Viltu ekki fróðleik í fararnesti?

Með fróðleik í far­ar­nesti er sam­starfs­verk­efni Ferðafé­lags Íslands, Ferðafé­lags barn­anna og Há­skóla Íslands þar sem mörg þúsund manns, ung­ir og aldn­ir, hafa gengið í borg­ar­land­inu og hlotið þrennt: góða úti­vist, fína hreyf­ingu og fróðleik í far­ar­nesti frá mögnuðum vís­inda­mönn­um Há­skól­ans. Jón Örn Guðbjarts­son, sviðsstjóri hjá Há­skóla Íslands, hef­ur leitt þess­ar göng­ur ásamt hjón­un­um Döllu Ólafs­dótt­ur og Matth­íasi Sig­urðar­syni.

Þetta verk­efni byrjaði fyr­ir tæp­um tíu árum og hef­ur að sögn Jóns Arn­ar aukið áhuga al­menn­ings á vís­ind­um og fræðum og á ís­lenskri nátt­úru í borg­ar­land­inu.

„Mark­miðið með Ferðafé­lagi barn­anna hef­ur ávallt verið að skapa skemmti­leg­an vett­vang fyr­ir börn og fjöl­skyld­ur þeirra til að njóta úti­veru, tak­ast á við nýj­ar og spenn­andi áskor­an­ir og hafa ein­fald­lega gam­an af því að leika sér úti,“ seg­ir Dalla frá Ferðafé­lagi barn­anna og bæt­ir því við að verk­efnið með Há­skóla Íslands hafi heppn­ast gríðarlega vel. Þarna mæti flink­ir og flott­ir vís­inda­menn sem bjóði upp á fróðleiks­göng­ur um t.d. fugla, skor­dýr, sveppi, fjör­una, eld­fjöll, stríðsminj­ar og stjörn­urn­ar. „Þetta eru gríðarlega vin­sæl­ar göng­ur og mjög ánægju­legt að geta boðið börn­um upp á að njóta nátt­úr­unn­ar og fá fróðleik­inn sam­hliða. Vís­inda­menn Há­skól­ans hafa vakið mikla at­hygli fyr­ir að draga fram mik­il­vægi vís­inda­starfs fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag, fyr­ir líf­ríkið okk­ar og um­hverfið.“

Nú er búið að raða upp fróðleiks­göng­um fyr­ir allt árið og er næsta ganga í apríl. Þá eru far­fugl­arn­ir að flykkj­ast til lands­ins og verður farið í fugla­skoðun. Fjar­an er auðvitað besti staður­inn til að skoða fugla snemma vors og verður lík­leg­ast farið í Grafar­vog­inn. Tóm­as Grét­ar Gunn­ars­son, for­stöðumaður Rann­sókna­set­urs Há­skóla Íslands á Suður­landi, mun leiða fugla­ferðina eins og hann hef­ur gert frá upp­hafi með mikl­um tilþrif­um. Hann veit enda nán­ast allt um fugla.

„Minn upp­á­halds­fugl er spói,“ seg­ir Tóm­as Grét­ar spurður um þann fugl sem heill­ar hann mest. „Fugl­ar eru frísk­leg­ir og áber­andi. Það er líka eitt­hvað heill­andi við flugið sjálft. Ætli til­hneig­ing fólks til að velja sér upp­á­halds­fugl sé ekki eins og að halda með fót­boltaliði,“ seg­ir Tóm­as Grét­ar.

Fjar­an er heill­andi heim­ur

Það er hægt að fara í fjöru allt árið um kring en vorið er frá­bær tími til rann­sókna í flæðar­mál­inu. Fjöru­ferð í Gróttu er þess vegna áformuð í lok apríl. Grótta er al­gjör perla en þar verða ýms­ar líf­ver­ur skoðaðar, grúskað og leitað að kröbb­um í fjör­unni og öðrum smá­dýr­um í skemmti­legri rann­sókna­ferð.

Gríðarleg­ur fjöldi hef­ur notið þekk­ing­ar vís­inda­manna Há­skól­ans í þess­um fjöru­ferðum en í þeim eig­um við von á að sjá gnótt af fjörusnigl­um eins og kletta­doppu, þang­doppu og nákuðungi en einnig beitu­kóng, sem yf­ir­leitt lif­ir að mestu leyti neðan fjöru. Í fjöru­ferð má ekki gleyma að kíkja milli steina og und­ir klapp­arþangið og klóþangið, þar sem leyn­ast marflær, litl­ir krabb­ar og jafn­vel sprett­fisk­ar, en einnig fal­leg­ir gul­ir svamp­ar.

Pödd­ur, oj bara! Nei, alls ekki, þær eru magnaðar

Marg­ir hafa ímugust á skor­dýr­um en pödd­ur hafa samt heillað unga fólkið svo um mun­ar und­an­far­in ár. Pöddu­skoðun í Elliðaár­dal er því ár­viss viðburður á hverju sumri. Skor­dýr eru fjöl­breytt­asti flokk­ur dýra á jörðinni og á Íslandi hef­ur skor­dýr­um fjölgað und­an­far­in ár af ýms­um ástæðum. Nýj­ar teg­und­ir hafa líka bæst við. Gísli Már Gísla­son, skor­dýra­sér­fræðing­ur frá Há­skóla Íslands, hef­ur verið fremst­ur í flokki við að fræða göngu­fólk um heim skor­dýr­anna en hann hef­ur líka verið áber­andi í fjöl­miðlum þar sem hann hef­ur m.a. talað um nýja teg­und sem eng­inn fagn­ar, en það er lús­mýið sem bít­ur fólk. Gísli Már seg­ir að skor­dýr séu helsti keppi­naut­ur manns­ins um fæðu og hart­nær fjórðung­ur af nytja­plönt­um fari beint í skor­dýr, m.a. hveiti, bygg, maís og ýms­ar aðrar plönt­ur sem menn nýti sér sem fæðu. „Mikl­um fjár­mun­um er varið í heim­in­um á ári hverju í að halda skor­dýr­um niðri.“

Gísli Már seg­ir að skor­dýr séu engu að síður gríðarlega mik­il­væg í líf­rík­inu. „Skor­dýr frjóvga all­ar blóm­plönt­ur, og ef þeirra nyti ekki við væru blóm­plönt­ur ekki til.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert