Eitt fegursta svæði á Íslandi

„Snemma varð ljóst að í Friðland­inu að Fjalla­baki væru fólg­in ein mestu nátt­úrauðæfi Íslands. Allt ber þar að sama brunni, ein­stök jarðsaga, óvenju­leg­ar jarðminj­ar á heims­mæli­kv­arða, hraðfara land­mót­un og ein­stök nátt­úru­feg­urð kall­ar á vernd­un,“ seg­ir Ólaf­ur Örn Har­alds­son, for­seti Ferðafé­lags Íslands.

Ólaf­ur Örn er höf­und­ur ár­bók­ar Ferðafé­lags Íslands 2010 um Friðland að Fjalla­baki og vinn­ur nú að rit­un ár­bók­ar FÍ 2021 um Lauga­veg­inn og nærum­hverfi hans. „Gildi svæðis­ins er einnig mikið vegna þess hve lítt raskað það er þrátt fyr­ir mann­anna um­svif í ferðamennsku, úti­vist og sauðfjár­beit. Friðlandið að Fjalla­baki var friðlýst 1979 og segja má að hert hafi verið á vernd­un­inn með niður­stöðu sem fram kom í ramm­a­áætl­un um nýt­ingu og vernd svæða,“ seg­ir Ólaf­ur.

Göngu­leiðin um Lauga­veg­inn frá Land­manna­laug­um til Þórs­merk­ur ligg­ur um afar marg­breyti­legt svæði sem í meg­in­at­riðum nær frá Markarfljóti í vestri og að Mýr­dals­jökli í austri. Skipta má þess­ari stóru land­spildu í þrennt og eru þeir hlut­ar ger­ólík­ir að allri gerð í jarðminj­um, land­mót­un og ásýnd.

Þess­ir ólíku hlut­ar eru meðal þess sem ger­ir göngu um Lauga­veg­inn svo áhuga­verða og fjöl­breyti­lega. Nyrsti hlut­inn er inn­an Torfa­jök­ul­söskj­unn­ar, ann­ar hlut­inn er jök­ul­mótaða svæðið frá Álfta­vatni fram til Fremri Emstru­ár og sá þriðji er Þórs­merk­ur­svæðið og norður af því.

„Stærsta og lit­rík­asta líprítsvæði Íslands er í öskju Torfa­jök­uls. Hún er sporöskju­laga og er þver­mál henn­ar 16 km frá austri til vest­urs og 12 km frá norðri til suðurs. Göngu­leiðin sem heit­ir Lauga­veg­ur ligg­ur þvert í yfir öskj­una frá norðri til suðurs. Nokk­ur af ytri mörk­um öskj­unn­ar eru um Há­barm, Kaldaklofs­fjöll, Ljós­ár­tung­ur og Mó­gils­höfða en svo vill til að norður­barm­ur öskj­unn­ar blas­ir við aug­um í Land­manna­laug­um. Hann er lit­ríki og sveig­myndaði lípar­ít­hrygg­ur­inn, Norður­barm­ur, hand­an Jök­ulgilskvísl­ar en stórt op er þarna á öskju­barm­in­um þar sem kvísl­in renn­ur til norðurs Það er í raun skarðið sem bíl­veg­ur­inn til Lauga ligg­ur um,“ seg­ir Ólaf­ur Örn en hann var ung­ur dreng­ur þegar hann byrjaði að ferðast um Friðlandið með for­eldr­um sín­um í kring­um 1960 og þekk­ir svæðið bet­ur en flest­ir.

Inn­an öskj­unn­ar eru leif­ar mik­ill­ar eld­stöðvar sem er um 400-500 þúsund ára göm­ul. Hún féll sam­an og er nú fyllt að mestu af lípar­ítmuln­ingi. Á nokkr­um stöðum við jaðra öskj­unn­ar standa mynd­ar­leg lípar­ít­fjöll m.a. Laufa­fell, Rauðufossa­fjöll, Kirkju­fell, Illi­hnúk­ur og Torfa­jök­ull (sjá Árbók FÍ 2010 kafli um nátt­úruf­ar bls. 19). Þess­ir stap­ar mynduðust í gos­um fyr­ir um 70 þúsund árum á síðasta ís­ald­ar­skeiði og eru hluti af jarðmynd­un öskj­unn­ar. Við aust­ur­barm öskj­unn­ar er skarð milli Há­barms og Torfa­jök­uls og er þar hent­ug­asta leiðin til Muggu­dala og Strúts­laug­ar ef ekki er valið að fara yfir jök­ul­inn.

„Vert er að taka eft­ir hversu Torfa­jök­ulsa­skj­an er há­lend­ari en landsvæðin í ná­grenni þess. Þetta ásamt lit­ríki og fögru lands­lagi ber skýr­an vott um hversu ein­stakt landið er. Hið forna eld­fjall hef­ur verið mun hærra áður en það féll sam­an. Landið í Torfa­jök­ul­söskj­unni er hvað lægst á norður­svæðinu en nær mestri hæð á svæðinu við Hrafntinnu­sker. Land­manna­laug­ar eru í um 600 m hæð og Frost­astaðavatn 572 m. Hrygg­ir gilj­anna í miðri öskj­unni eru í 700-900 m hæð yfir sjó. En nokk­ur fjöll eru hærri. Meðal þeirra eru Hrafntinnu­sker 1.147 m, Háalda 1.128 m, Skalli 1.027 m, Söðull 1.132 m, Reykja­fjöll 1.165 m Blá­hnúk­ur 945 m. Þegar kem­ur suður af brún öskj­unn­ar við Jök­ultung­ur norðan Álfta­vatns lækk­ar landið snar­lega og er Álfta­vatn í 549 m hæð,“ seg­ir Ólaf­ur Örn. Hæðarmun­ur­inn er líka mik­ill vest­an meg­in öskj­unn­ar en þar er hæðar­lækk­un­in við Ljós­ár­tung­ur. Nærri jaðri þeirra er landið í tæp­um 600 metr­um við vaðið á Markarfljóti sunn­an Laufa­fells.

Árbók FÍ 2021 tek­ur til svæðis sem í meg­in­drátt­um nær frá Hrafntinnu­skeri til Þórs­merk­ur. Aust­ur­mörk svæðis­ins eru við Torfa­jök­ul og vest­ur­jaðar Mýr­dals­jök­uls. Vest­ur­mörk eru að stærst­um hluta við Markarfljót. Árbók­in nær einnig til Fimm­vörðuháls og af­mark­ast þá af göngu­leiðinni yfir Fimm­vörðuháls. Sér­stak­ur kafli mun fjalla um nátt­úruf­ar, jarðfræði, gróðurfar og dýra­líf. „Ferðafé­lagið hef­ur starfað mjög lengi á svæðinu og verið frum­kvöðull í allri upp­bygg­ingu, meðal ann­ars á Lauga­veg­in­um. Því lá það beint við að fé­lagið myndi skrifa ár­bók um þessa vin­sælu göngu­leið og og leiðir út frá henni, sem falla und­ir að að vera dags­ferðir, morg­un- eða kvöld­göng­ur,“ seg­ir Ólaf­ur. Hann sit­ur í nefnd á veg­um Um­hverf­is­stofn­un­ar sem nú hef­ur lagt fram vernd­ar- og stjórn­un­ar­áætl­un fyr­ir Friðlandið. „Þetta svæði er svo ein­stak á marga vegu að það er mik­il­vægt að vernda það og stýra allri um­ferð til ganga ekki á auðlind­ina. Það sýn­ist mér að hafi tek­ist vel í þess­ari vinnu sem UST hef­ur leitt og birt­ist í verndaráætl­un­inni,“ seg­ir Ólaf­ur Örn Har­alds­son, for­seti Ferðafé­lags Íslands.

Jón Örn Guðbjarts­son

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert