Skyndiákvörðun sem breyttist í eftirminnilegasta ferðalagið

Jóhanna Friðrika Weisshappel hefur verið dugleg að ferðast um heiminn, …
Jóhanna Friðrika Weisshappel hefur verið dugleg að ferðast um heiminn, en hún segir ferðaáhugann aukast með hverju árinu sem líður. Samsett mynd

Hin 22 ára gamla Jó­hanna Friðrika Weiss­happ­el er bú­sett í Kaup­manna­höfn þar sem hún stund­ar nám í sjúkraþjálf­ara­fræðum. Hún hef­ur gam­an af því að ferðast og kanna nýj­ar slóðir, en henni þykir ekki síður gam­an að plana ferðalög­in og finna góð ferðatil­boð þar sem hún fær sem mest fyr­ir pen­ing­inn.  

Árið 2020 fór Jó­hanna í lýðhá­skóla í Dan­mörku og féll al­gjör­lega fyr­ir land­inu og menn­ing­unni. „Ég vissi um leið að ég væri ekk­ert á leiðinni aft­ur til Íslands á næst­unni. Ég elska að búa í Dan­mörku. Það besta við það er klár­lega veðrið og sól­in, en sum­arið hérna úti er al­gjört æði og svo er virki­lega gott að vera í há­skóla hérna þar sem námið er frá­bært og nem­end­ur fá mörg fríðindi sem ekki fást heima,“ seg­ir Jó­hanna. 

Jóhanna féll fyrir Danmörku þegar hún fór í lýðháskóla þar …
Jó­hanna féll fyr­ir Dan­mörku þegar hún fór í lýðhá­skóla þar árið 2020.

Þótt hún kunni afar vel við sig í Kaup­manna­höfn viður­kenn­ir Jó­hanna að það séu viss­ir hlut­ir sem hún sakni við Ísland. „Það versta við að búa í Dan­mörku er að hitta fjöl­skyld­una og vin­ina á Íslandi sjaldn­ar. En ég hef þó verið dug­leg að koma í heim­sókn­ir til Íslands þar sem ég reyni að hitta sem flesta,“ seg­ir hún. 

„Þar á eft­ir verð ég að segja að ís­lenska vatnið sé það sem ég sakna mest og að geta farið í heita pott­inn eft­ir lang­an og erfiðan dag,“ bæt­ir hún við. 

Það sem Jóhanna saknar mest við Ísland er fjölskyldan og …
Það sem Jó­hanna sakn­ar mest við Ísland er fjöl­skyld­an og vin­irn­ir, ís­lenska vatnið og heiti pott­ur­inn.

Fann gleðina í að plana eig­in ferðalög

Aðspurð seg­ist Jó­hanna alla tíð hafa haft áhuga á ferðalög­um en áhug­inn hafi þó auk­ist með ár­un­um. „Eft­ir að ég varð eldri og sjálf­stæð þá fann ég gleðina í að plana mín eig­in ferðalög með kær­ast­an­um mín­um,“ seg­ir hún. 

Hvert hef­ur þú mest verið að ferðast?

„Sem krakki var ég mjög hepp­in og ferðaðist mikið til Evr­ópu með fjöl­skyld­unni minni. Við vor­um dug­leg að fara til nýtta landa á hverju ári og ég reyni að gera það enn þann dag í dag. Mér finnst líka alltaf gam­an að skreppa í helg­ar­ferð til Lund­úna á tón­leika eða fót­bolta­leik.“

Jóhanna og kærastinn hennar Andreas Carlsson.
Jó­hanna og kærast­inn henn­ar Andreas Carls­son.

Hvernig ferðalög­um ert þú hrifn­ust af?

„Upp­á­halds­ferðalög­in mín eru klár­lega blanda af af­slöpp­un og plön­um og helst í mik­illi sól. Ég hef verið dug­leg að plana ferðalög­in mín áður en ég legg af stað, til dæm­is með því að skrifa niður nöfn­in á þeim stöðum sem mig lang­ar til að heim­sækja og staðsetja veit­ingastaði sem mig lang­ar til að borða á. Þetta ger­ir ferðalagið svo mikið auðveld­ara. 

Svo er ég líka al­gjör nörd í að fylgj­ast með góðum til­boðum og reyni að fá eins mikið fyr­ir pen­ing­inn og hægt er.“

Uppáhaldsferðalög Jóhönnu eru sólrík.
Upp­á­halds­ferðalög Jó­hönnu eru sól­rík.

Hvert er eft­ir­minni­leg­asta ferðalag sem þú hef­ur farið í?

„Við kærast­inn minn heim­sótt­um litla eyju í Grikklandi sem heit­ir Za­kynt­hos í fyrra­sum­ar. Þetta var mik­il skyndi­ákvörðun og vænt­ing­arn­ar voru ekki mikl­ar en svo kom hún okk­ur svo mikið á óvart og var svo fal­leg að ég held ég verði að segja að sú ferð sé eft­ir­minni­leg­ust.“

Jóhanna og Andreas heimsóttu grísku eyjuna Zakynthos í fyrrasumar sem …
Jó­hanna og Andreas heim­sóttu grísku eyj­una Za­kynt­hos í fyrra­sum­ar sem kom þeim skemmti­lega á óvart.

Hef­ur þú lent í ein­hverju hættu­legu á ferðalagi er­lend­is?

„Orðum það bara þannig að kannski er ekki besta hug­mynd­in að leigja ódýr­asta bíl­inn í sjopp­unni við hliðina á hót­el­inu fyr­ir „road trip“ á grískri eyju ... Ann­ars hef ég verið mjög hepp­in og aldrei lent í neinu sem ekki endaði vel.“

Ferðalagið var sannarlega eftirminnilegt.
Ferðalagið var sann­ar­lega eft­ir­minni­legt.

Besti mat­ur­inn sem þú hef­ur fengið á ferðalagi?

„Gott pasta klikk­ar seint, en mat­ur­inn á Portúgal var rosa­lega góður og mikið af flott­um veit­inga­stöðum.“

Að sögn Jóhönnu eru maturinn í Portúgal virkilega góður og …
Að sögn Jó­hönnu eru mat­ur­inn í Portúgal virki­lega góður og mikið af flott­um veit­inga­stöðum þar.

Áttu þér upp­á­haldsstað á Íslandi?

„Ég hef alltaf elskað að ferðast um Ísland en Vest­f­irðirn­ir eru fal­leg­asti staður á land­inu að mínu mati.“

Vestfirðir eru í sérstöku uppáhaldi hjá Jóhönnu.
Vest­f­irðir eru í sér­stöku upp­á­haldi hjá Jó­hönnu.

Hvert dreym­ir þig um að fara?

„Draum­ur­inn er að taka langa reisu til Nýja Sjá­lands og Ástr­al­íu, en það ger­ist lík­lega ekki fyrr en eft­ir nokk­ur ár.“

Eru ein­hver ferðalög framund­an hjá þér?

„Ég er að fara að heim­sækja Prag í apríl en ann­ars er ekk­ert planað eins og er, en sum­arið fer í að ferðast eitt­hvað meira.“

Draumurinn er að fara í reisu til Nýja Sjálands og …
Draum­ur­inn er að fara í reisu til Nýja Sjá­lands og Ástr­al­íu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert