Sauðfjárbændur á fjallahjólum

Guðmund­ur Fann­ar Markús­son, eða Mummi eins og hann er kallaður, og Rann­veig Ólafs­dótt­ir eru sauðfjár- og fjalla­hjóla­bænd­ur á bæn­um Mörtungu sem staðsett­ur er rétt aust­an við Kirkju­bæj­arklaust­ur. Þau hafa verið ötul að þróa nýj­ar hjóla­leiðir á svæðinu sem er nokkuð fá­farið og framúrsk­ar­andi fal­legt. „Við tók­um við sauðfjár­búi af for­eldr­um Rann­veig­ar árið 2017 en höfðum þá starfað með þeim í bú­skapn­um í nokk­ur ár, ásamt því að vera að þróa hjóla­ferðir á svæðinu. Sam­hliða bú­skapn­um höf­um við svo verið að vinna í því að breyta kinda­göt­um í fjalla­hjóla­slóða á okk­ar landi sem tel­ur um 11 þúsund hekt­ara sem jafn­gild­ir 11 þúsund fót­bolta­völl­um,“ seg­ir Mummi sem hef­ur verið á ým­iss kon­ar hjól­um allt frá barnæsku.

Fegurðin í sveitinni er engri lík.
Feg­urðin í sveit­inni er engri lík. Ljós­mynd/​Rozle Breg­ar

Eft­ir að þau Rann­veig kynnt­ust var Mummi fljót­lega far­inn að hjóla um allt á svæðinu og var Rann­veig fljót að smit­ast af íþrótt­inni. „Mummi sá strax tæki­færi í að hjóla eft­ir kinda­göt­un­um sem eru hér út um allt meðfram gljúfr­um og upp og niður um heiðarlönd. Við höf­um verið að vinna að því að gera slóða sem henta til fjalla­hjól­reiða hér allt um kring og mæl­um ein­dregið með því að fólk kíki til okk­ar í sum­ar­frí­inu, hvort sem er með fjöl­skyldu eða vin­um,“ seg­ir Rann­veig og bæt­ir við að hjá þeim í Skaft­ár­hreppi séu heil­mikl­ir mögu­leik­ar á skemmti­leg­um hjóla­leiðum. Laka­hring­ur­inn sé glæsi­leg þriggja daga leið sem og á Skaft­ár­tungu­a­f­rétti sé að finna marg­ar fal­leg­ar dag­leiðir.

Nám­skeið fyr­ir þá sem vilja ná betri tök­um

Íslensk­ir ferðamenn eru sí­fellt dug­legri að sækja Ice­land Farm Bike heim og voru helm­ing­ur allra gesta síðasta sum­ar en fram að því höfðu gest­ir aðallega verið af er­lendu bergi brotn­ir. „Þetta voru oft­ast ein­stak­ling­ar, fjöl­skyld­ur, pör og litl­ir hóp­ar í létt­ari hjóla­ferðum en eft­ir að við opnuðum landið okk­ar til að hjóla fóru að koma reynd­ari hjól­ar­ar og eru marg­ir Íslend­ing­ar í þeim hópi,“ seg­ir Mummi.

Bærinn Mörtunga stendur á fallegum stað austan við Kirkjubæjarklaustur.
Bær­inn Mörtunga stend­ur á fal­leg­um stað aust­an við Kirkju­bæj­arklaust­ur. Ljós­mynd/​Rozle Breg­ar

Síðastliðið sum­ar buðu þau Rann­veig og Mummi upp á fjalla­hjóla­nám­skeið fyr­ir þá sem vildu verða ör­ugg­ari á hjól­inu og fengu þá Emil Þór Guðmunds­son og Jón­as Stef­áns­son, tvo af fær­ustu fjalla­hjól­ur­um lands­ins, til að leiðbeina. „Það heppnaðist rosa­lega vel og verður klár­lega end­ur­tekið næsta sum­ar,“ seg­ir Rann­veig og bæt­ir við að hægt sé að leigja fulldempuð fjalla­hjól til þeirra sem ekki eiga hjól. „Fólki er vel­komið að nota sín eig­in hjól og búnað. Ferðirn­ar okk­ar eru alltaf með leiðsögn eða fylgd okk­ar, það er ör­ugg­ara þar sem hjólað er um af­skekkt­ar slóðir, fólk fær meira út úr því til dæm­is með því að njóta fal­lega lands­lags­ins í leiðinni, og af um­hverf­is­sjón­ar­miðum vilj­um við passa upp á það að hjólað sé á slóðunum en ekki utan þeirra.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert