Melkorka elti draumanámið til Barcelona

Melkorka Ýrr Yrsudóttir er 26 ára innanhússarkitektnemi og búsett í …
Melkorka Ýrr Yrsudóttir er 26 ára innanhússarkitektnemi og búsett í Barcelona á Spáni.

Mel­korka Ýrr Yrsu­dótt­ir er 26 ára inn­an­húss­arki­tekta­nemi sem er bú­sett í Barcelona á Spáni ásamt kær­asta sín­um Davíð Rún­ari Bjarna­syni. Haustið 2021 ákvað Mel­korka að elta langþráðan draum alla leið til Spán­ar þar sem hún hóf nám í inn­an­húss­arki­tekt hjá Instutio Europeo di Design (IED).

Í dag hafa Mel­korka og Davíð komið sér vel fyr­ir í borg­inni og kunna afar vel við sig þar, en borg­in er þekkt fyr­ir mik­inn sjarma og hið full­komna jafn­vægi á milli stór­borg­ar- og strand­ar­stemn­ing­ar. 

„Ég elti drauma­námið sem er, sem bet­ur fer, ekki kennt heima á Íslandi svo mér tókst að slá tvær flug­ur í einu höggi – að prófa að búa er­lend­is og sækja há­skóla­gráðu,“ út­skýr­ir Mel­korka. 

„Barcelona varð ein­fald­lega fyr­ir val­inu vegna veðurs­ins. Svo leið mér rosa­lega vel hérna sem ferðamaður þegar ég heim­sótti syst­ur mína Jöru Sól þegar hún bjó hér sjálf fyr­ir nokkr­um árum,“ bæt­ir hún við. 

Davíð og Melkorka á Camp Nou, heimavelli spænska knattspyrnuliðsins Barcelona.
Davíð og Mel­korka á Camp Nou, heima­velli spænska knatt­spyrnuliðsins Barcelona.

Stór­borg­ar­líf í bland við strand­ar­menn­ingu

Aðspurð seg­ist Mel­korka kunna afar vel við sig í Barcelona, en hún seg­ir stærð borg­ar­inn­ar vera mik­inn kost þar sem flest allt er í göngu­fjar­lægð. „Ég fíla Barcelona og fjöl­breytn­ina sem hún hef­ur upp á að bjóða mjög vel. Hér er stór­borg­ar­líf í bland við strand­ar­menn­ingu, all­ir virka rosa­lega af­slappaðir hérna,“ seg­ir hún.

Mel­korka býr í Eixample-hverf­inu sem hún seg­ir vera afar fjöl­skyldu­vænt og í mik­illi upp­bygg­ingu, en hverfið er í um 40 mín­útna göngu­fjar­lægð frá skól­an­um. „Það hafa marg­ar nýj­ar og fjöl­breytt­ar þjón­ust­ur opnað í kring­um okk­ur frá því við flutt­um haustið 2021. Þar á meðal er gam­alt fang­elsi sem er staðsett beint á móti blokk­inni okk­ar, en því var breytt í ein­hvers­kon­ar menn­ing­ar­stöð og leik­skóla – breyt­ing sem mér finnst svo skemmti­leg og ein­stök. Svo hef­ur fjöld­inn all­ur af veit­inga­stöðum og kaffi­hús­um opnað hérna í kring líka og akst­urs­göt­um verið breytt í göngu­göt­ur sem er já­kvætt,“ seg­ir Mel­korka. 

„Ég reyni að ganga heim úr skól­an­um þegar veðrið er gott, en ann­ars stóla ég mikið á metró-kerfið hérna og það er eitt af því sem ég sakna mjög þegar ég kem heim til Íslands yfir sum­ar­fríið,“ bæt­ir hún við. 

Melkorka er búsett í hverfi sem er í um 40 …
Mel­korka er bú­sett í hverfi sem er í um 40 mín­útna göngu­fjar­lægð frá skól­an­um.

Spurð hvað hafi komið henni á óvart þegar hún flutti út nefn­ir Mel­korka nokkra hluti. „Fyrsta árið mitt hérna fannst mér afar krefj­andi að sækja allskon­ar þjón­ustu eins go að opna banka­reikn­ing og fá in­ter­net og fleira – sér­stak­lega þar sem spænsku kunn­átt­an var tak­mörkuð við liti og tölustafi og fáir starfs­menn sem höfðu þol­in­mæði fyr­ir ensk­unni,“ seg­ir hún. 

„Það kom mér líka á óvart hvað þjón­ustu inn­biðir eru gam­aldags hérna – það er fátt sem hægt er að gera hér í gegn­um netið eins og við erum góðu vön á Íslandi og þarf þar af leiðandi allt svo­leiðis að eiga sér stað í per­sónu,“ seg­ir hún. 

Það var ýmislegt sem kom Melkorku á óvart þegar hún …
Það var ým­is­legt sem kom Mel­korku á óvart þegar hún flutti út.

Hvernig er námið?

„Námið er rosa­lega krefj­andi en er góð blanda milli skap­andi verk­efna og svo tækni­legr­ar hæfni.“

Hvernig er hefðbund­inn dag­ur í þínu lífi?

„Virk­ir dag­ar eru oft frek­ar einslitaðir hjá mér enda fíla ég mig mest í rútínu. Ég er í skól­an­um frá klukk­an átta til ell­efu þessa stund­ina, en eft­ir það kem ég heim, fæ mér há­deg­is­mat og reyni að læra þar til ég fer í rækt­ina. Þegar ég er búin í rækt­inni læri ég svo þar til ég byrja að elda og svo tek ég ein­hvern góðan þátt fyr­ir svefn.“

Hvað ger­ir þú þér til skemmt­un­ar í borg­inni?

„Ég og Davíð kærast­inn minn erum dug­leg að nýta helgarn­ar í eitt­hvað skemmti­legt sam­an, hvort sem það er bara lang­ur göngu­túr um borg­ina með stopp­um á kaffi­hús­um eða bör­um og þannig finna nýja veit­ingastaði og afþrey­ingu. 

Við erum einnig dug­leg að fara á tón­leika, en þegar nær dreg­ur sumri höf­um við farið á padel og auðvitað á strönd­ina hvort sem það er Barceloneta eða í Sit­ges. Svo er alltaf klass­ískt að hitta vini yfir kvöld­mat og eiga góða stund sam­an yfir góðu víni og mat.“

Melkorka og Davíð eru dugleg að gera eitthvað skemmtilegt um …
Mel­korka og Davíð eru dug­leg að gera eitt­hvað skemmti­legt um helg­ar, til dæm­is að fara á tón­leika.

Hvað er ómiss­andi að gera og sjá í Barcelona?

„Sem hönn­un­ar­nemi verð ég að mæla með að þræða Gaudi bygg­ing­arn­ar í borg­inni og þá sér­stak­lega að kíkja inn í Sa­grada Familia kirkj­una. Einnig að heim­sækja Barcelona Pavili­on eft­ir Meis van der Rohe.

Ann­ars er það þetta klass­íska – borða góðan mat, taka lest­ina yfir til Sit­ges og njóta katalónsk­ar menn­ing­ar í gamla hluta Barcelona.“

Melkorka mælir með að allir skoði hina frægu Sagrada Familia …
Mel­korka mæl­ir með að all­ir skoði hina frægu Sa­grada Familia kirkju í Barcelona.

Hvernig er drauma­dag­ur í borg­inni?

„Byrja dag­inn á góðu heima­gerðu brauði með avóka­dó og fara svo á padel. Taka svo góðan og nær­andi brunch fyr­ir strönd­ina og enda dag­inn á ham­borg­ara á MakaMaka. Og ef það er fyrsta helgi mánaðar þá er alltaf jafn gam­an að fara á Pablo Alto Mar­ket Fest sem er markaður full­ur af mat­ar­vögn­um, litl­um „bout­iqu­es“ og lif­andi tónlist.“

Áttu þér upp­á­haldsveit­ingastað og -kaffi­hús?

„Það er ógrynni af góðum veit­inga­stöðum og kaffi­hús­um í Barcelona og erfitt að lista nokkra staði niður. En við Davíð eig­um okk­ar upp­á­halds stað, Jug­oria, sem vill svo til að er staðsett­ur við hliðina á íbúðinni okk­ar. Við höf­um náð að kynn­ast öðrum eig­anda staðar­ins vel, hon­um Sergio, en besta „ceviche“ sem ég hef smakkað er ein­mitt þar!

Ann­ars sækj­um við mikið í Puntual og Santagust­ina fyr­ir tap­as og svo eru bestu pítsurn­ar á Park­ing Pizza.“

Melkorka segir fjölda spennandi veitingastaða og kaffihúsa leynast í borginni.
Mel­korka seg­ir fjölda spenn­andi veit­ingastaða og kaffi­húsa leyn­ast í borg­inni.

Hvar er best að versla?

„Ég reyni að forðast helstu túrista­göt­urn­ar sem mest vegna mann­fjöld­ans sem get­ur mynd­ast þar. Ég versla því mest á Diagonal og Garcia sem er rétt hjá skól­an­um, en þar er hægt að finna „vinta­ge“ búðir með góðu verði. Ann­ars er Hum­ana mín upp­á­halds­búð og svip­ar mikið til Hertex eða Rauða kross­ins heima.“

Hvað er framund­an hjá þér?

„Næst á döf­inni er að klára þriðja og næst síðasta árið mitt í nám­inu og svo mun ég vinna í úti­búi Sér­efna á Ak­ur­eyri í sum­ar. Ef allt geng­ur upp mun ég svo byrja í starfs­námi hjá ein­hverju af þeim hönn­un­ar­stúd­íó­um sem eru hérna úti næsta haust.“

Það er margt spennandi framundan!
Það er margt spenn­andi framund­an!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert