Afmyndað andlit af áreynslu

Inga Dís hleypur um í Cortina á Ítalíu fyrir ári …
Inga Dís hleypur um í Cortina á Ítalíu fyrir ári síðan. Ljósmynd/Úr einkasafni

Síðan þá hef­ur Inga Dís farið í gegn­um nokk­ur stig þess að vera hlaup­ari en það fyrsta var að sigra vega­lengd­ir. „Tveir ljósastaur­ar í einu en ekki einn og svo fjölgaði þeim og ég fór að telja kíló­metra en ekki ljósa­stjóra og áhersl­an var ekki síður á að njóta þess að vera í góðum fé­lags­skap þeirra vina sem ég eignaðist í ÍR skokk. Annað stigið var meira keppn­is­drifið. Ég mætti í svo til öll keppn­is­hlaup um landið og fann mér hraða hlaupa­fé­laga til að æfa með. Mark­miðið var ávallt að kom­ast á verðlaunap­all sem gekk oft eft­ir og fókus­inn var svaka­leg­ur. Ég var orðin nokkuð þekkt fyr­ir „grimm­an“ hlaupa­stíl, af­myndað and­lit af áreynslu og grjót­h­arðan fókus. Ég tel mig vera á þriðja stig­inu í dag. Ég hef gam­an af hlaup­un­um og tek þátt í ýms­um viðburðum án þess að taka sjálfa mig of hátíðlega. Annað slagið dett ég þó í eitil­h­arða keppn­is­gír­inn þar sem ég ætla mér að vera á meðal efstu kvenna og gef ég þá allt í hlaupið.“

Tek­ur sig ekki of hátíðlega

Hlaup­in eru ekki eina íþrótt­in sem Inga Dís stund­ar því fyr­ir fjór­um  árum kynnt­ist hún götu­hjól­reiðum og þá var ekki aft­ur snúið. „Þegar hjól­reiðarn­ar fóru að liggja vel fyr­ir mér fór ég að gæla við þríþraut­ina. Ég er þó hálf­von­laus í henni því ég á ekki í sama ástar­sam­bandi við vatnið eins og ég á við mal­bikið. Ég er alltaf með þeim síðustu að klára sundið og þarf að dúll­ast aðeins á skipti­svæðinu til að ná and­an­um, en mér finnst þetta mjög skemmti­legt og tek mig ekki of hátíðlega í þess­um keppn­um.“

Inga Dís seg­ist hlakka til að stíga næstu skref í þroska­ferli hlaup­ar­ans og halda áfram að njóta hlaup­anna í góðra vina hópi fram á elli­ár­in. „Hlaup­in eru stór hluti af lífi mínu og ekki bara sem hreyf­ing og fé­lags­skap­ur held­ur hef ég líka gegnt hlut­verki hlaupa­stjóra elstu al­menn­ings­hlaupa lands­ins á fimmta ár sem eru Gaml­árs­hlaup ÍR og Víðavangs­hlaup ÍR, en þau eru meðal fjöl­menn­ustu hlaupa hér­lend­is. Hlaup­in eru líka mitt aðalstarf þar sem ég skipu­legg hlaupa­ferðir um all­an heim fyr­ir Bænda­ferðir sem er meðal ann­ars umboðsaðili fyr­ir Ab­bott World Mar­at­hon Maj­ors hlaup­in á Íslandi. Mér leiðist alls ekki að tala um hlaup og skipu­leggja hlaup alla daga.“

Marg­ir hlaup­ar­ar eiga sér þann draum að verða svo­kallaðir sex stjörnu sig­ur­veg­ar­ar með því að klára sex stærstu og vin­sæl­ustu maraþon heims­ins. Þau eru hald­in í Tokýó, Bost­on, London, Berlín, Chicago og New York og sam­an mynda þau seríu sem kall­ast Ab­bot World Mar­at­hon Maj­ors At­vinnu­hlaup­ar­ar kepp­ast um að sigra serí­una sem í ár fer fram í 13. sinn. Serí­an er þó ekki bara fyr­ir keppn­is­fólk sem vill verma efstu sæt­in, held­ur líka fyr­ir þá sem hlaupa sér til gam­ans og vilja sigra sjálfa sig og njóta þess að hlaupa á sín­um for­send­um og kynn­ast nýj­um áfanga­stöðum. Að hlaupa maraþon á er­lendri grundu er nefni­lega ekki bara hlaupa­ferð held­ur frá­bær leið til að tengja sam­an áhuga­mál og skemmti­lega upp­lif­un.   

Inga Dís lauk hálfum járnmanni í Almeer í Hollandi í …
Inga Dís lauk hálf­um járn­manni í Al­meer í Hollandi í sept­em­ber síðastliðnum. Hérna kem­ur hún í mark í blika­bún­ing. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

 „Fjöld­inn all­ur af fólki hef­ur sett sér það mark­mið að verða „sex stjörnu sig­ur­veg­ari“ og fá nafn sitt skráð á vegg­inn fræga og skarta 6 stjörnu verðlauna­pen­ingn­um af loknu síðasta hlaup­inu. Rúm­lega 6000 hlaup­ar­ar um heim all­an hafa náð þessu af­reki og fer þeim ört fjölg­andi.  27 ís­lend­ing­ar skarta nafn­bót­inni og auðvitað eru Íslend­ing­ar hlut­falls­lega flest­ir miðað við höfðatölu – en ekki hvað?! Ég tók aldrei meðvitaða ákvörðun um að hefja „sex stjörnu“ veg­ferðina en þar sem ég er nú þegar búin með þrjú, þá verð ég auðvitað klára öll sex. Ég tók þátt í Chicago maraþon­inu árið 2017, New York árið eft­ir og Bost­on maraþonið í apríl 2019. Ég hljóp þessi þrjú maraþon á ólík­um for­send­um og mis­góðum und­ir­bún­ingi en lauk þeim öll­um bros­andi og sátt.  Ég veit ekki hvenær ég lýk við hin þrjú hlaup­in í serí­unni og bæti mér í hóp sí­fellt fleiri ís­lend­inga sem telj­ast til sex stjörnu sig­ur­veg­ara en það kem­ur að því að ég bæti Berlín, London og Tókýó í sarp­inn,“ seg­ir Inga Dís. 

Það er all­ur gang­ur á því hvort erfitt sé að kom­ast að í maraþonum er­lend­is eða ekki en það er sí­fellt erfiðra að kom­ast að í vin­sæl hlaup, hvort held­ur maraþon eða ut­an­vega­hlaup. „Flest maraþon hafa fjölda­tak­mark­an­ir og þau selj­ast yf­ir­leitt upp, stund­um á nokkr­um dög­um. Það er einkum erfitt að kom­ast inn í sex stóru maraþonin þar sem eft­ir­spurn­in er gíf­ur­leg um heim all­an.“

Að grunn­in­um til eru nokkr­ar leiðir fær­ar til að tryggja sér núm­er í vin­sæl­ustu maraþonin – einkum þau sex stóru.

Hlaupa mjög hratt
Sum maraþon hafa svo­kölluð „good for age“ fyr­ir­komu­lag sem þýðir að ef þú upp­fyll­ir skil­yrði um lág­marks­tíma í þínum ald­urs­flokki þá get­ur þú hugs­an­lega tryggt þér núm­er. Þess­ir lág­marks­tím­ar eru mjög krefj­andi fyr­ir flesta hlaup­ara og fyr­ir­komu­lagið er mis­mun­andi á milli maraþona. 

Happ­drætti
Í sum­um maraþonum er happ­drætti sem þú get­ur sótt um í og freistað gæf­unn­ar um að fá þátt­tök­u­núm­er. Í flest­um af þess­um stór­um maraþonum er kvóti á fjölda er­lenda rík­is­borg­ara sem fá út­hlutað í happ­drætt­inu. Stund­um þarf að borga til að taka þátt í happ­drætt­inu en stund­um fer greiðsla aðeins fram­ef hlaup­ari er dreg­inn út. Það get­ur tekið nokkra mánuði að bíða eft­ir svari.

Hlaupa fyr­ir góðgerðasam­tök
Í vin­sæl­ustu maraþon­un­um er unnt að kaupa sig inn í viðburðinn í gegn­um góðgerðarsam­tök en þá þarf hlaup­ari að skuld­binda sig til að safna til­tek­inni upp­hæð, hver upp­hæðin er er mis­mun­andi á milli góðgerðarfé­laga og viðburða. Þetta eru samt háar upp­hæðir og mun dýr­ara en að kaupa sig í inn í hlaupið á ann­an hátt.

Bóka sig í gegn­um ferðaskrif­stofu
Alla jafna er hægt að kaupa þátt­tök­u­núm­er hjá ferðaskrif­stof­um sem hafa samn­inga við hlaupa­hald­ara um milli­göngu á sölu núm­era, en þó er eft­ir­spurn oft meiri en fram­boð. Þessi hlaupanúm­er eru alltaf án skil­yrða um að hlaup­ari geti hlaupið á til­tekn­um tíma, en yf­ir­leitt háð því að kaupa þarf ferðapakka sam­hliða núm­er­inu. 

Aðspurð hvað sé framund­an seg­ist Inga Dís ætla að hlaupa ná­lægt sín­um besta tíma í hálfu maraþoni í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu í ág­úst. „Ég veit að það verður erfitt því formið er ekki eins og þegar ég var að upp á mitt besta. Stefn­an er svo tek­in á Frankfurt maraþonið í októ­ber en þar ætla ég í fyrsta sinn að taka maraþon und­ir­bún­ing með trompi, leggja vel inn og hvíla hjólið á meðan.  Ég nýt leiðsagn­ar Arn­ars Pét­urs­son­ar Íslands­meist­ara í lang­hlaup­um í und­ir­bún­ingi mín­um fyr­ir Frankfurt maraþonið. Til gam­ans má geta að Arn­ar ætl­ar ein­mitt að fara með hóp á veg­um Bænda­ferða í Frankfurt maraþonið á næsta ári þar sem hlaup­ar­ar munu njóta leiðsagn­ar hans í und­ir­bún­ingi og þegar út er komið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert