„Það er svo margt sem ég elska við Köben“

Katrín Björk Gunnarsdóttir flutti til Kaupmannahafnar fyrir fjórum árum og …
Katrín Björk Gunnarsdóttir flutti til Kaupmannahafnar fyrir fjórum árum og kolféll fyrir borginni.

Katrín Björk Gunn­ars­dótt­ir flutti til Kaup­manna­hafn­ar haustið 2019 til að stunda meist­ara­nám í Copen­hagen Bus­iness School (CBS). Hún kol­féll fyr­ir borg­inni og hef­ur búið þar síðan, en í dag býr hún í drauma­í­búðinni sinni ásamt kær­asta sín­um, Malachi Mor­se, í Nør­re­bro.

„Ég fór í meist­ara­nám í Brand and Com­unicati­ons Mana­gement í CBS, en eft­ir út­skrift sum­arið 2021 ákvað ég að dvelja áfram í Kaup­manna­höfn þar sem ég kunni mjög vel við mig í borg­inni og var al­gjör­lega heilluð af lífs­stíln­um hér,“ seg­ir Katrín. 

Malachi og Katrín hafa komið sér vel fyrir í Kaupmannahöfn.
Malachi og Katrín hafa komið sér vel fyr­ir í Kaup­manna­höfn.

Hvað heillaði þig við Kaup­manna­höfn eft­ir að þú flutt­ir þangað?

„Það er svo margt sem ég elska við Kö­ben en það sem stend­ur upp úr er kannski bara hversu líf­leg borg­in er – það eru veit­ingastaðir og kaffi­hús út um allt og alltaf eitt­hvað að ger­ast sama hvaða dag­ur er. Ég elska líka hvað það er auðvelt að kom­ast á milli staða hérna en ég hjóla nán­ast allt og svo eru sam­göng­urn­ar upp á tíu. Síðast en ekki síst verð ég að nefna arki­tekt­úr­inn en það er svo mikið af fal­leg­um bygg­ing­um sem gefa borg­inni mjög mik­inn sjarma.“

Katrín segir samgöngurnar í Kaupmannahöfn vera frábærar, en þar að …
Katrín seg­ir sam­göng­urn­ar í Kaup­manna­höfn vera frá­bær­ar, en þar að auki hjóli hún nán­ast allt.

Hvaða hverfi eru í upp­á­haldi hjá þér?

„Klár­lega Nør­re­bro enda bý ég þar núna í drauma­í­búðinni minni og kann svo vel við mig þar. Staðsetn­ing­in er full­kom­in þar sem ég er ein­hvern veg­inn ná­lægt öllu og það tek­ur mig aðeins tíu mín­út­ur að hjóla niður í bæ. Ann­ars eru Vester­bro og Frederiks­berg líka í miklu upp­á­haldi og ég gæti vel hugsað mér að búa þar.“

Katrín býr í draumaíbúðinni sinni í Nørrebro.
Katrín býr í drauma­í­búðinni sinni í Nør­re­bro.

Áttu þér upp­á­haldskaffi­hús?

„Já, ör­ugg­lega allt of mörg. Það sem er í upp­á­haldi núna er hverf­is­baka­ríið And­er­sen & Mill­ard, en þar fæst besta súr­deigs­brauð sem ég veit um og bakk­elsið er eitt­hvað annað gott.“

En upp­á­haldsveit­ingastað?

„Veit­ingastaðirn­ir sem eru í miklu upp­á­haldi hjá mér þessa stund­ina eru Llama og Yaffa. Llama er suður am­er­ísk­ur veit­ingastaður – mat­ur­inn þar er svo góður og svo er staður­inn líka bara svo flott­ur. Yaffa er mið aust­ur­lensk­ur veit­ingastaður með ótrú­lega góðan mat og er sjúk­lega kósí!“

Að sögn Katrínar er nóg af flottum kaffihúsum, veitingastöðum og …
Að sögn Katrín­ar er nóg af flott­um kaffi­hús­um, veit­inga­stöðum og bör­um í borg­inni.

Hvernig er skemmtana­lífið í Kaup­manna­höfn?

„Það er klár­lega alltaf nóg um að vera hér, mikið af góðum bör­um og klúbb­um. Ég er nú svo sem ekki mesti djamm­ar­inn, þannig sæki ekki mikið á klúbb­ana sjálf en ég elska að setj­ast niður á góðan bar og fá mér búbbl­ur eða gin og tonic. Það er enda­laust af bör­um að finna í Kö­ben og í miklu upp­á­haldi núna eru bar­ir sem bjóða upp á nátt­úru­legt vín, en það er bara eitt­hvað svo næs! Ég mæli til dæm­is með Bar Vi­vant, Ver­anda, Yellow og Ved Strand­en 10 svo eitt­hvað sé nefnt.“

Hvað er ómiss­andi að sjá í Kaup­manna­höfn?

„Þegar ég fæ gesti þá finnst mér mjög gam­an að hjóla um borg­ina en þá sér maður borg­ina í öðru ljósi. Einnig elska ég að labba um í Frederiks­berg have garðinum, það er allt svo fal­legt þar og svo er lítið kaffi­hús inni í garðinum þar sem hægt er að kaupa sér kaffi­bolla eða vínglas. Ef sól­in skín er full­komið að fara þangað í laut­ar­ferð.

Svo er Jæ­gers­borgga­de í Nør­re­bro upp­á­halds­gat­an mín í Kaup­manna­höfn en hún er svo sæt og það er svo gam­an að labba þar. Þar er t.d. frá­bær bröns staður The Sixteen Twel­ve og upp­á­halds „second hand“ búðin mín Tú a Tú ásamt góðum kaffi­hús­um og fleiri sæt­um búðum.“

Á sólríkum dögum veit Katrín fátt betra en að fara …
Á sól­rík­um dög­um veit Katrín fátt betra en að fara í laut­ar­ferð.

Hvernig er drauma­dag­ur­inn þinn í Kaup­manna­höfn?

„Það væri senni­lega sum­ar­dag­ur en það er bara eitt­hvað við Kö­ben á sumr­in. Ég myndi byrja dag­inn á hlaupi í garðinum, fara svo beint á upp­á­haldskaffi­húsið, sitja á úti­svæðinu og fá mér súr­deigs­bollu og ískaffi. Síðan myndi ég skella mér á bryggj­una með góða bók og drykk. Ég myndi hoppa í sjó­inn þess á milli sem ég myndi baða mig í sól­inni með bók­ina mína.

Dag­ur­inn myndi svo enda á Ref­fen Street Food Mar­ket með góðum vin­um en það er svo gam­an að fara þar á sumr­in og sitja úti. Þar er hægt að velja á milli ótelj­andi veit­ingastaða. Svo myndi ég hjóla heim í sól­setr­inu, það væri hinn full­komni dag­ur.“

Það er líf og fjör í Kaupmannahöfn!
Það er líf og fjör í Kaup­manna­höfn!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert