„Íslenska lopapeysan átti ekki séns þarna“

Snæfríður með nýjustu bók sína, Komdu með til Kanarí.
Snæfríður með nýjustu bók sína, Komdu með til Kanarí.

Komdu með til Kanarí er nafn á glæ­nýrri hand­bók um Gran Can­aria. Höf­und­ur bók­ar­inn­ar, Snæfríður Inga­dótt­ir, hef­ur margoft heim­sótt eyj­una og kom­ist í hann krapp­an. Meðal ann­ars nán­ast drep­ist úr kulda þar yfir jól­in.

„Ferðalög mín eru ekki bara á dans á rós­um, ekki held­ur á Gran Can­aria. Miðbik eyj­unn­ar er til dæm­is mjög fal­legt en um það liggja kræklótt­ir fjall­veg­ir. Það er erfitt að ferðast um þetta svæði með bíl­veik börn og í raun er ótrú­legt að við séum ekki kom­in á svart­an lista hjá bíla­leig­un­um á Gran Can­aria miðað við hvað ég hef þrifið upp mikla bílælu. Sem bet­ur fer hef­ur bíl­veik­in þó minnkað eft­ir því sem börn­in eld­ast,“ seg­ir Snæfríður þegar hún er beðin um að rifja upp eft­ir­minni­leg ferðalög til eyj­unn­ar.

Ísköld í fjalla­húsi

Fyrsta ferð fjöl­skyld­unn­ar til Gran Can­aria er líka mjög eft­ir­minni­leg en þá höfðu þau gert íbúðaskipti í fjallaþorpi á norður­hluta eyj­unn­ar. „Þá þekkti ég eyj­una ekki neitt en hafði kom­ist í kynni við heima­fólk sem átti sum­ar­hús í fjallaþorpi sem heit­ir Zumacal. Þau sögðust aðeins nota húsið á sumr­in sem mér fannst full­komið því ég vildi fara út um jól. Þau reyndu að út­skýra að það væri kalt í fjöll­un­um á þess­um tíma en kom­andi úr snjón­um á Ak­ur­eyri taldi ég það vera lítið mál. Við fjöl­skyld­an vær­um öllu vön og vor­um vel birg af ullar­föt­um. Hús­ráðend­ur höfðu hins­veg­ar rétt fyr­ir sér. Um leið og sól­in sett­ist varð ískalt í fjöll­un­um en eng­in kynd­ing var í hús­inu. Kuld­inn á Kanarí níst­ir öðru­vísi en á Íslandi því það er svo mik­ill raki í loft­inu. Íslenska lopa­peys­an átti ekki séns þarna. Það eina sem bjargaði okk­ur voru sítr­ónu­trén í garðinum en við sötruðum sítr­ónu­te til að halda á okk­ur hita öll jól­in. Við get­um hlegið að þessu núna en með þrjú lít­il börn þá var þetta óþægi­leg upp­lif­un,“ seg­ir Snæfríður en bend­ir jafn­framt á að það er stór mun­ur á hita­stigi uppi í fjöll­un­um og við sjáv­ar­síðuna.

Stærsta kaktusagarð Evrópu er að finna á Gran Canaria. Snæfríður …
Stærsta kaktu­sag­arð Evr­ópu er að finna á Gran Can­aria. Snæfríður mæl­ir með kaktusa­safa en biður fólk að fara varðlega í kring­um kaktusa á eyj­unni því það er sárt að detta á kakt­us.

Blóðug eft­ir kakt­us

Snæfríður á fleiri óhappa­sög­ur frá eyj­unni í hand­raðanum. „Þegar ég datt á kakt­us í stutt­bux­um. Það var ansi sárt og blóðugt. Þó var það ekki eins vont og þegar ég smakkaði kaktusávöxt í fyrsta sinn. Þá fór ekki bet­ur en svo að ég fékk fjölda fín­gerðra nála upp í mig. Eig­inmaður­inn var heil­lengi að ná nál­un­um úr góm og tungu með flísa­töng! Göngu­ferð á GuiGui-strönd­ina er líka nokkuð eft­ir­minni­leg en göngu­leiðin er ein fræg­asta göngu­leið eyj­unn­ar. Við fjöl­skyld­an fór­um öll í þessa göngu en við höfðum aðeins mis­reiknað okk­ur varðandi erfiðleika­stigið. Dæt­urn­ar voru gjör­sam­lega bún­ar á því eft­ir um 700 metra snarpa hækk­un og margra klukku­stunda göngu með drunga­lega kletta á aðra hönd og stóra fugla fljúg­andi yfir okk­ur. All­ir lifðu þó æv­in­týrið af þó sum­um hafi fund­ist þeir við dauðans dyr á tíma­bili.“ Þrátt fyr­ir allt þetta ít­rek­ar Snæfríður að eyj­an sé ynd­is­leg og í bók­inni bend­ir hún les­end­um á allskon­ar hluti sem gam­an er að upp­lifa á eyj­unni, bæði hvað varðar mat og drykk, áhuga­verða staði, skemmti­leg­ar göngu­leiðir og fjöl­skyldu­væna hluti. Bók­in er svipað upp­byggð og hand­bók henn­ar um Teneri­fe sem kom út í fyrra. „Veðurfarið er nátt­úr­lega það sem flest­ir sækja í en fyr­ir utan það þá er eyj­an ótrú­lega fjöl­breytt bæði hvað varðar nátt­úru­feg­urð og afþrey­ingu. Barna­fjöl­skyld­ur hafa úr nógu að velja þarna. Poema del Mar-safnið í Las Palmas er til að mynda flott­asta safn sem ég hef farið í. Því­lík veisla fyr­ir augað. Eins er tækni- og vís­inda­safnið mjög skemmti­legt, kú­rekag­arður­inn féll vel í kramið hjá krökk­un­um sem og klif­urg­arður­inn Granca­ventura.“

Líf­leg höfuðborg

Spurð um sinn upp­á­haldsstað á eyj­unni þá nefn­ir hún höfuðborg­ina Las Palmas de G.C. „Þessi borg hef­ur allt; frá­bær­ar baðstrend­ur, iðandi mann­líf, glæsi­leg­ar bygg­ing­ar, fjöl­breytt­ar versl­an­ir og góða veit­ingastaði. Ég fæ aldrei leiða á henni og nyrsti hlut­inn af Las Can­teras-strönd­inni finnst mér ynd­is­leg­ur. Pinchos-kvöld­in í Vegu­eta-hverf­inu eru líka stór­skemmti­leg en þá bjóða all­ir veit­ingastaðir hverf­is­ins upp á smá­rétti á eina og hálfa evru og drykki á sama verði. Ég er líka mjög skot­in í bæ sem heit­ir Aga­ete og er á norður­hluta eyj­unn­ar. Hann er al­veg við Aga­ete-dal­inn, sem er einn frjó­sam­asti dal­ur eyj­unn­ar en þar er t.d. einu kaffiakra Evr­ópu að finna. Öll hús­in í þess­um bæ eru hvít­máluð. Það er svo sem ekk­ert sér­stakt að ger­ast þarna en bær­inn hef­ur samt ein­hvern sjarma. Ég hef trú á því að ég eigi eft­ir að búa þarna þegar ég verð göm­ul, ég á bara eft­ir að ræða það við eig­in­mann­inn.“

– Hvert ferðu næst?

„Næst fer ég til Teneri­fe. Við fjöl­skyld­an bjugg­um þar all­an síðasta vet­ur og okk­ur lang­ar til að heim­sækja vini okk­ar á eyj­unni og dusta rykið af spænsk­unni. Ég kann mjög vel við Teneri­fe en ég er líka hrif­in af Gran Can­aria. Þess­ar eyj­ur eru mjög ólík­ar en á sama tíma eru ákveðin lík­indi með þeim. Ég myndi segja að báðar hafi þær sinn sjarma og ráðlegg fólki að heim­sækja þær báðar og bera sam­an. Ég er viss um að það tek­ur ást­fóstri við aðra hvora, ef ekki báðar.“

Snæfríður Ingadóttir og Matthías Kristjánsson ásamt dætrum sínum þremur þeim, …
Snæfríður Inga­dótt­ir og Matth­ías Kristjáns­son ásamt dætr­um sín­um þrem­ur þeim, Ragn­heiði, Mar­gréti og Bryn­dísi.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert