Fjallgöngukonur pissa standandi

Það getur orðið flókið mál að komast á almennilegt salerni …
Það getur orðið flókið mál að komast á almennilegt salerni þegar ferðast er um fjöll og firnindi. Ljósmynd/Colourbox

Það sem vakti mesta at­hygli og var ástæða umræðu fjalla­kvenna var það sem Kol­brún og henn­ar vin­kon­ur nefna Fruss­una. Um er að ræða af­skap­lega sniðuga græju sem er fram­leng­ing af þvagrás kvenna sem ger­ir þeim kleift að pissa stand­andi. Þetta get­ur verið mikið þarfaþing þar sem sal­ern­isaðstæður eru af skorn­um skammti.

Í viðtal­inu seg­ir Kol­brún þetta vera mikið frelsi auk þess sem þetta ein­fald­ar lífið á fjöll­um tölu­vert. „Ég mæli með því að vin­kon­ur taki sig sam­an og panti eina pönt­un til að spara send­ing­ar­kostnað og fari svo í kjöl­farið og pissi sam­an,“ seg­ir Kol­brún sem seg­ist sjald­an hafa hlegið jafn hátt og inni­lega á fjöll­um og ekki síst í of­an­greind­um aðstæðum.

Frussan í allri sinni dýrð.
Fruss­an í allri sinni dýrð. Ljós­mynd/​Fres­hette

Fruss­una er hægt að panta hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert