Rær á móti straumnum

Veiga stefnir að því í sumar að verða fyrsta íslenska …
Veiga stefnir að því í sumar að verða fyrsta íslenska konan til að róa í kringum Ísland á kajak. Ljósmynd/ÁgústAtlason

Veiga fædd­ist í karl­manns­lík­ama, fædd og upp­al­in á Ísaf­irði þar sem hún átti góða æsku og marga vini. Hún er ný­flutt aft­ur í sinn gamla heima­bæ þar sem hún vinn­ur sem stálsmiður og leiðsögu­kona. Hún stefn­ir að því í sum­ar að verða fyrsta ís­lenska kon­an til að róa í kring­um Ísland á kaj­ak. Ísland þykir eitt af þeim lönd­um í heim­in­um þar sem sú áskor­un er hvað erfiðust. En það er ein­mitt ástæða þess að Veiga ætl­ar í róður­inn. Hún þekk­ir það að sigla á móti straumn­um. Það er eitt­hvað í aug­um henn­ar sem sýn­ir að hún hef­ur sigr­ast á sjálfri sér. Að hafa fyr­ir líf­inu virðist henni í blóð borið. Kona sem þurfti að hafa fyr­ir því að fá lík­ama sinn leiðrétt­an.

Reyndi tvisvar að svipta sig lífi

Á tíma­bili sá Veiga ekki leið sem hún gæti farið til að halda áfram að lifa. Hún lýs­ir þessu tíma­bili í lífi sínu svona:

„Ég hef tví­veg­is reynt að svipta mig lífi. Ég hef farið niður í þannig þung­lyndi að allt varð svart í kring­um mig. Ég þurfti að tak­ast á við mikla for­dóma, en það voru aðallega sleggju­dóm­ar sem bjuggu innra með mér. Í raun má segja að ég hefði gef­ist upp hefði ég ekki ákveðið að taka þetta skref, að gang­ast við mér eins og ég er: Kona fædd í röng­um lík­ama. Ég er þakk­lát fyr­ir það í dag að ég fór í leiðrétt­ingu á lík­ama mín­um. Ég vildi ekki lifa leng­ur í röng­um lík­ama. Ég hafði ekki val.“

Veiga var ung að aldri þegar hún upp­götvaði að hún var ekki eins og hinir strák­arn­ir. Hún man eft­ir að hafa laumað sér í kven­manns­föt ein­ung­is 11 ára að aldri. Þegar hún var ung­ling­ur var hún eins og alkó­hólisti að fela áfengið sitt að eig­in sögn. Hún faldi kven­föt­in í hús­gögn­um sem hún hafði tekið í sund­ur. Hún seg­ir að þess­um felu­leik hafi fylgt mik­il skömm og niður­brot.

Tíma­bil af­neit­un­ar

„Þegar ég komst af ung­lings­aldri skil­greindi ég mig í fyrstu sem klæðskipt­ing, en það var ekki eins og ég færi út um allt að segja frá því. Ég hef verið í tveim­ur löng­um sam­bönd­um við kon­ur sem ég elskaði. Með fyrri barn­s­móður minni eignaðist ég ynd­is­leg­an son, en hún gat ekki sætt sig við þessa þörf mína fyr­ir að klæða mig í kven­manns­föt svo það sam­band endaði.“

Eft­ir skilnaðinn seg­ist Veiga hafa tekið tíma­bil þar sem hún fór út oft sem stelpa. Síðan kynnt­ist hún seinni barn­s­móður sinni og læsti þenn­an hluta af sér inni í skápn­um.

„Við Helga, seinni barn­s­móðir mín, vor­um brjálæðis­lega ást­fang­in. Við kynnt­umst án þess að hún vissi hver ég væri en fljót­lega ákvað ég að vera heiðarleg við hana um hvað ég hafði verið að gera. Sam­band okk­ar var þannig að ég vissi að við elskuðum hvort annað skil­yrðis­laust. Ég náði að koma fram af heiðarleika miðað við allt sem ég vissi á þess­um tíma. Seinna áttaði ég mig á því að það að tala um hlut­ina væri ekki meðalið við því sem var að hjá mér. Það reynd­ist í raun hættu­legt heilsu minni að þrýsta til­finn­ing­un­um niður og bæla með mér þörf­ina. En það gekk upp í ákveðinn tíma.“

Var í sæt­um karllík­ama

Veiga var í sæt­um karllík­ama. Hún var eins kon­ar karla-karl í aug­um þeirra sem þekktu hana náið enda reyndi hún mark­visst að beita „karla­leg­um“ aðferðum til að lækna sig af því að vera kona. „Ég fékk mér skot­leyfi, fór að veiða og gerði ým­is­legt sem ég taldi myndi efla mig sem karl­mann í þessu lífi. Á leiðinni heim af einu slíku skot­vopna­nám­skeiði fór ég í nælon­sokka og kjól og ég man hvernig það var hápunkt­ur ferðar­inn­ar. Þetta var afl sem varð ekki unnið með karl­mennsk­unni einni sam­an. Það var nokkuð sem ég reyndi á eig­in skinni.“

Veiga er í góðum tengsl­um við börn­in sín tvö og fóst­ur­barn sem hún eignaðist með seinni barn­s­móður sinni. Hún er á því að börn­in henn­ar séu núm­er eitt, tvö og þrjú í líf­inu. Það var ein­mitt fyr­ir þau sem hún ákvað að finna leiðina til að lifa áfram, þótt hún gæti misst alla fjöl­skyld­una í ferl­inu. Hún vissi að ef þetta tæk­ist myndi fólk sætta sig við leiðrétt­ing­una þegar það sæi að þetta væri henn­ar eina lífs­björg. Að þetta væri leiðin henn­ar til að lifa.

Seinni kon­an stóra ást­in í líf­inu

„Seinni kon­an mín er stóra ást­in í lífi mínu. Hana langaði mig ekki að missa en hún er gagn­kyn­hneigð, ég er sam­kyn­heigð. Við finn­um leið á hverj­um degi til að vera nán­ar vin­kon­ur. Enda deil­um við stór­um hluta lífs­ins sem for­eldr­ar dótt­ur okk­ar. Kannski er ást­in ein­mitt þannig að hún frels­ar en bind­ur ekki,“ seg­ir Veiga og fell­ir stórt tár um leið og hún lýk­ur setn­ing­unni. Hún von­ast til að geta talað um þetta einn dag­inn án þess að gráta.

Veiga seg­ir að sam­kvæmt sinni bestu þekk­ingu sé talið að um 1% mann­kyns sé í röng­um lík­ama eða trans­fólk. Hún seg­ir fag­fólk hafa tak­markaða þekk­ingu á þessu sviði; þeir sál­fræðing­ar sem hún hafi farið til hafi litla þekk­ingu á mál­efn­inu, kyn­leiðrétt­ing­ar­ferlið sé þungt og flókið. Ekki ósvipað því kannski að róa í kring­um landið.

Erfiðar áskor­an­ir

„Að róa í kring­um Ísland, sem þykir svipað því að ganga upp á K2-fjallið, er að mig grun­ar auðveld­ara en að fara í gegn­um það sem ég hef farið í gegn­um með kyn­leiðrétt­ing­unni. Að róa í kring­um landið á kaj­ak er bæði and­lega og lík­am­lega erfitt. Það sama má segja um kyn­leiðrétt­ing­ar­ferlið.“

Veiga starfar á vet­urna hjá Skag­an­um3X en á sumr­in er hún leiðsögu­kona. Hún veit fátt ynd­is­legra en að fara um landið með ferðamenn og kynna þeim allt það áhuga­verða sem landið hef­ur upp á að bjóða. Hún kann vel við sig í nátt­úr­unni með fólki.

Að róa á móti straumnum er nokkuð sem Veiga Grétarsdóttir …
Að róa á móti straumn­um er nokkuð sem Veiga Grét­ars­dótt­ir er orðin þjálfuð í. Ljós­mynd/Á​gúst Atla­son

Veiga er mik­ill húm­oristi og dug­leg að sýna mynd­ir af því sem hún hef­ur farið í gegn­um. Hún bend­ir á mynd af sér fyr­ir kyn­leiðrétt­ing­araðgerðina. Hún út­skýr­ir að áhyggju­svip­ur­inn sé til­kom­inn vegna þess að hún hafði áhyggj­ur af því að ekk­ert yrði úr aðgerðinni en ekki því sem hún fæli í sér.

Til marks um það hversu vel henni líður í dag bend­ir hún á kraft­inn og vilja­styrk­inn sem ein­kenn­ir hvern dag í lífi henn­ar. Hún hef­ur tekið mataræði sitt í gegn, hún er ekki „baggi á sam­fé­lag­inu“ eins og hún seg­ir sjálf, held­ur lífs­glöð vilja­sterk kona sem veit hvað hún vill og hvað hún vill ekki.

Heim­ild­ar­mynd um róður­inn

Hvað viltu fá fram með róðrin­um í kring­um landið?

„Gerð verður heim­ild­ar­mynd um róður­inn. Í gegn­um þá mynd lang­ar mig að ná til fólks utan land­stein­anna líka. Mig lang­ar að sýna að ég hef það sem þarf af því að ég hef gengið í gegn­um ým­is­legt sem hef­ur gert mig sterka. Mig lang­ar að gefa fólki úti um all­an heim hug­rekki til að leysa úr sín­um mál­um líka. Fá hug­rekki í brjóstið til að segja við sig: „Ég er nóg“, líkt og ég gat og get sagt í dag. Því auðvitað er ég nóg.

Mig lang­ar að safna pen­ing­um fyr­ir Pieta-sam­tök­in, til að styðja við starf­sem­ina þar svo þau geti haldið áfram að aðstoða fólk sem finn­ur ekki til­gang með líf­inu leng­ur. Mig lang­ar að sýna fólki fram á að allt er hægt ef vilj­inn er fyr­ir hendi. Þegar við get­um sett eig­in dóm­hörku til hliðar og geng­ist við því sem við erum. Þegar við get­um labbað inn í aðstæður þar sem eng­inn skil­ur okk­ur, gefið fólki rými til að kynn­ast okk­ur bet­ur og þannig náð með mín­um krafti að minnka for­dóma fyr­ir því sem er ókunn­ugt fyr­ir fólki.“

Dömu­bindi á sæng­ina

Veiga á fleiri vini í dag en hún hef­ur nokkrun tím­ann átt. Ég hef auðvitað lent í því að gam­all karlvin­ur ávarpi mig sem karl­mann, það er ekk­ert mál, ég ávarpa hann þá bara sem konu sem er mjög fyndið og við hlæj­um sam­an.

Ég var líka kölluð pabbi í fyrsta skiptið sem ég fór með dótt­ur minni í kven­mannsst­urtu, það var pínu óþægi­legt en ótrú­lega fyndið líka. Ég hef fengið dömu­bindi á sæng­ina þar sem það var það eina sem góðum vini mín­um datt í hug að mig vantaði eft­ir aðgerðina. Allt þetta eru gull­mol­ar sem safn­ast í sarp­inn. Fal­lega skrítn­ir hlut­ir sem eru þess virði að kom­ist í dags­ljósið.

Ég er ekki ein um að til­heyra þess­ari fyndnu ver­öld, þar sem við erum öll að reyna að fóta okk­ur sam­an í átt að til­gangi í líf­inu. Ég geri mitt besta á hverj­um degi og trúi því í hjart­anu að all­ir aðrir geri það líka. Það gef­ur mér skiln­ing og auðmýkt í garð þeirra sem vita ekki bet­ur. Þeim býðst nú að kynn­ast konu eins og mér. Ég vona að þeir gefi sér tíma og leggi söfn­un­inni lið. Eins hvet ég alla til að koma á fyr­ir­lestr­ana mína, sem verða á átta stöðum á ferð minni um landið.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert