Kanadískur maður komst í hann krappann

Svartbirnir eru mjög sterkir.
Svartbirnir eru mjög sterkir. Ljósmynd/Marco Pagano

Kanadísk­ur maður komst í hann krapp­ann nú á dög­un­um þegar svart­björn gerði sig lík­leg­an til at­lögu við heim­ili hans í borg­inni Coquitlam í Bresku Kól­umb­íu.

Maður­inn, sem heit­ir Alex Gold, deildi upp­töku úr ör­ygg­is­mynda­vél á In­sta­gram ný­verið og vakti hún mikla at­hygli, en í mynd­skeiðinu sést þegar Gold kem­ur auga á svart­björn­inn sem var að skoða sig um í bíl­skúr við heim­ili hans.

Gold tókst að halda ró sinni og reyndi að fæla svart­björn­inn burt með því að klappa og hrópa. Í lok mynd­skeiðsins sést glitta í ann­an svart­björn, lík­leg­ast bjarn­ar­hún.

Hátt í 800.000 manns hafa líkað við færsl­una á In­sta­gram-síðu Gold, en banda­ríska sjón­varps­stöðin CBS deildi einnig mynd­skeiðinu með millj­ón­um fylgj­enda sinna á TikT­ok og þar hafa ríf­lega tvær millj­ón­ir manna líkað við færsl­una.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert