Konrad varð heillaður af fegurðinni á Austfjörðum

Konrad Kulis er mikill áhugamaður um landslagsljósmyndun og veit fátt …
Konrad Kulis er mikill áhugamaður um landslagsljósmyndun og veit fátt betra en að ferðast og taka myndir í náttúrunni. Ljósmynd/Konrad Kulis

Konrad Kul­is er mik­ill áhugamaður um lands­lags­ljós­mynd­un, en mynd eft­ir hann hafnaði í þriðja sæti í ljós­mynda­keppni ferðavefs mbl.is nú á dög­un­um. Konrad er bú­sett­ur á Ak­ur­eyri og veit fátt betra en að ferðast og taka mynd­ir í nátt­úr­unni. 

Hver er sag­an á bakvið vinn­ings­mynd­ina?

„Það er alltaf saga á bakvið ljós­mynd, en ég á erfitt með að koma orðum að henni í þetta skiptið. Haust­síðdegi, bak­poki, mynda­vél og gott kaffi! Það er allt sem þarf til að skemmta sér. 

Sag­an af þess­ari mynd er sú að stund­um þarf ég ein­veru og ég fer oft á þenn­an stað til að hugsa. Í þetta skiptið sá ég fal­legt sól­ar­lag þar og ég var mjög ánægður að geta myndað það og sýnt öðrum.“

Myndin eftir Konrad sem var í 3. sæti.
Mynd­in eft­ir Konrad sem var í 3. sæti. Ljós­mynd/​Konrad Kul­is

Hef­ur þú alltaf haft áhuga á ljós­mynd­un?

„Það er erfitt að segja, en ég man eft­ir fyrstu hrifn­ingu minni af ljós­mynd­un. Það var þegar bróðir minn keypti sér fyrstu litlu sta­f­rænu mynda­vél­ina sína og ég tók mynd af tungl­inu. Ég var mjög ánægður með út­kom­una, en ein­hvern­veg­in hætti ég að taka mynd­ir um tíma

Ég sneri mér hins veg­ar aft­ur að ljós­mynd­un fyr­ir nokkr­um árum og hún hef­ur fylgt mér síðan.“

Konrad tekur fallegar myndir af náttúrunni.
Konrad tek­ur fal­leg­ar mynd­ir af nátt­úr­unni. Ljós­mynd/​Konrad Kul­is

Hvernig ljós­mynd­ir finnst þér skemmti­leg­ast að taka?

„Lands­lag er klár­lega upp­á­halds­sviðið mitt í ljós­mynd­un, en und­an­farið hef ég verið að læra að taka mynd­ir á öðrum sviðum og reyna að finna eitt­hvað nýtt í sjálf­um mér.“

Hef­ur þú alltaf haft áhuga á ferðalög­um og úti­vist?

„Já, ég hef aldrei getað setið auðum hönd­um heima við og hef alltaf verið ein­hversstaðar úti frá morgni til kvölds. Ég elska göngu­ferðir og bíltúra.“

Landslagsljósmyndun heillar Konrad mest.
Lands­lags­ljós­mynd­un heill­ar Konrad mest. Ljós­mynd/​Konrad Kul­is

Áttu þér upp­á­haldsstað á Íslandi?

„Já, það er ör­ugg­lega Hrauns­vatn. Þar er fal­legt út­sýni, fjöll­in og maður er nán­ast al­veg einn þarna í hvert skipti.“

Hver er fal­leg­asti staður­inn á Íslandi að þínu mati?

„Mjóifjörður eða Borg­ar­fjörður eystri. Ég heim­sótti þetta svæði fyr­ir tveim­ur árum og man enn eft­ir fal­lega út­sýn­inu, þá sér­stak­lega út­sýn­inu yfir Dyr­fjöll.“

Mjóifjörður og Borgarfjörður eystri eru með fegurstu stöðum sem Konrad …
Mjóifjörður og Borg­ar­fjörður eystri eru með feg­urstu stöðum sem Konrad hef­ur heim­sótt á Íslandi. Ljós­mynd/​Konrad Kul­is

Er ein­hver staður sem þú hef­ur ekki heim­sótt á Íslandi sem þig lang­ar að heim­sækja?

„Vest­f­irðir eru einn af þeim stöðum sem ég hef aldrei komið til og því er lík­lega kom­inn tími til að fara þangað.“

Konrad langar að heimsækja Vestfirði enda nóg af fallegum stöðum …
Konrad lang­ar að heim­sækja Vest­f­irði enda nóg af fal­leg­um stöðum þar til að mynda. Ljós­mynd/​Konrad Kul­is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert