Gylltar strandir og stórkostleg fuglabjörg: Árbók Ferðafélags Íslands í prentun

Þegar vor­ar spyrja sig marg­ir með óþreyju hvert verði efni næstu Árbók­ar Ferðafé­lags­ins og aðrir hvort ein­hvern tím­ann verði tæmd­ur sá brunn­ur sem hún sæk­ir efni sitt í. Það er ein­falt að svara báðum spurn­ing­um. Ísland er botn­laus brunn­ur af efni sem get­ur kveikt í okk­ur öll­um ákafa löng­um til að ferðast og fræðast um staði og stund­ir í horfn­um tíma. Rauðasands­hrepp­ur hinn forni er viðfangs­efni Árbók­ar­inn­ar í þetta skiptið.

Þegar vor­ar spyrja sig marg­ir með óþreyju hvert verði efni næstu Árbók­ar Ferðafé­lags­ins og aðrir hvort ein­hvern tím­ann verði tæmd­ur sá brunn­ur sem hún sæk­ir efni sitt í. Það er ein­falt að svara báðum spurn­ing­um. Ísland er botn­laus brunn­ur af efni sem get­ur kveikt í okk­ur öll­um ákafa löng­um til að ferðast og fræðast um staði og stund­ir í horfn­um tíma. Rauðasands­hrepp­ur hinn forni er viðfangs­efni Árbók­ar­inn­ar í þetta skiptið. Bók­in er í prent­smiðju og vænt­an­lega eft­ir miðjan apríl.

„Ég hef þekkt Rauðasands­hrepp hinn forna býsna vel frá því ég var barn,“ seg­ir Gísli Már Gísla­son, sem er ann­ar höf­unda bók­ar­inn­ar. „Mér var komið í fóst­ur hjá afa og ömmu í föðurætt á Hvallátr­um þegar ég var þriggja ára ásamt syst­ur minni vegna veik­inda móður okk­ar. Við vor­um fyrst í tvö ár og síðan hvert sum­ar næstu átta árin. Eft­ir það kom ég til skemmri dval­ar tvö sum­ur að hjálpa til við heyskap­inn.“

Gísli Már þekk­ir all­ar perl­ur hrepps­ins af raun og Látra­bjarg eins og hand­ar­bakið. Snemma á öld­inni hóf hann að leiða göngu­ferðir á veg­um Ferðafé­lags­ins um Rauðasand og Látra­bjarg og voru farn­ar ferðir í tíu sum­ur í röð. Svo var stoppað snar­lega. Gár­ung­ar segja að Gísli Már hafi tæmt lista allra Íslend­inga sem ekki glíma við mikla loft­hræðslu en það reyndi dá­lítið á suma að þræða bjargið með hon­um, hátt var upp og ekki styttra niður.

Þegar full­trú­ar Ferðafé­lags­ins leituðu eft­ir því við Gísla Má að rita bók um Rauðasands­hrepp reynd­ist það auðsótt mál. Varla er hægt að fá betri mann í verkið en Gísla Má. Hann er afar rit­fær og menntaður vel í líf­fræði og nátt­úru­vís­ind­um og hef­ur verið pró­fess­or í Há­skóla Íslands í ár­araðir. Gísli Már var líka lán­sam­ur að fá til liðs við sig Ólaf B. Thorodd­sen fyrr­ver­andi skóla­stjóra á Ak­ur­eyri, en hann er fædd­ur og upp­al­inn Pat­reks­firðing­ur, sem var að auki í sveit í mörg sum­ur á Látr­um.

Bráðum hundrað ár af ein­tómri ham­ingju

Það er kom­in hart­nær hundrað ára hefð á út­gáfu Árbóka Ferðafé­lags Íslands. Árbæk­urn­ar eru ein besta héraða- og óbyggðalýs­ing sem hugs­ast get­ur á Íslandi. Þar er að mestu áhersla á lands­lag, sögu og nátt­úru svæðanna. Í þetta skipið er nátt­úr­an á svæðinu í háskerpu, enda er hún al­veg ein­stök, gjöf­ul og harðskipt­in á víxl.

„Við Ólaf­ur lögðum mikla áherslu á nátt­úru hrepps­ins,“ seg­ir Gísli Már. „Lands­lag þar er stór­kost­legt, brött fjöll, lítið und­ir­lendi og því tak­markað land til bú­skap­ar. Þótt Útvík­ur séu fyr­ir opnu hafi, þá hef­ur út­veg­ur staðið fyr­ir stærsta hlut­ann af af­komu fólks.“

Þeir Gísli Már og Ólaf­ur fengu til liðs við sig grasa­fræðinga við smíði bók­ar­inn­ar og þurfi pró­fess­or­inn ekki að leita langt. Hann var svo stál­hepp­inn að virkja krafta Þóru Ell­en­ar Þór­halls­dótt­ur, pró­fess­ors í grasa­fræði við Há­skóla Íslands, en hóp­ur und­ir henn­ar stjórn rann­sakaði gróðurfar á svæðinu. Auðvitað fær Látra­bjarg ótví­ræða at­hygli í bók­inni enda er það stærsta fugla­bjarg í Evr­ópu og senni­lega í heim­in­um öll­um. Bjargið var lengi mat­arkista Látra­manna og reynd­ar hrepps­ins alls.

„Mikl­ar rann­sókn­ir hafa verið gerðar á sjó­fugla­stofn­um á svæðinu und­ir for­ystu Arnþórs Garðars­son­ar, pró­fess­ors við Há­skóla Íslands, og skila þær sér sér í Árbók­ina og einnig voru til stak­ar rann­sókn­ir á jarðfræði,“ seg­ir Gísli Már og bend­ir á kafla þar sem um þetta er fjallað.

Horf­inn heim­ur lifn­ar á ný á hvít­um blöðum

Í Árbók­inni lifn­ar horf­inn heim­ur á ný. Útvík­ur og Kefla­vík voru stór­ir út­gerðarstaðir áður en þess­ar jarðir ásamt öðrum í hreppn­um voru fyrr á öld­um í eigu höfuðbóls­ins Saur­bæj­ar, eða í eigu ná­kom­inna ætt­ingja á Skarði á Skarðsströnd.

„Al­menn­ing­ur stritaði fyr­ir þessa land­eig­end­ur, en engu að síður voru þess­ar jarðir eft­ir­sótt­ar til ábúðar. Sag­an er því alls staðar ná­læg hvar sem komið er, og sér­stak­lega í kring­um höfuðbólið Saur­bæ. Á Saur­bæ var reist stærsta kirkja Vest­fjarða, staf­kirkja úr viði frá Nor­egi og stóð hún frá lok­um 12. ald­ar fram á 17. öld. Sauðlauks­dal­ur skip­ar einnig stór­an sess í sögu Íslands, en þar bjó séra Björn Hall­dórs­son, frum­kvöðull upp­lýs­ing­ar­inn­ar á Íslandi ásamt mági sín­um Eggerti Ólafs­syni, nátt­úru­fræðingi og skáldi, og nokkr­um öðrum. Björn er einna best þekkt­ur fyr­ir skrif sín um úr­bæt­ur í land­búnaði og upp­haf kart­öflu­rækt­ar.“

Gísli seg­ir fáa vita að í Stál­fjalli aust­ast í hreppn­um hafi verið náma­gröft­ur eft­ir surt­ar­brandi í fyrri heims­styrj­öld­inni, lík­lega stærstu kola­nám­ur í land­inu. „Hún er staðsett und­ir snar­bröttu fjall­inu og aðgengi er erfitt að sumri og nær ómögu­legt að vetri. Þróun út­gerðar á Pat­reks­firði og mynd­un þorps­ins er einnig for­vitni­leg, en bær­inn varð einn af stærri út­gerðarbæj­um á land­inu.“

Mann­líf og nátt­úr­an mótað mig mest

Það er margt sem ger­ir fólk nán­ast stjarft yfir feg­urðinni á því svæði sem er til um­fjöll­un­ar í nýju Árbók­inni. Þarna eru magnaðar strand­ir sem gyll­ast í ljósi sól­ar. Þarna er fortíðin í flæðar­mál­inu og saga lands og þjóðar. Þarna má kom­ast á ör­fá­um mín­út­um úr byggð í víðerni þar sem eng­ir veg­ir liggja nema kinda­göt­ur fortíðar­inn­ar.

„Þarna sér fólk stór­kost­leg fugla­björg, með góðu aðgengi, með slíka mergð fugla, að þarf að fara í björg­in á Horn­strönd­um til að sjá eitt­hvað viðlíka. Vél­væðing í land­búnaði náði ekki í sum­ar jarðir sveit­irn­ar, eins og Látra, og þar sést hvernig lands­lag í byggð lít­ur út þar sem ekki er búið að slétta allt, og því eru forn­minj­ar óvenjumarg­ar,“ seg­ir Gísli Már sem mótaðist mjög af því að al­ast upp á þessu svæði.

„Nátt­úr­an og sam­býli við hana réð miklu í að ég ákvað að læra líf­fræði og gera rann­sókn­ir og kennslu í grein­inni að ævi­starfi. Einnig var sam­vinn­an á Hvallátr­um ein­stæð. Þar stóðu all­ir sam­an. Ábú­end­ur áttu sam­eig­in­lega þenn­an eina traktor sem var keypt­ur strax eft­ir stríð og notuðu hann sam­an án nokk­urra árekstra. Sam­hug­ur­inn hjá bænd­un­um í hreppn­um var ein­stak­ur, sem kom ber­lega í ljós þegar all­ir stóðu að björg­un áhafn­ar tog­ar­ans Dhoon, sem strandaði und­ir Látra­bjargi í des­em­ber 1947. Þetta mann­líf og nátt­úr­an hér hef­ur senni­lega mótað mig mest.“

Góðar mynd­ir segja meira en mörg orð

Mynd­ir eru mik­il­væg­ur part­ur af Árbók­um Ferðafé­lags­ins. Flest­ar mynd­ir í þess­ari bók tók Daní­el Berg­mann, ljós­mynd­ari og leiðsögumaður. Daní­el hef­ur sér­hæft sig í að mynda dýra­líf í ís­lenskri nátt­úru og ekki síst fugla.

Nátt­úr­an – lifi­brauð og lífs­stíll.

„Við eig­um ein­stök svæði út frá líf­fræðilegu sjón­ar­miði, næg­ir þar að nefna Látra­bjarg, Mý­vatn og Þjórsár­ver. Þessi svæði má ekki eyðileggja, þó tek­ist hafi að raska Mý­vatni mikið og aust­ur­hluta Þjórsár­vera, þá eru þessi svæði engu að síður mjög verðmæt.“

Þótt Gísli Már hafi stundað að veiga­miklu leyti rann­sókn­ir sína hér heima þá hef­ur hann farið víða um þessa litlu jarðkúlu til að svipta hul­unni af leynd­ar­dóm­um nátt­úr­unn­ar með rann­sókn­um. Það má segja að nátt­úr­an hafi verið hans lifi­brauð og lífs­stíll nær alla tíð. Hann hef­ur þung­ar áhyggj­ur af hegðun manna og seg­ir að þótt við höf­um mik­inn aðgang að end­ur­nýj­an­legri orku hér þá séum við Íslend­ing­ar ekki barn­anna best­ir.

„Þótt mann­kynið hafi gengið mjög langt gagn­vart nátt­úr­unni þá er enn tími til að bjarga því sem bjargað verður. Við verðum að minnka brennslu olíu og kola og þótt við Íslend­ing­ar séum fáir, þá erum við einna stór­tæk­ast­ir í heim­in­um í þeim efn­um. Sér­stak­lega vegna þess að kol eru notuð við fram­leiðslu áls, kís­il­járns og kís­ils,“ seg­ir Gísli Már og verður þungt hugsi.

Hann vís­ar í eig­in rann­sókn­ir þegar hann seg­ir að lofts­lags­breyt­ing­ar eigi eft­ir að gjör­breyta heims­mynd­inni. „Við eig­um eft­ir að sjá miklu meiri fólks­flutn­inga frá svæðum þar sem þurrk­ar eiga eft­ir gera lönd óbyggi­leg, eða frá svæðum sem eyðileggj­ast vegna flóða. Af­leiðing­ar þess­ara breyt­inga verða hugs­an­lega styrj­ald­ir, þar sem menn berj­ast um auðlind­irn­ar, eins og ég held að sé m.a. und­ir­rót­in að ófriðinum sem geisað hef­ur í Litlu-Asíu. Það er því okk­ur sem mann­kyni lífs­nauðsyn­legt að snúa þess­ari þróun við.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert