Fótalúnir ferðalangar halda ótrauðir áfram

Það var óneitanlega þjóðlegt að mæta þeim Kristjáni og Kristni …
Það var óneitanlega þjóðlegt að mæta þeim Kristjáni og Kristni í fallegum lopapeysum á hálendinu. Ljósmynd/fhg

Þeir fé­lag­arn­ir telja að það taki einn mánuð að ljúka yfir 500 kíló­metra göngu sem ligg­ur þvert yfir há­lendið með öll­um þeim áskor­un­um sem ferðalagið býður upp á. Blaðamaður mbl.is var svo hepp­in að hitta af hreinni til­vilj­un á fé­lag­ana þar sem þeir hvíldu lúin bein við Hvanna­lind­ir, þar sem Fjalla-Ey­vind­ur og Halla eru tal­in hafa alið mann­inn um stund und­ir lok 18.ald­ar.

Svæðið er einnig þekkt fyr­ir þær sak­ir að þar er að finna mik­inn gróður, á borð við hvann­ir þaðan sem nafnið kem­ur, en ástæðan fyr­ir því er að um svæðið renn­ur á með linda­vatni sem sprett­ur und­an Linda­hrauni. Því mætti segja að þetta sé einskon­ar vin í eyðimörk­inni sem um­lyk­ur svæðið. Stutt frá svæðinu ligg­ur Jök­ulsá á Fjöll­um en þegar blaðamaður átti leið hjá var hún ansi ógn­vekj­andi og vatns­mik­il. Fé­lag­arn­ir Krist­inn og Kristján létu það þó ekki stöðva sig og óðu yfir belj­andi ánna upp að öxl­um. Ekki gekk það sárs­auka­laust fyr­ir sig og var Krist­inn orðinn ansi fótal­ú­inn eft­ir bar­átt­una eins ogmeðfylgj­andi mynd sýn­ir.

Kristinn var orðinn ansi tættur eins og sjá má en …
Krist­inn var orðinn ansi tætt­ur eins og sjá má en lét eng­an bil­bug á sér finna. Ljós­mynd/​fhg

Eng­an bil­bug var þó að finna á fé­lög­un­um sem stefna ótrauðir áfram þrátt fyr­ir mót­bár­ur. Sam­kvæmt GPS mæl­ing­um virðast fé­lag­arn­ir komn­ir inn að Drekagili þar sem finna má skála Ferðafé­lags Íslands en óhætt er að full­yrða að vel verði tekið á móti þeim þar hafi þeir tíma til að  staldra við í kaffi hjá skála­vörðum. 

Hægt er að fylgj­ast með ferðalag­inu á Face­book síðu fé­lag­anna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert