Gönguferð að hæsta fossi landsins

Gengið á planka yfir Botnsá.
Gengið á planka yfir Botnsá. Ljósmynd/Einar Skúlason

Það er mjög vin­sælt að ganga upp að gljúfr­inu og horfa á foss­inn. Vegna lög­un­ar gljúf­urs­ins er aðeins hægt að sjá all­an foss­inn aust­an meg­in við gljúfrið og því þarf að kom­ast yfir Botnsá til þess að kom­ast á út­sýn­is­staðinn. Neðan við gljúfrið er trjá­bol­ur sem nýt­ist sem göngu­brú, en hon­um er komið fyr­ir í maí, eft­ir vorflóðin og svo er hann tek­inn aft­ur upp á haust­in. Nú er búið að koma trjá­boln­um á sinn stað þetta sum­arið og því hægt að fara að skipu­leggja göngu­ferð til að skoða hinn fal­lega Glym 

Gott er að vera í skóm með gróf­um sóla þegar farið er í þessa göngu, sér­stak­lega hjálp­ar það ef það er væta í brekk­un­um við brún gljúf­urs­ins. Fólk á slétt­botna striga­skóm renn­ur frek­ar til.   

Glymur er einstaklega fallegur foss.
Glym­ur er ein­stak­lega fal­leg­ur foss. Ljós­mynd/​Ein­ar Skúla­son

Gengið er um land Stóra-Botns þar sem búið var til árs­ins 1982 og minna mörg ör­nefni á bú­setu fyrr­um. Þar á meðal er Þvotta­hell­ir sem gengið er um til að kom­ast niður að ánni, en þar mun þvott­ur hafa verið þurrkaður ef viðraði ekki til slíks. Jón Þorkels­son var síðasti bónd­inn í daln­um og hann hafði á orði að fólk ætti að fara var­lega við gljúfrið enda missti hann marg­ar kind­ur þar niður í gegn­um árin og sér­stak­lega er það á vor­in og í mik­ill vætutíð sem ber að fara var­lega enda losn­ar þá um bergið 

Botnsá er yf­ir­leitt ekki mik­il um sig með meðal­rennsli upp á 4 m³/​s en í mikl­um vatna­vöxt­um á vor­in hef­ur rennslið farið í yfir 60 m³/​s. 

Hæsti foss Íslands 

Foss­inn Glym­ur er 198 m á hæð og er al­mennt flokkaður sem hæsti foss Íslands. Þó kom í ljós foss við bráðnun í Morsár­jökli skammt frá Skafta­felli sem mun vera hærri. Það hef­ur þó ekki verið form­lega staðfest af Land­mæl­ing­um Íslands.  

Útsýnið frá Glym er magnað.
Útsýnið frá Glym er magnað. Ljós­mynd/​Ein­ar Skúla­son

Ef fólk vill ekki fara sömu leið til baka þá er hægt er að halda áfram upp með gljúfr­inu og vaða yfir Botnsána ofan við foss­inn. Fólk er hvatt til að taka með vaðskó ef það hyggst vaða, til dæm­is Crocs-skó, gamla striga­skó eða eitt­hvað annað. Það er þægi­legra en að vaða ber­fætt á grýtt­um botni. Nokk­ur hundruð metr­um ofar er hinn fal­legi Breiðifoss og er fólk hvatt til að gera sér ferð þangað. Þegar komið er yfir ána eru tvær leiðir í boði. Ann­ars veg­ar er hægt að fara um kjarri vaxn­ar brekk­ur vest­an meg­in gljúf­urs­ins og hins veg­ar er hægt að ganga á brún­inni til vest­urs og fylgja svo jeppa­slóða niður eft­ir Svarta­hrygg. Ég kann bet­ur við þá leið enda er út­sýni yfir Hval­fjörðinn all­an tím­ann og það er líka skemmti­legt að skoða Víðiblöðku­dal á hægri hönd en það var einn af upp­á­halds­stöðum fyrr­nefnds Jóns í Botni.  

Leiðin að Glym er í Wapp­inu en þar er einnig fjallað um þjóðsög­una um Rauðhöfða, Arnes Páls­son úti­legu­mann og fleira sem teng­ist þess­um fal­lega stað.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert