Bráðnauðsynlegt fyrir föla og freknótta

Dalla Ólafsdóttir, umsjónarkona Ferðafélags barnanna, segir það best að hafa …
Dalla Ólafsdóttir, umsjónarkona Ferðafélags barnanna, segir það best að hafa alla fjölskylduna með á fjöllum. Ljósmynd/Úr einkasafni

„Svo er Lauga­vegs­ganga fram und­an og svo Lóns­ör­æfi strax í kjöl­farið en þar ætl­um við að skoða regn­boga­fjöll með börn­un­um.“

Aðspurð hvaða bráðnauðsyn­legu hluti hún taki alltaf með sér í bak­pok­ann seg­ist Dalla sjald­an gleyma sól­ar­vörn­inni. „Hún er bráðnauðsyn­leg fyr­ir föla og frekn­ótta. Svo er það auðvitað landa­kort svo við vit­um hvar við erum og hvert skal halda. Ekki sak­ar svo að hafa þjóðleg­an fróðleik og helj­ar­manna­sög­ur af svæðinu.“ Dalla seg­ir svo ómiss­andi að taka með nokkr­ar flat­kök­ur, heitt á brúsa og nóg af göng­unammi til að létta lund­ina.
Hún seg­ir ull­ina alltaf tekna með, sama hvernig viðrar. „Ull, yst sem innst og eitt­hvað vatns­helt þótt við reyn­um að láta sól­ina stýra för, nú og svo er það auðvitað best að hafa alla fjöl­skyld­una með og hitta vini og kunn­ingja á leiðinni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert