Takmarkið er að virkja fólk með okkur

Félagarnir saman komnir í einni af ævintýraferðunum.
Félagarnir saman komnir í einni af ævintýraferðunum. Ljósmynd/Úr einkasafni

„Við vilj­um sýna að ef hug­ur fylg­ir máli þá sé allt hægt, jafn­vel þó að mark­miðið virðist stórt og mikið í byrj­un. Þetta er líka part­ur af and­legu ferðalagi okk­ar vin­anna að fara í gegn­um þetta sam­an með hæðum og lægðum. Þetta geng­ur út að njóta og gera sitt besta, við sjá­um ekki fram á að vinna ólymp­íu­verðlaun úr þessu. En að klára okk­ur í gegn­um þetta ferli er okk­ar sig­ur. Tak­markið er að virkja fólk með okk­ur, fá það upp úr sóf­an­um. Þetta byrj­ar jú alltaf á einu skrefi, einni ferð í sund­laug­ina eða ein­um létt­um göngu­túr og áður enn þú veist af ertu kom­inn á fullt.“

Spurður að því hvernig þetta verk­efni kom til seg­ir Sölvi að hug­mynd­in hafi komið eft­ir Youtu­be-gláp. „Við vor­um að horfa á mynd­bönd af ut­an­vega­hlaup­um hjá Kristni Sæv­ari Thor­ar­en­sen hafði stundað hlaup í nokk­ur ár og klárað fjög­ur mar­at­hon á hraða snigils­ins. Það hafði alltaf blundað í hon­um að fara í Lauga­vegs­hlaupið ein­hvern dag­inn. Hann bar hug­mynd­ina und­ir okk­ur vin­ina, mig og Gumma, Guðmund Inga Þor­valds­son, og son sinn Eið Andra að gera þetta sam­an. Eðli­lega voru menn skeptísk­ir i byrj­un, því eng­inn af þeim hafði neinn hlaupa­grunn að ráði. En all­ir erum við menn sem höf­um gam­an af áskor­un­um og það tók ekki lang­an tíma að sann­færa hóp­inn. Einnig fannst Kristni mik­il­vægt sem faðir að gera þetta með elsta syni sín­um til að eiga þessa minn­ingu sam­an.“

Félagarnir hafa farið í gegnum margt saman.
Fé­lag­arn­ir hafa farið í gegn­um margt sam­an. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Und­ir­bún­ing­ur­inn hjá fé­lög­un­um hef­ur gengið upp og ofan en að sama skapi verið mikið æv­in­týri. „Við byrjuðum í janú­ar en þá voru ut­an­vega­hlaup al­veg ný fyr­ir okk­ur en þetta var ný reynsla og mikið æv­in­týri. Það er allt annað að skopp­ast upp og niður halla held­ur en að hlaupa á mal­biki. Það tók oft á að henda sér í hlaupagall­ann í verstu veðrun­um, en við lét­um okk­ur hafa það og það er að skila sér núna. Eft­ir að hafa vaðið skafla og safnað kíló­metr­um í lapp­ir þá er ástandið núna mánuði fyr­ir hlaup þokka­lega gott. Auðvitað hafa líka komið bak­slög, menn hafa dottið í pest­ir og meiðsli, en það fylg­ir þessu og all­ir sem stunda mikla hreyf­ingu þekkja þess­ar hindr­an­ir. Oft hef­ur maður samt hugsað hvort verk­efnið sé of stórt og mikið, en með því að leggja inn vinn­una og treysta á þjálf­un­ar­pró­grammið og ráð góðra manna eins og Bigga Klikk og Gunna Möller sem eru margreynd­ir hlaup­ar­ar og hafa reynst okk­ur gríðarlega vel, ásamt öll­um þeim ynd­is­legu styrkt­araðill­um sem hafa trú á okk­ur, erum við orðnir nokkuð bjart­sýn­ir.“

Það tók oft á að fara í hlaupagallann í alls …
Það tók oft á að fara í hlaupagall­ann í alls kyns veðrum. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Fram und­an hjá fé­lög­un­um er að finna nýtt mark­mið fyr­ir næsta ár en að sögn Sölva er það enn óákveðið en næsta víst er að það verði spenn­andi. „Það er nefni­lega þannig að ef maður set­ur sér stórt mark­mið eins og maraþon, ut­an­vega­hlaup, Ironman eða hvað sem þetta allt heit­ir, þá neyðist maður til að æfa fyr­ir það og ferðalagið er á end­an­um það sem gef­ur manni mest. Við fé­lag­arn­ir erum góðir vin­ir sem höf­um gengið í gegn­um ým­is­legt sam­an í gegn­um tíðina og verið til staðar fyr­ir hver ann­an. Það að hlaupa Lauga­veg­inn er okk­ar vaf­ur­logi og ákveðinn end­ir á ákveðnu and­legu ferðalagi okk­ar og í fram­haldi upp­haf að ein­hverju stór­feng­legu. Það sem ger­ir þetta líka svo skemmti­legt er að við höf­um all­ir ólík­an æf­ing­ar­bak­grunn. Krist­inn hef­ur verið í hlaup­um, Eiður í fót­bolta og lík­ams­rækt, Gummi í Mjölni og ég í öllu frá yoga og mo­vement yfir í alls kyns styrkt­arþjálf­un.“

Hægt er að fylgj­ast með æv­in­týr­um fé­lag­anna á Face­book-síðu hóps­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert