Göngum vel um landið: Umgengni í náttúru Íslands

Hvernig á að ganga um náttúruna?
Hvernig á að ganga um náttúruna? Ljósmynd/Ferðafélag Íslands

Gera má ráð fyr­ir mik­illi um­ferð lands­manna um Ísland í sum­ar. Í kjöl­far Covid-19 verða ferðalög á milli landa tak­mörkuð um tíma og fleiri lands­menn munu ferðast inn­an­lands. Mik­il um­ferð ferðamanna veld­ur miklu álagi á nátt­úru lands­ins og vin­sæla ferðamannastaði. Þegar lagt er í ferðalag um landið er að mörgu að hyggja. Ferðafé­lag Íslands hvet­ur alla ferðamenn til að ganga vel um nátt­úru lands­ins. Sér­stök ástæða er til að forðast gá­leys­is­lega um­gengni hér á landi. Gróður­svæði eru víða viðkvæm og ís­lensk­ur jarðveg­ur er gróf­ur, laus í sér og auðrof­inn. Sár eru lengi að gróa vegna stutts vaxt­ar­tíma gróðurs auk þess sem vatn og vind­ar geta aukið á rof í sár­um.

Með því að leggj­ast á eitt get­um við verndað nátt­úru og ásýnd lands­ins og tryggt að fólk fái notið feg­urðar lands­ins til framtíðar. Göng­um frá án­ing­arstað eins og við vilj­um koma að hon­um. Tök­um rusl með til byggða. Virðum eign­ar­rétt og göng­um vel um girðing­ar og hlið. Trufl­um ekki dýra­líf með óþarfa ágangi. Sýn­um til­lits­semi við ólík­ar teg­und­ir ferðamennsku. Eng­in teg­und ferðamennsku er öðrum æðri og eng­inn hef­ur rétt til yf­ir­gangs. Höf­um hug­fast að skemmd­ir á jarðmynd­un­um verða ekki bætt­ar.

Virðum friðlýsingarreglur og tilmæli landvarða.
Virðum friðlýs­ing­ar­regl­ur og til­mæli land­varða. Ljós­mynd/​Ferðafé­lag Íslands

Í lög­um um nátt­úru­vernd eru ákvæði sem fjalla um al­manna­rétt, um­gengni og úti­vist. Þar seg­ir að öll­um sé heim­ilt að fara um landið og njóta nátt­úru þess svo fremi að gengið sé vel um og þess gætt að spilla engu. Heim­ilt er að fara um óræktuð eign­ar­lönd án sér­staks leyf­is. Rétt­höf­um lands er heim­ilt að tak­marka með merk­ing­um ferðir manna um eign­ar­lönd. Lönd í eigu rík­is­ins, svo sem nátt­úru­vernd­ar- og skóg­rækt­ar­svæði, eru öll­um opin með fáum und­an­tekn­ing­um. Hægt er að tak­marka um­ferð tíma­bundið, svo sem yfir varp­tíma eða vegna gróður­vernd­ar.

Nátt­úru­vernd­ar­svæði eru friðlýst af mis­mun­andi ástæðum. Regl­ur, t.d. um veiðar og um­ferð, eru breyti­leg­ar milli ein­stakra svæða og því mik­il­vægt að ferðamenn afli sér nauðsyn­legra upp­lýs­inga. Virðum friðlýs­ing­ar­regl­ur og til­mæli land­varða. Sum­ir ferðamenn leita á náðir nátt­úr­unn­ar til að finna frið og ró en aðrir sækja þangað æv­in­týri og spennu. Með aukn­um straumi ferðamanna er viðbúið að leiðir þess­ara hópa skar­ist í aukn­um mæli. Sýn­um til­lits­semi við aðra á ferðum okk­ar svo kom­ist verði hjá árekstr­um.

Ferðafé­lag Íslands hvet­ur fé­lags­menn og lands­menn alla til að ganga vel um nátt­úru lands­ins og sýna ýtr­ustu varúð þannig að henni verði ekki spillt. Einnig ber að sýna land­eig­anda og öðrum rétt­höf­um fulla til­lits­semi og virða hags­muni þeirra.

Sumarnóttin í Stakkadal.
Sum­ar­nótt­in í Stakka­dal. Ljós­mynd/​Ferðafé­lag Íslands

Akst­ur

Ökum ekki utan vega. Öku­tæki get­ur markað sár í landið sem erfitt er að afmá. Leyfi­legt er að aka utan vega þegar jörð er snævi þakin og fros­in.

Göngu­ferðir

Heim­ilt er að fara gang­andi um óræktað land. Stytt­um okk­ur ekki leið yfir af­girt land, tún eða einkalóðir og virðum regl­ur um um­ferð á svæðum þar sem verið er að vernda dýra­líf og gróður. Fylgj­um merkt­um göngu­stíg­um. Stíg­arn­ir eru gerðir til þess að auka ör­yggi fólks og vísa því rétta leið og draga úr álagi á viðkvæma nátt­úru.

Land­eig­end­um ber að tryggja að ferðamenn kom­ist meðfram vatns­bökk­um og strönd og eft­ir þjóðleiðum og skipu­lögðum stíg­um. Við far­ar­tálma skulu vera príl­ur eða hlið. Um­ferð um vötn og ár er háð leyfi rétt­hafa. Vatns­bakk­ar og hólm­ar eru oft mik­il­væg búsvæði og því ber að ganga þar um af gætni.

Hjól­reiðar

Hjólandi fólki ber að fylgja veg­um og reiðhjóla­stíg­um þar sem þess er kost­ur. Sum­ir göngu­stíg­ar eru ekki til þess gerðir að hjólað sé á þeim og þar er um­ferð reiðhjóla tak­mörkuð. Gæt­um þess að fara ekki illa með gróður og eyðileggja ekki yf­ir­borð stíga þar sem farið er um.

Útreiðar

Hesta­mönn­um ber að fylgja reiðstíg­um. Hug­um að jarðvegi og gróðri á ferð utan reiðstíga. Í há­lend­is­ferðum ber að hafa fóður meðferðis. Næt­ur­hólf­um skal val­inn staður á ógrónu landi. Sér­staka gát ber að sýna við stóðrekst­ur.

Nokk­ur góð varðandi um­gengni í nátt­úr­unni:

Göng­um ávallt frá án­ing­arstað eins og við vilj­um koma að hon­um.

Skilj­um ekki eft­ir rusl á víðavangi né urðum það.

Kveikj­um ekki eld á grónu landi.

Ríf­um ekki upp grjót né hlöðum vörður að nauðsynja­lausu.

Spill­um ekki vatni, né skemm­um lind­ir, hveri eða laug­ar.

Sköðum ekki gróður.

Trufl­um ekki dýra­líf.

Skemm­um ekki jarðmynd­an­ir.

Rjúf­um ekki ör­æfa­kyrrð að óþörfu.

Ökum ekki utan vega.

Fylgj­um merkt­um göngu­stíg­um þar sem þess er óskað.

Virðum friðlýs­ing­ar­regl­ur og til­mæli land­varða

Ferðafé­lag Íslands ósk­ar lands­mönn­um gleðilegs ferðasum­ars.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert