Erfitt að toppa vinkonuferðina til Marbella

Rósa Pálsdóttir er mikill ferðaunnandi.
Rósa Pálsdóttir er mikill ferðaunnandi. Samsett mynd

Rósa Páls­dótt­ir er 24 ára göm­ul úr Grafar­vog­in­um og stund­ar nám í bygg­ing­ar­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík. Hún hef­ur alla tíð haft gam­an að því að ferðast um heim­inn og skoða nýja staði, en hún kann þó best við sig á suðræn­um slóðum og veit fátt betra en að liggja á fal­legri strönd með góða bók.

Rósa seg­ir áhuga sinn á ferðalög­um hafa kviknað snemma. „Ég hef verið svo lán­söm að fá að ferðast mikið á mín­um yngri árum, bæði hér inn­an­lands en einnig er­lend­is. Mér hef­ur alltaf fund­ist mjög gam­an að ferðast og sér­stak­lega með vin­kon­um mín­um,“ seg­ir hún. 

Rósa var dugleg að ferðast á sínum yngri árum með …
Rósa var dug­leg að ferðast á sín­um yngri árum með fjöl­skyldu sinni.

Hvernig ferðalög­um ert þú hrifn­ust af?

„Ég held að ég sé hrifn­ust af sól­ar­lönd­um, en þó finnst mér mjög gam­an að skoða borg­ir og ólíka menn­ing­ar­heima. Það er svo gam­an að sjá hvernig annað fólk lif­ir líf­inu. Þó finnst mér ekk­ert jafn­ast á við það að liggja á litl­um fal­leg­um strönd­um með góða bók.“

Sólarlandaferðir eru í sérstöku uppáhaldi hjá Rósu.
Sól­ar­landa­ferðir eru í sér­stöku upp­á­haldi hjá Rósu.

Til hvaða landa hef­ur þú ferðast?

„Ég var svo lán­söm að fjöl­skyld­an mín átti hús í Flórída og var það nær eini áfangastaður­inn sem ég ferðaðist til síðan ég var sjö ára. Ég held að við höf­um farið þangað 20 sinn­um ef ekki oft­ar og það er alltaf jafn gam­an að koma þangað, smá eins og „my second home“.

Á mín­um eldri árum þegar ég fór að ferðast meira sjálf hef­ur Evr­ópa oft­ast verið fyr­ir val­inu, en þar má til dæm­is nefna Króa­tíu, Ítal­íu, Hol­lands, Spán­ar og San mar­ino. Í sum­ar er ég með tvær ferðir planaðar. Ég ætla að fara að heim­sækja vin­konu mína í Portúgal og svo erum við vin­konu­hóp­ur­inn að fara sam­an til suður Frakk­lands, sem ég er mjög spennt fyr­ir.“

Rósa hefur eytt miklum tíma á Flórída í Bandaríkjunum og …
Rósa hef­ur eytt mikl­um tíma á Flórída í Banda­ríkj­un­um og seg­ir alltaf jafn gam­an að koma þangað.

Eft­ir­minni­leg­asta ferðalagið og af hverju?

„Ég hef farið í mörg góð ferðalög en það sem stend­ur mest upp úr er klár­lega þegar við vin­konu­hóp­ur­inn fór­um til Mar­bella síðasta sum­ar. Þótt við höf­um verið óheppn­ar með veður verður held ég erfitt að toppa þessa ferð.

Mæli sjúk­lega mikið með Mar­bella fyr­ir vin­konu­hópa sem eru að plana ferð út sam­an! Mar­bella hef­ur upp á allt að bjóða – góðir veit­ingastaðir, strand­ar­klúbb­ar, næt­ur­líf, gott veður (oft­ast), mjög hrein og fal­leg borg við höfn­ina, strend­ur, bara all­ur pakk­inn.“

Ferðalag vinkonuhópsins til Marbella stendur upp úr!
Ferðalag vin­konu­hóps­ins til Mar­bella stend­ur upp úr!

Hver er upp­á­halds­borg­in þín í Evr­ópu?

„Úff þegar stórt er spurt! Ég er með nokkr­ar í upp­á­haldi eins og Mar­bella, Capri, Sor­rento en Barcelona myndi ég segja að væri mín allra upp­á­halds­borg. Á síðustu önn eyddi ég heil­um mánuði í Barcelona með vin­konu minni sem fór þangað í skipti­nám og ég varð al­veg heilluð af borg­inni.

Það sem heill­ar mig við Barcelona er að þetta er gull­fal­leg stór­borg með fal­leg­um arki­tekt­úr en býður líka upp á þessa strand­ar­menn­ingu sem mér finnst svo skemmti­leg. Einnig er hægt að finna litl­ar strend­ur og smá­bæi aðeins í 40 mín­útna fjar­lægð.“

Barcelona er uppáhaldsborg Rósu í Evrópu, en hún féll alveg …
Barcelona er upp­á­halds­borg Rósu í Evr­ópu, en hún féll al­veg fyr­ir borg­inni þegar hún heim­sótti vin­konu sína þar á síðasta ári.

En utan Evr­ópu?

„Ég hef ekki verið nógu dug­leg að ferðast utan Evr­ópu og er mark­miðið að gera meira af því! Draum­ur­inn er að fara til Asíu eða Suður-Am­er­íku. Ég verð hins veg­ar að segja að mér fannst New York-borg al­veg æðis­leg borg sem hef­ur upp á margt að bjóða. Ég er mjög spennt að fara þangað aft­ur og þá yfir sum­ar­tím­ann.“

New York-borg klikkar seint!
New York-borg klikk­ar seint!

Hef­ur þú lent í ein­hverju hættu­legu á ferðalög­um þínum?

„Nei ekki sem ég man eft­ir. Eina sem mér dett­ur í hug er þegar við fjöl­skyld­an ætluðum að eyða pásk­un­um uppi í sveit árið 2022. Ég, mamma, pabbi og amma fór­um sam­an í bíl sem var væg­ast sagt troðfull­ur af far­angri og með tóma kerru í aft­ur­dragi. Þegar við erum kom­in und­ir Hafn­ar­fjall byrj­ar að hvessa mikið og áður en við vit­um af kem­ur hrika­lega stór vind­hviða og kerr­an fýk­ur yfir á hinn veg­ar­helm­ing­inn beint á bíl sem er að keyra í gagn­stæða átt. Bíll­inn fylg­ir kerr­unni og tek­ur góða veltu í einn hring.

Báðir bíl­arn­ir eyðilögðust en bless­un­ar­lega slasaðist eng­inn al­var­lega. Við lét­um þetta ekki stoppa okk­ur og redduðum öðrum bíl og héld­um áfram ferðalag­inu upp í sveit þar sem helm­ing­ur fjöl­skyld­unn­ar var nú þegar kom­inn til að eyða pásk­un­um sam­an. Amma vill meina að afi Kjart­an sé okk­ar verndar­eng­ill og því fór ekki verr.“

Rósa lenti í óhugnalegu atviki á ferðalagi upp í sveit …
Rósa lenti í óhugna­legu at­viki á ferðalagi upp í sveit árið 2022.

Hver er upp­á­haldsstaður­inn þinn á Íslandi?

„Upp­á­haldsstaður­inn minn á Íslandi er sveit­in sem við fjöl­skyld­an eig­um á Norður­landi. Það er ekk­ert betra en að eyða tíma þar með mín­um nán­ustu, hvort sem það er í ein­hvers­kon­ar úti­veru eða bara í ró­leg­heit­um úti á palli í sól og blíðu.“

Sveit fjölskyldunnar á Norðurlandi er uppáhaldsstaður Rósu á Íslandi.
Sveit fjöl­skyld­unn­ar á Norður­landi er upp­á­haldsstaður Rósu á Íslandi.

Upp­á­halds­sund­laug og/​eða nátt­úru­laug á Íslandi?

„Upp­á­halds nátt­úru­laug­inn mín á ís­landi er 100% Leynigjá á Mý­vatni. Það er al­gjört æv­in­týri að reyna að finna hana og kom­ast niður að henni, en þegar maður hef­ur náð því er hún svo ótrú­lega fal­leg og næs. Svo er upp­á­halds­sund­laug­in mín auðvitað Grafar­vogs­laug þar sem ég bý og er upp­al­inn.“

Rósa mælir með Leynigjá á Mývatni!
Rósa mæl­ir með Leynigjá á Mý­vatni!

Hvert dreym­ir þig um að ferðast?

„Vá, mig dreym­ir um að fara á alltof marga staði. Það sem er efst á list­an­um er Bras­il­ía, Ástr­al­ía og Jap­an en Franska Pó­lý­nesía heill­ar mig einnig. Í Evr­ópu væri ég til í að heim­sækja Alban­íu.“

Rósu dreymir um að heimsækja marga spennandi áfangastaði.
Rósu dreym­ir um að heim­sækja marga spenn­andi áfangastaði.

Hvað er framund­an hjá þér?

„Ég ætla að reyna að ferðast mikið í sum­ar en ég á þrjár ut­an­lands­ferðir bókaðar. Við stelp­urn­ar ætl­um einnig að reyna að fara í góða göngu hér á Íslandi en okk­ur lang­ar mikið til að ganga Græna­hrygg. Eft­ir sum­arið tek­ur svo BS rit­gerð og loka­verk­efni við og hlakka ég mikið til að út­skrif­ast næstu jól.“

Sumarið verður fullt af ævintýrum hjá Rósu sem hefur þegar …
Sum­arið verður fullt af æv­in­týr­um hjá Rósu sem hef­ur þegar bókað þrjár utana­lands­ferðir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert