Leyndardómar Heiðmerkur

Það er fallegt um að litast í Heiðmörk.
Það er fallegt um að litast í Heiðmörk.

Íslensk nátt­úra hef­ur mikið aðdrátt­ar­afl og stöðugt fleiri stunda úti­vist sér til ánægju og heilsu­bót­ar. Að ferðast um landið er bæði gef­andi og skemmti­legt og við kynn­umst nátt­úru lands­ins, sögu, menn­ingu, dýra­lífi og þannig mætti lengi telja. Þó svo að það sé gam­an að ferðast um landið og heim­sækja þekkta ferðamannastaði þarf ekki alltaf að leita langt yfir skammt. Víða í nærum­hverf­inu má finna nátt­úruperl­ur, kyrrð og feg­urð.

Heiðmörk er stærsta úti­vist­ar­svæðið á höfuðborg­ar­svæðinu og eitt það vin­sæl­asta og stöðugt fleiri njóta þar fjöl­breyttr­ar úti­vist­ar og nátt­úru. Í gegn­um tíðina hafa ótal stíg­ar verið lagðir um svæðið og góð aðstaða byggð upp fyr­ir úti­vist­ar­unn­end­ur. Heiðmörk ein­kenn­ist meðal ann­ars af skóg­lendi sem þekur tæp­an þriðjung svæðis­ins en að auki er þar að finna áhuga­verðar jarðmynd­an­ir, viðkvæmt vot­lendi og lyng­móa. Dýra­líf er fjöl­breytt í Heiðmörk og þar má einnig finna mann­vist­ar­leif­ar, allt frá fyrstu tíð Íslands­byggðar til okk­ar daga.

Sögu Heiðmerk­ur sem úti­vist­ar­svæðis má rekja aft­ur til árs­ins 1947 þegar bæj­ar­stjórn Reykja­vík­ur samþykkti að stofna friðland og skemmtig­arð fyr­ir Reyk­vík­inga í Heiðmörk. Svæðið var vígt árið 1950 og sama ár hóf Skóg­rækt­ar­fé­lag Reykja­vík­ur skóg­rækt þar. Upp­haf­lega var friðlandið stofnað úr landi Elliðavatns­bæj­ar og úr hluta af landi Hólms og Vatns­enda. Árið 1957 bætt­ist við sá hluti Heiðmerk­ur sem nú er inn­an Garðabæj­ar en til­heyrði þá Víf­ils­stöðum og af­rétti Garðatorfu. Skóg­rækt­ar­fé­lag Reykja­vík­ur fer enn með um­sjón svæðis­ins, í góðu sam­starfi við Reykja­vík­ur­borg, Orku­veitu Reykja­vík­ur og Garðabæ. Á heimasíðu Skóg­rækt­ar­fé­lags Reykja­vík­ur, www.heidmork.is, má finna góðar upp­lýs­ing­ar um Heiðmörk og kort af svæðinu.

Á meðal áhuga­verðra án­ing­arstaða í Heiðmörk má nefna:

Hellu­vatn

Á án­ing­arstaðnum við Hellu­vatn er grillaðstaða und­ir þaki.

Vígslu­flöt – Rarik­lund­ur

Heiðmörk var stofnuð form­lega 25. júní 1950 á Vígslu­flöt. Á vígslu­hátíðinni gróður­setti þáver­andi borg­ar­stjóri, Gunn­ar Thorodd­sen, sitka­greni­plöntu sem í dag er mynd­ar­legt tré.

Síma­manna­laut

Síma­manna­laut er afrakst­ur kraft­mik­ils land­nem­a­starfs en Fé­lag ís­lenskra síma­manna hóf gróður­setn­ingu þá strax eft­ir friðun Heiðmerk­ur árið 1950. Í Síma­manna­laut eru grill,borð og bekk­ir.

Furu­lund­ur – Drop­inn

Furu­lund­ur var gerður árið 2000 í tengsl­um við að Reykja­vík var kjör­in Menn­ing­ar­borg Evr­ópu. Þetta er fjöl­skyldu­lund­ur bú­inn leik­tækj­um, bla­kvelli og grillaðstöðu. Inn af Furu­lundi er Drop­inn, án­ing­arstaður með grilli, borðum og bekkj­um.

Greni­lund­ur

Greni­lund­ur er fjöl­skyld­ur­jóður frá 2005. Þar er grillaðstaða, bíla­stæði og leik- og klif­ur­tæki. Greni­lund­ur rúm­ar um 50 manns.

Þjóðhátíðar­lund­ur

Skóg­rækt­ar­fé­lag Reykja­vík­ur stofnaði Þjóðhátíðar­lund árið 1974 til að minn­ast 1100 ára af­mæl­is Íslands­byggðar og jafn­framt 75 ára af­mæl­is skóg­rækt­ar á Íslandi. Þjóðhátíðar­lund­ur er í Löngu­brekk­um og skammt frá eru Hulduklett­ar. Í Þjóðhátíðar­lundi er grill, borð og bekk­ir, bíla­stæði, leik­tæki og fót­bolta­völl­ur.

Víf­ilsstaðahlíð

Árið 1958 varð Víf­ilsstaðahlíð hluti af Heiðmörk eft­ir samn­inga milli Skóg­rækt­ar­fé­lags Reykja­vík­ur og stjórn­ar rík­is­spít­al­anna. Þá var strax haf­ist handa við gróður­setn­ingu þar. Í Víf­ilsstaðahlíð er einnig að finna trjásafn sem Skóg­rækt­ar­fé­lag Reykja­vík­ur byrjaði að gróður­setja árið 1990. Í Víf­ilsstaðahlíð er yf­ir­byggt grill og bíla­stæði.

Hjallaflat­ir

Hjallaflat­ir eru stærsti án­ing­arstaður Heiðmerk­ur. Þar er fót­bolta­völl­ur og grillaðstaða.

Fræðslur­jóður

Fræðslur­jóðrin eru aust­an við Elliðavatns­bæ­inn. Í fræðslur­jóðrun­um fer fram nátt­úru- og um­hver­fis­kennsla fyr­ir börn og ung­linga.

Það er vel við hæfi að hvetja alla til að leggja leið sína í Heiðmörk, ekki síst nú á 70 ára af­mæli Heiðmerk­ur sem friðlands og skemmtig­arðs, og njóta þar úti­vist­ar og nátt­úru. Í sér­stök­um land­nem­areit­um sem Skóg­rækt­ar­fé­lag Reykja­vík­ur hef­ur í gegn­um tíðina út­hlutað til fé­laga­sam­taka, fyr­ir­tækja og ein­stak­linga til skóg­rækt­ar er reit­ur Ferðafé­lags Íslands nr. 24 í svæði h. Þar má finna skemmti­leg­an rat­leik sem öll­um er vel­komið að taka þátt í. Góð stund í Heiðmörk fyll­ir fólk af orku, gleði og ham­ingju og veit­ir hvíld og slök­un.

Þessi mynd var tekin á Skógarleikunum í Furulundi 2019.
Þessi mynd var tek­in á Skóg­ar­leik­un­um í Furu­lundi 2019. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka