjólið henn­ar, hjálm­inn henn­ar, hjóla­föt­in henn­ar og jú Andra mann­inn henn­ar. Fyrsta ferðin gekk bara ansi vel þó að ég segi sjálf frá, ég datt aldrei, ég lærði mjög vel á brems­urn­ar því ég er með smá mein­loku að ég er bæði loft­hrædd og hraðahrædd, þannig að ég þarf að venj­ast aðstæðum í smá skömmt­um. Þegar Andri sagði, núna hjól­um við bara niður brekk­urn­ar, þá æfði ég brems­urn­ar og jafn­vægið. Ég fékk krampa í hend­urn­ar þar sem ég hélt svo fast í stýrið og neitaði að drekka úr brúsa á ferð. Hjóluðum 13 km og ég var held­ur bet­ur ánægð með þetta, bæði lengd­ina og tím­ann, al­veg þar við kom­um til baka og Sissa spurði, hvernig gekk, jú bara frá­bær­lega sagði ég. Ég hef reynd­ar aldrei hjólað svona hægt, sagði Andri. Þetta minnti mig óþægi­lega á hann Gunn­ar Erl­ing Vagns­son sem er með mér í Land­vætta­pró­gramm­inu. Hann tók einn hring með mér í Bláfjöll­um og kenndi mér á brekk­urn­ar þannig að ég stór­bætti tím­ann minn. Þegar ég sagði hon­um að ég hefði aldrei farið hring­inn svona hratt, sagði hann, já ég hef nú reynd­ar aldrei farið svona hægt.

Loks­ins fann ég hjólið

Þann 7. maí var loks­ins komið að því. Ég varð að fá mér hjól. Farið að stytt­ast óþægi­lega í Bláalónsþraut­ina og hún yrði ekki sigruð hjóla­laus. Ákvað að taka mér frí hálf­an dag úr vinnu og rúnta milli hjóla­búða. Var næst­um því búin að kaupa mér eitt hjól sem virkaði ansi fínt þegar ég hringdi sem lokatékk í Há­kon Hrafn Sig­urðsson, þjálf­ara hjá Breiðablik. Nei nei Ásdís, þú get­ur ekki keypt mal­ar­hjól, nú, hvers vegna ekki. Þú ert að fara á götu­hjólaæf­ing­ar, já og, þau fara miklu hæg­ar en götu­hjól­in. Já ok, ég var sem sagt búin að skrá mig á hjólaæf­ing­ar hjá Breiðablik í allt sum­ar og valdi flokk C. Það er flokk­ur­inn fyr­ir byrj­end­ur. Vissi sem var að ég yrði hæg­ust þannig að það yrði nú ekki á bæt­andi að vera líka á hjóli sem hægði á mér. Al­gjör­lega buguð eft­ir hjóla­búðirn­ar hringdi ég í Hildu vin­konu. Hún hef­ur alltaf ráð und­ir rifi hverju. Hún lagðist í smá vef­rann­sókn­ir enda einn besti bóka­safns­fræðing­ur lands­ins. Þá kom í ljós að ég var ekki búin að fara í all­ar búðirn­ar og ekki nóg með það. Þessi var opin til klukk­an 19:00. Rús­ín­an í pylsu­end­and­an­um, þeir voru með of­ur­til­boð á hjól­um síðasta árs. Þau voru ekki bara flott og smellpössuðu við skíðagall­ann sem ég hafði keypt í Fjalla­kof­an­um og nýt­ist líka sem sumaríþrótta­föt, held­ur var hjólið á 50% af­slætti. Hún sendi mér gps hnit­in á búðinni í sím­ann, ég keyrði beina leið og rauk inn og sagði, eitt svona hjól takk. Viltu ekki prófa hjólið sagði Kári í Pelot­on­búðinni. Jú, jú, setti veskið í pant og tók einn hring á plan­inu. Fékk svo í kaup­bæti vatns­brúsa í stíl við hjólið. Svo fjár­festi ég auðvitað í hjálmi. Þegar ég var að borga tók ég eft­ir því að það voru eng­ir pedal­ar á hjól­inu. Bíddu, er þetta ekki staðal­búnaðar. Nei alls ekki. Fólk hef­ur mikl­ar skoðanir á því hvernig pedal­ar eiga að vera. Jesús minn, er ekk­ert ein­falt við þessi hjól? Hann sá að ég var greini­lega ekki í nein­um pedala sér­trú­ar­söfnuði þannig að hann smellti sýn­ingarpedul­un­um bara und­ir í kaup­bæti. Það hvarflaði sko ekki að mér að taka hjóla­skó til að festa við pedal­ana. Málið er ein­falt, þó að ég sé búin að mastera að festa og losa skó af hjóli sem er fast inn í sal er ég bara ekk­ert svo viss um að það sé jafnauðvelt þegar þú ert kom­in á fulla ferð úti á götu. Þannig að eitt skref í einu, verða ein með hjól­inu, geta sleppt því að bremsa niður brekk­ur og svo kaupa pedala og skó.

Tók svo 15 km hring með Hildu í Elliðar­ár­daln­um um kvöldið og hjólið var bara al­veg full­komið.

Málið er að þegar þú ert að stíga þín fyrstu skref á hjóli og veist kannski ekki al­veg hvað þú vilt þá er dýrt að kaupa hjól á mörg hundruð þúsund sem end­ar svo kannski bara inn í geymslu eða á sölusíðum á face­book fyr­ir notuð hjól.

Hvernig í ósköp­un­um á að flytja hjólið á milli staða?

Þegar ég var búin að kaupa mér hjól þá byrjaði næsti haus­verk­ur. Ég þurfti ein­hvern veg­inn að selflytja hjólið, því æf­ing­ar geta byrjað hvar sem er og ekki var ég að fara að hjóla í Bláalónsþraut­ina. Það eru allskon­ar mögu­leik­ar í boði. Setja grind á topp­inn eða aft­an á bíl­inn, bæði til að festa á hler­ann sem og á kúlu. Minn bíll var ekki með kúlu, enda var kúla fyr­ir mér alltaf til að draga hjól­hýsi út á land í úti­leg­ur og kona sem keyr­ir ekki Kamb­ana vegna loft­hræðslu var sann­ar­lega ekki á leiðinni út á land með hjól­hýsi. Þarna fyrst byrjaði haus­verk­ur­inn, ég meina ég á ekki einu sinni bíl­inn minn. Hann er í rekst­ar­leigu hjá Lykli. Fyr­ir mér eru bíl­ar leið til að kom­ast á milli A og B. Mér er eig­in­lega al­veg sama hvað þeir heita. Ég var búin að vera á sama bíln­um síðan 2007 og fannst hann mjög þægi­leg­ur. Al­veg þangað til að hann fór að gera bara það sem hann vildi þegar hann vildi, eins og að drepa á sér í hring­torg­um. Það var ekki al­veg að virka fyr­ir mig þannig að ég vissi að það var komið að því að velja mér nýj­an bíl. Ég hef oft mátað bíla og veit aldrei hvað ég vil. Mér finnst eig­in­lega meira mál að velja mér bíl en nöfn á börn­in mín. Það voru marg­ir bún­ir að leggja til að ég fengi mér Mitsu­bis­hi Outland­er. Ég hélt nú ekki, þetta væri svona eldri borg­ara bíll. Pabbi á svona og bara rosa­lega marg­ir sem ég þekki sem eru komn­ir á eft­ir­laun. Mig lang­ar í sæt­an skvísu­lega rauðan bíl, ekki grá­an. Þeir eru eitt­hvað svo lit­laus­ir og venju­leg­ur. Svo einn dag­inn þegar bíll­inn bugaði mig og ég bara gaf hann, þá popp­ar upp aug­lýs­ing frá Lykli um rekst­ar­leigu. Ég setti dæmið upp í excel og þegar ég var búin að taka inn í viðgerðir á gamla bíln­um sem voru orðnar ansi drjúg­ar, trygg­ing­ar og al­menn­an rekst­ur, svo sem dekk og þjón­ustu­skoðanir þá kom þetta út á pari. Skuld­lausi bíll­inn minn kostaði jafn­mikið og rekst­ar­leiga hjá Lykli. Fór og tók einn grá­an Mitsu­bis­hi Outland­er, jú það var bíll­inn sem var á til­boðinu. Kom í ljós að ég hrein­lega elska þenn­an bíl.

Ég ákvað því að senda póst á Lyk­il og kanna hvað ég mætti gera. Sko, ég er búin að skipta um lífstíl, mig vant­ar svona kúlu á bíl­inn. Má eitt­hvað eiga við þessa bíla hjá ykk­ur. Fékk svar um hæl. Já ekk­ert mál, við lát­um bara skella á kúlu fyr­ir þig og dreif­um kostnaðinum á leigu­tím­ann. Þetta fannst mér al­gjör snilld, enda fer allt budgetið mitt núna í allskon­ar íþrótta­dót og föt.

Glaður hjólahópur saman kominn á æfingu hjá Breiðablik.
Glaður hjóla­hóp­ur sam­an kom­inn á æf­ingu hjá Breiðablik. Ljós­mynd/​Aðsend

Fyrsti hjóla­tím­inn hjá Breiðablik

Loks­ins var ég klár í slag­inn. Kom­in með hjólið og búin að finna út hvenær æf­ing­ar hjá Breiðablik væru og setja í daga­talið. Ég hafði smá áhyggj­ur af því að ég væri ekki nógu góð enda búin að hjóla úti þris­var á þess­ari öld og sam­tals 49 km í heild­ina. Hins veg­ar var ég búin að vera á inni­hjólaæf­ing­um síðan í októ­ber og það kom í ljós að þær áttu eft­ir að skila sínu. Ég viðraði þess­ar áhyggj­ur við Há­kon Hrafn þjálf­ara hjá Breiðablik. Hann sagði orðrétt: „sæl Ásdís, ég var að lesa það sem þú skrif­ar. Í gegn­um Land­vætt­ina hef ég til­einkað mér möntr­una: Ekki hugsa, bara gera.“ Hann sló öll vopn­in úr hönd­un­um á mér og fimmtu­dag­inn 9. maí mætti ég á mína fyrstu hjólaæf­ingu. Ég hjólaði meira að segja á æf­ing­una. Fannst ég hrika­lega dug­leg, enda aldrei hjólað ein á þess­ari öld, fínn hraði þangað til 5 ára barnið með hjálp­ar­dekk­in tók framúr mér. Ætli það megi taka Bláalónsþraut­ina á hjálp­ar­dekkj­um? Þegar ég mætti leit þetta ekki vel út, ég var strax tek­in afsíðis. Ásdís mín, við þurf­um aðeins að laga þetta. Ég var ennþá með plast á hjól­inu og hjálm­ur­inn var ekki rétt­ur á mér. Ann­ars leit þetta bara vel út. Ég var búin að skoða planið. Það var í stuttu máli, hjól­um bara allt

höfuðborg­ar­svæðið. Í C flokki voru 2 þjálf­ar­ar, einn fyr­ir mig og einn fyr­ir hina. Það er alltaf einn aft­ast og það er mitt svæði. Kost­ur­inn við að vera aft­ast er að þú færð fullt af leiðbein­ing­um og ég lærði gíf­ur­lega mikið á þess­um tíma. Lifði af brekk­urn­ar og lærði (næst­um því) hvaða gíra á að nota við hvaða aðstæður. Það er sem bet­ur fer búið að bjóða mér einka­tíma í gír­a­mál­um. Við fór­um upp ein­hverj­ar brekk­ur og þá var búið að fara yfir grunn­atriðin, ég var svona hálfnuð upp brekk­una og al­veg að bug­ast þegar María þjálf­ari sem hjólaði fyr­ir aft­an mig, benti mér á að ég ætti ennþá inni 3 niður­skipt­ing­ar. Verð að viður­kenna að brekk­an létt­ist ansi mikið við þess­ar upp­lýs­ing­ar. Fyrstu æf­ing­una hjólaði ég rúma 34 km á 2 tím­um og var ennþá bara nokkuð hress. Get ekki beðið eft­ir næstu æf­ingu.

Ég er klár í slag­inn. Ég er búin að fá Fjalla­hjól lánað fyr­ir Bláalónsþraut­ina, skrá mig í hjólaæf­ing­ar hjá Þríþrauta­fé­lagi Kópa­vogs og ennþá eru marg­ar vik­ur í Bláalónsþraut­ina. Það er því næg­ur tími til að ná tök­um á brems­um og brekk­um.

Fimm ráð fyr­ir nýgræðinga í hjóla­mennsku.

1. Ákveða hvernig hjól þarftu. Viltu hjóla bara á göt­um, kom­ast á mal­ar­stíga eða kom­ast hvert sem er?

2. Ákveða verðbilið. Hvað ertu til­bú­in/​n að eyða mikl­um pen­ing­um í hjólið

3. Hver verður notk­un­in? Þarftu í raun allt það nýj­asta og flott­asta til að byrja með?

4. Þegar 1-3 er komið á hreint þá er fínt að skoða vefsíður og velja bara hjólið sem end­ur­spegl­ar þig á réttu verðbili.

5. Ekki of­hugsa þetta. Ég eyddi gíf­ur­lega mörg­um klukku­stund­um í að reyna að finna full­komið hjól og endaði svo á því að kaupa hjólið sem var á til­boði.

Málið er nefni­lega ein­falt. Þegar þú ert að byrja þá skipt­ir engu máli þó að það sé kom­in ný týpa af brems­um eða stýri. Þú veist ekki mun­inn og eldri týp­an dug­ar al­veg, sér­stak­lega 

Fyr­ir þá sem vilja fylgj­ast með Ásdísi Ósk má fylgja henni á In­sta­gram: as­disoskvals

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert