Uppáhaldsgræjan mín er frussa

Kolbrún í góðum félagsskap á fjöllum.
Kolbrún í góðum félagsskap á fjöllum. Ljósmynd/Úr einkasafni

„Það sem ég hef alltaf í pok­an­um er vatns­brúsi, orka, snýtipapp­ír, vara­sal­vi og verkjalyf. Já og lít­ill skyndi­hjálp­ar­poki og álteppi. Ég geng líka næst­um alltaf með gler­augu, hvort sem það er sól eða ekki til að hlífa aug­un­um fyr­ir vindi og foki. Ég tek alltaf með mér úlpu, buff og vett­linga og svo er skel­in nán­ast und­an­tekn­ing­ar­laust með í pok­an­um, bæði bux­ur og jakki, enda get­ur veðrið breyst á fimm mín­út­um. Ein­hverj­um gæti þótt þetta svo­lítið vel í lagt en ég fer alltaf með því hug­ar­fari að ég geti haldið á mér hita og átt ein­hvern bita ef eitt­hvað kem­ur upp á. Ég er fljót að kólna ef ég þarf að stoppa af ein­hverj­um ástæðum, ég tala nú ekki um ef það er í dá­lít­inn tíma. Það kom líka að góðum not­um fyr­ir nokkr­um árum þegar við geng­um nokkr­ar vin­kon­ur fram á ung­an mann sem þarfnaðist hjálp­ar. Það eina sem okk­ur vantaði þá var neyðar­skýli sem ég keypti eft­ir það en tek það aðallega með í vetr­ar­göng­ur.“

Kolbrún er skipulögð þegar kemur að því að pakka fyrir …
Kol­brún er skipu­lögð þegar kem­ur að því að pakka fyr­ir ferðalög. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Um liðna helgi fór Kol­brún í ferðalag á veg­um Ferðfé­lags Íslands þar sem gengið var á Herðubreið og Kverk­fjalla­jök­ul en fyr­ir slík ferðalög er búnaður­inn aðeins meiri. „Ég bæti við góðri úlpu í pok­ann ásamt jökla­brodd­um, ísexi, göngu­belti og hjálmi. Já og húfu, þykk­ara buffi og lúff­um. Nest­is­boxið stækk­ar auðvitað í sam­ræmi við það. Já og svo sól­ar­vörn­in, hún er nauðsyn­leg, sér­stak­lega á jökl­um.

Aðspurð hvort hún lumi á ein­hverju leynitrixi seg­ir Kol­brún eina græju vera ómiss­andi. „Ein upp­á­halds­græj­an mín er frussa en ég held að eng­inn nema við vin­kon­urn­ar köll­um þetta þarfaþing þessu nafni. Þetta er fram­leng­ing á þvagrás kvenna sem ger­ir okk­ur kleift að pissa stand­andi. Það er því­líkt frelsi að geta pissað hvar sem er án þess að særa blygðun­ar­kennd fólks auk þess sem þetta ein­fald­ar mjög að pissa bund­in í línu á jökli. Henn­ar rétta nafn er Fres­hette og hægt er að panta hana að utan. Ég mæli með að vin­kon­ur taki sig sam­an og panti eina pönt­un til að spara send­ing­ar­kostnaðinn. Og fari svo helst og pissi sam­an, ég hef sjald­an hlegið jafn hátt og inni­lega á fjöll­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert