Rafhjólið sem kemur þér alla leið

Mate rafhjólið kemur þér alla leið.
Mate rafhjólið kemur þér alla leið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þetta er þægi­leg leið til þess að sleppa við að kaupa ann­an bíl inn á heim­ilið og von­andi  jafn­vel á end­an­um fækka fólks­bíl­um um­tals­vert þegar aðrir far­mát­ar sinna sam­gönguþörf­um okk­ar, svo er þetta líka svo óskap­lega skemmti­legt. Vin­sæld­ir raf­hjóla hafa verið mikl­ar og hef­ur sala á þeim auk­ist um helm­ing á síðustu tveim­ur árum á stærstu mörkuðum í Evr­ópu og virðist ekk­ert lát vera á vin­sæld­um þeirra. Ný teg­und raf­hjóla hef­ur nú litið dags­ins ljós á Íslandi en þar er um að ræða dönsku Mate hjól­in en þau búa yfir þeim kosti að vera sam­an­brjót­an­leg og fer þannig minna fyr­ir þeim en hefðbundn­um hjól­um.

Mate hjólin hafa þann kost að vera samanbrjótanleg.
Mate hjól­in hafa þann kost að vera sam­an­brjót­an­leg. mbl.is/​Ell­ing­sen

Hjólið virk­ar þannig að það nem­ur hversu fast stigið er á pedal­ana og stýr­ir þannig afl­inu sem mótor­inn gef­ur frá sér, þegar hjólið nær 25 km hraða hætt­ir mótor­inn að gefa auk­inn stuðning. Einnig er hægt að stilla hversu mik­inn auka kraft hjólið gef­ur frá sér, brekk­ur og mótvind­ur eru oft part­ur af því að hjóla til lík­ams­hreyf­ing­ar en fyr­ir þá sem vilja bara kom­ast frá A-B er þetta frá­bær leið til þess að kom­ast á leiðar­enda án þess að vera sveitt­ur í gegn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert