Pakkaði í sex ferðatöskur og flutti til San Diego

Bryndís Líf Eiríksdóttir er búsett í hinni sólríku San Diego-borg …
Bryndís Líf Eiríksdóttir er búsett í hinni sólríku San Diego-borg í Kaliforníu. Samsett mynd

Fyr­ir­sæt­an Bryn­dís Líf Ei­ríks­dótt­ir er bú­sett í hinni sól­ríku San Diego-borg í Kali­forn­íu ásamt kær­asta sín­um, en þau tóku ákvörðun um að flytja þangað eft­ir að hon­um bauðst vinna á vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna. 

Bryn­dís er með BS gráðu í sál­fræði frá Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri og starfar hjá fyr­ir­tæki sem hjálp­ar sprota­fyr­ir­tækj­um við fjár­mögn­un og á sam­fé­lags­miðlum. Hún varð strax heilluð af San Diego sem býður upp á milt og hlýtt veðurfar all­an árs­ins hring, töfr­andi strend­ur og líf­legt skemmtana­líf. 

Bryndís varð strax heilluð af borginni sem býður upp á …
Bryn­dís varð strax heilluð af borg­inni sem býður upp á margt spenn­andi.

Til hvaða landa hef­ur þú ferðast?

„Ég hef ör­ugg­lega ferðast oft­ast til Ítal­íu eða Spán­ar, en ég hef ferðast víða um Evr­ópu. Eins má nefna Grikk­land, Bret­land, Aust­ur­ríki, Sviss, Maj­orka, Dan­mörk og Svart­fjalla­land. Ég hef einnig farið til Banda­ríkj­anna nokkr­um sinn­um – til Bost­on, Kali­forn­íu og tvisvar til Flórída.“

Bryndís hefur ferðast víða um Evrópu og hefur komið oftast …
Bryn­dís hef­ur ferðast víða um Evr­ópu og hef­ur komið oft­ast til Ítal­íu og Spán­ar.

Hvert er eft­ir­minni­leg­asta ferðalagið þitt?

„Við fór­um í fjög­urra vikna „mini-roa­dtrip“ í Evr­ópu í lok sum­ars 2022. Við byrjuðum í Verona á Ítal­íu og fór­um þaðan alla leið í gegn­um Króa­tíu og niður til Svart­fjalla­lands, og frá Bar í Svart­fjalla­landi yfir til Bari á suðvest­ur­strönd­inni á Ítal­íu og enduðum í Róm. Þetta var ótrú­lega fjöl­breytt og skemmti­legt ferðalag. Króatía er hátt á list­an­um yfir upp­á­halds­lönd­in mín eft­ir þetta ferðalag. Einnig kom Svart­fjalla­land á óvart!“

Fjögurra vikna „mini-roadtrip“ um Evrópu stendur upp úr.
Fjög­urra vikna „mini-roa­dtrip“ um Evr­ópu stend­ur upp úr.

Hvernig ferðalög­um ert þú hrifn­ust af?

„Ég er mjög hrif­in af sól­ar­landa­ferðum – að fara á strönd­ina, snorkla og fara í báts­ferðir.“

Hver er upp­á­halds­borg­in þín í Evr­ópu?

„Ég féll fyr­ir Dubrovnik í Króa­tíu. Þar er hægt að skoða gamla bæ­inn, fara á strönd­ina og í skemmti­leg­ar báts­ferðir. Við fór­um í Cata­m­ar­an-báts­ferð í hellak­soðun og að snorkla. Mat­ur­inn þar er líka mjög góður og hægt að fara í skemmti­leg­ar víns­makk­an­ir. Það má því segja Dubrovnik hafi allt sem ég leit­ast að.“

Króatía heillaði Bryndísi upp úr skónum.
Króatía heillaði Bryn­dísi upp úr skón­um.

En fyr­ir utan Evr­ópu?

„Ég myndi segja San Diego í Kali­forn­íu.“

Hvenær og af hverju ákvaðst þú að flytja til San Diego?

„Kærast­inn minn fékk starf hér á vest­ur­strönd­inni í Banda­ríkj­un­um hjá Mar­el. Starfið hans krafðist þess að við mynd­um flytja á vest­ur­strönd­ina, allt frá Alaska og niður til suður-Kali­forn­íu.

Þannig við fór­um á Google og bók­staf­lega gúggluðum hvar væri best að búa vest­ur­strönd­inni og upp kom San Diego. Hann fékk starfið í óktó­ber 2022 og fór ferlið hratt af stað og feng­um við bæði banda­rískt visa til að flytja. Það ferli tók rúm­lega sex mánuði og við vor­um flutt út í lok apríl 2023. Við seld­um nán­ast allt sam­an og tók­um sex ferðatösk­ur með okk­ur.“

Bryndís og kærasti hennar seldu nánast allt, pökkuðu niður í …
Bryn­dís og kær­asti henn­ar seldu nán­ast allt, pökkuðu niður í sex ferðatösk­ur og fluttu til Kali­forn­íu.

Hvað heillaði þig við San Diego þegar þú flutt­ir þangað?

„Það er jafnt lofts­lag allt árið um kring eins og á Teneri­fe. Það er ekki of heitt og ekki of kalt, sem er full­komið. Það er enda­laust af strönd­um hérna. Þetta er eins og að vera í sum­ar­fríi alla daga. Það er einnig svo mikið í kring – Mexí­kó er í aðeins 40 mín­útna akst­urs­fjar­lægð. Svo er hægt að keyra í tvær eða sex klukku­stund­ir og fara á skíði á vet­urn­ar.“

Hægt er að keyra á spennandi skíðasvæði í nágrenni San …
Hægt er að keyra á spenn­andi skíðasvæði í ná­grenni San Diego.

„Mig hef­ur alltaf langað til að flytja er­lend­is þar sem ég gæti farið á strönd­ina allt árið um kring og ég gæti ekki verið sátt­ari hér í San Diego. Einnig er fólkið hérna svo al­menni­legt og eng­in að stressa sig á neinu, myndi segja þetta væri frek­ar ró­leg stór­borg.“

Bryndís er afar sátt í San Diego enda getur hún …
Bryn­dís er afar sátt í San Diego enda get­ur hún skellt sér á strönd­ina hvenær sem hún vill.

Hvað er ómiss­andi að sjá í borg­inni?

„Ég er svo ein­föld, en það að fara á strönd­ina og horfa á sól­setr­in er í miklu upp­á­haldi hjá mér. La Jolla Cove er vin­sælt meðal ferðamanna, þú get­ur farið að snorkla, skoða hella og farið í kayak-ferðir. Einnig er hægt að fylgj­ast með sæljón­um á strönd­inni í sólbaði.“

Sólsetrin á ströndum San Diego eru í miklu uppáhaldi hjá …
Sól­setr­in á strönd­um San Diego eru í miklu upp­á­haldi hjá Bryn­dísi.

Áttu þér upp­á­haldsveit­ingastað?

„The West­ga­te Hotel er með frá­bær­an mat.“

Hvaða hverfi eru í upp­á­haldi hjá þér?

„La Jolla er í miklu upp­á­haldi, fal­legt hverfi og svo er upp­á­halds­strönd­in mín þar. Hús­in í La Jolla eru líka ótrú­lega fal­leg.“

Bryndís mælir með La Jolla hverfinu í San Diego.
Bryn­dís mæl­ir með La Jolla hverf­inu í San Diego.

Hvernig er skemmtana­lífið í San Diego?

„Það er svo fjöl­breytt og svo margt í boði. Það er hægt að fara á klúbba og dansa í miðbæn­um, fara á sund­laugarpartí á sumr­in um all­ar helg­ar, og á allskon­ar brugg­hús. Vin­sæl­asti staður­inn til að fara á í mín­um vina­hóp eru hverfi sem heita North Park og Pacififc Beach.

Pacififc Beach er hverfi sem er ná­lægt strönd­inn og eru fullt af stöðum þar og mikið af ungu fólki. Þetta er það sem er svo skemmti­legt við San Diego, manni leiðist aldrei!“

Skemmtanalífið í San Diego er fjörugt og fjölbreytt.
Skemmtana­lífið í San Diego er fjör­ugt og fjöl­breytt.

Hvernig er drauma­dag­ur­inn þinn í borg­inni?

„Kíkja á strönd­ina, lesa bók, njóta sól­ar­inn­ar og kæla sig í sjón­um. Fara svo heim gera sig til og kíkja út í kvöld­mat og svo á skemmti­leg­an bar með góðum vin­um.“

Draumadagurinn er að sjálfsögðu á ströndinni.
Drauma­dag­ur­inn er að sjálf­sögðu á strönd­inni.

Hef­ur þú náð að ferðast eitt­hvað inn­an Kali­forn­íu síðan þú flutt­ir út?

„Já, ég hef farið upp til Los Ang­eles og kíkt til Santa Barbara. Einnig fór­um við í skíðaferð í fe­brú­ar með vin­um okk­ur upp til Mammoth Mountain sem er í rúm­lega sex klukku­stunda akst­urs­fjar­lægð frá San Diego.

Vin­kon­ur mín­ar komu í heim­sókn sum­arið 2023 og þá fór­um við til Temecula Wine Coun­try og fór­um líka til Palm Springs. Við höf­um líka keyrt til Las Vegas, sem er sex klukku­stunda keyrsla en það er nú í Nevada-fylki.“

Bryndís alsæl í Temecula.
Bryn­dís al­sæl í Temecula.

Hvaða ferðalög eru á dag­skrá hjá þér?

„Það er nú ekk­ert planað eins og er, við erum svo hvat­vís og vana­lega plön­um við ferðalög með stutt­um fyr­ir­vara. Hawaii er bara einni flug­ferð frá okk­ur, og svo er Jap­an of­ar­lega á list­an­um. Það er þó nóg að skoða hér í Kali­forn­íu og lang­ar okk­ur að keyra meðfram sjón­um alla leið til norður-Kali­forn­íu. Mont­erey, Solvang og San Frans­isco hér í Kali­forniu eru á laupal­ist­an­um (e. bucket list).“

Í sumar langar Bryndísi að ferðast meira um Kaliforníu.
Í sum­ar lang­ar Bryn­dísi að ferðast meira um Kali­forn­íu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert