Eftirlæti Öldu Karenar í New York  

Alda Karen Hjaltalín hefur búið í New York í tvö …
Alda Karen Hjaltalín hefur búið í New York í tvö ár og kann vel við sig. Úr einkasafni

Fyr­ir­les­ar­inn og ráðgjaf­inn Alda Kar­en Hjaltalín hef­ur verið áber­andi í umræðunni í sam­fé­lag­inu að und­an­förnu en hún virðist óþreyt­andi í því stóra verk­efni að búa til betri heim með því að fá fólk til að vinna í sjálfu sér. Alda Kar­en hef­ur búið og starfað í New York und­an­far­in tvö ár og býr á 34th stræti, rétt við hina víðfræðu Empire State-bygg­ingu. Hún seg­ist yf­ir­leitt ferðast um borg­ina í neðanj­arðarlest en þegar mikið liggi við þá grípi hún Uber-bíl eða Via-bíl því þá geti hún unnið í bíln­um á milli staða.  

Fjöl­breytt og fram­andi veit­inga­flóra 

Þegar Alda Kar­en er spurð að því hver eft­ir­lætisveit­ingastaður henn­ar í borg­inni sé þá seg­ir hún að valið á milli staða sé erfitt en seg­ist þó fastak­únni á Sweet­green í há­deg­inu sem sé sal­atstaður. „Besti og ódýr­asti ind­verski mat­ur­inn er svo á Haandi í Midtown, all­ir leigu­bíl­stjór­ar í New York fara alltaf þangað í há­deg­inu, þannig veit maður að þetta er al­vöru díll og mjög góður mat­ur. Upp­á­halds­rétt­ur­inn minn er svo sam­loka á BYGGYZ á The Lower East Side, svona ef ég vil tríta mig. Ef ég vil fara eitt­hvað fínt að þá fer ég á Blossom Du Jour á Upp­er West Side eða Buddak­an í West Villa­ge,“ seg­ir Alda Kar­en. Aðspurð hvert henn­ar eft­ir­lætiskaffi­hús sé seg­ist Alda Kar­en hitta vin­ina reglu­lega á MUD-kaffi­hús­inu á Lower East Side. „Ég mæli sér­stak­lega með veg­an kanil­snúðunum og græna te-inu.“ 

Alda Karen ferðast oft á hjólabretti um borgina, þannig kemst …
Alda Kar­en ferðast oft á hjóla­bretti um borg­ina, þannig kemst hún hratt á milli staða. úr einka­eigu

 

Rök­ræður í al­menn­ings­garði 

Það er lík­lega mik­il áskor­un að velja á milli afþrey­inga í borg­inni en þegar Alda Kar­en er spurð að því hvernig henn­ar drauma­dag­ur líti út seg­ist hún myndu byrja dag­inn á því að fara í boxtíma með Sofíu vin­konu sinni og þaðan beint í Hot Yoga-tíma í Yoga To The People . „Þaðan mynd­um við svo fara og hitta vin­ina á MUD-kaffi­hús­inu og finna svo góðan stað á Washingt­on Square Park á hlýj­um sum­ar­degi, horfa á lífið og rök­ræða um heim­speki og lífspæl­ing­ar. Um kvöldið fær­um við svo út að borða á Buddak­an og mynd­um enda kvöldið á næs „speak easy“ bar eins og Hole in the Wall  eða kósý tón­leik­um í SoHo Hou­se .“ 

Verður aldrei fyr­ir von­brigðum 

Fram und­an er heil­mikið að ger­ast í borg­inni og seg­ist Alda Kar­en oft finna fyr­ir val­kvíða á kvöldið um hvað hún eigi að gera en eitt sé þó víst og það er að hún verður aldrei fyr­ir von­brigðum, hver svo sem viðburður­inn sé. Í júní verða tón­leik­ar með Aríönu Grande i Madi­son Square sem Alda Kar­en og vin­kon­urn­ar ætla ekki að láta fram hjá sér fara. „Ég verð þarna fremst með vin­kon­um. Ég verð þar fremst með vin­kon­um mín­um að syngja með eins hátt og ég get. Er strax byrjuð að und­ir­búa mig and­lega fyr­ir þessa upp­lif­un,“ seg­ir Alda Kar­en að lok­um. Hægt er að fylgj­ast með Öldu Kar­en á Face­book-síðu henn­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert