Versta matarupplifunin var í fegurðarsamkeppni í Mexíkó

Guðrún Sigurbjörnsdóttir veit fátt skemmtilegra en að ferðast og skoða …
Guðrún Sigurbjörnsdóttir veit fátt skemmtilegra en að ferðast og skoða heiminn. Samsett mynd

Guðrún Sig­ur­björns­dótt­ir veit fátt skemmti­legra en að ferðast og skoða heim­inn, en hún starfar sem yf­ir­flug­freyja hjá flug­fé­lag­inu Play og rek­ur ásamt því eigið fyr­ir­tæki sem heit­ir Glow Label. 

Guðrún hef­ur verið dug­leg að ferðast um heim­inn, en hún held­ur úti In­sta­gram-síðu þar sem hún deil­ir töfr­andi ferðamynd­um. „Ég ferðaðist mikið sem krakki, bæði á Íslandi og er­lend­is. Ég fór einnig til Ástr­al­íu í ár sem skipt­inemi og elskaði að vera þar í hit­an­um með all­ar fal­legu strend­urn­ar, en það er enda­laust hægt að skoða þar,“ seg­ir Guðrún. 

„Ég starfaði einnig hjá Eti­had í Abú Dabí sem flug­freyja sem var auðvitað frá­bært tæki­færi til þess að skoða heim­inn,“ bæt­ir hún við. 

Guðrún starfar í dag sem yfirflugfreyja hjá flugfélaginu Play.
Guðrún starfar í dag sem yf­ir­flug­freyja hjá flug­fé­lag­inu Play.

„Hika ekki við að elta draum­ana mína“

Í dag er Guðrún gift og á dótt­ur sem er sjö ára og stjúp­dótt­ur sem er fimmtán ára. Auk ferðalaga eru helstu áhuga­mál Guðrún­ar úti­vist og hreyf­ing, en um þess­ar mund­ir er hún einnig að klára fram­halds­nám­skeið í leik­list og seg­ir draum­inn vera að gera meira í þeim bransa. 

„Ég reyni að grípa öll tæki­færi sem gef­ast í líf­inu og hika ekki við að elta draum­ana mína, enda er lífið alltof stutt til að gera það ekki,“ seg­ir Guðrún. 

Guðrún ásamt dóttur sinni á Ítalíu.
Guðrún ásamt dótt­ur sinni á Ítal­íu.

Hvernig ferðalög­um ert þú hrifn­ust af?

„Upp­á­halds­ferðalög­in mín eru klár­lega þar sem er hiti og strend­ur. Ég elska að vera úti í nátt­úr­unni og því eru borg­ar­ferðir ekki of­ar­lega á list­an­um þegar kem­ur að því að plana ferðir – nema það sé fyr­ir fjöl­skyld­una.“

Guðrún elskar sólrík ferðalög þar sem er hiti og strendur.
Guðrún elsk­ar sól­rík ferðalög þar sem er hiti og strend­ur.

Hvert er eft­ir­minni­leg­asta ferðalagið er­lend­is?

„Maldív­eyj­ar standa upp úr sem eft­ir­minni­leg­asta ferðalagið. Ég fór þangað í þrjár næt­ur út af vinn­unni þegar ég vann hjá flug­fé­lag­inu Eti­had. Það var draumi lík­ast að fljúga yfir eyj­urn­ar þar og sjá hve tær sjór­inn var.“

Þegar Guðrún starfaði sem flugfreyja hjá Etihad í Abú Dabí …
Þegar Guðrún starfaði sem flug­freyja hjá Eti­had í Abú Dabí fór hún til Maldív­eyja.

En inn­an­lands?

„Ég á erfitt með að velja upp­á­haldsstað til að ferðast á hér á Íslandi, en mér finnst Ísland fal­leg­asta landið og alltaf gam­an að ferðast hér um landið. Ég er frá Hvera­gerði og hef því ferðast mikið um suður­landið frá því ég var lít­il í t.d. úti­leg­ur á sumr­in og svo­leiðis. 

Ég hef ferðast um allt landið en sjaldn­ast fyr­ir aust­an. Ég er því spennt fyr­ir að skoða mig bet­ur um á þeim slóðum þegar sum­arið okk­ar kem­ur.“

Guðrún hefur verið dugleg að ferðast innanlands og þá sérstaklega …
Guðrún hef­ur verið dug­leg að ferðast inn­an­lands og þá sér­stak­lega um suður­landið.

Áttu þér upp­á­halds­borg í Evr­ópu?

„Ég elska Ítal­íu og við héld­um brúðkaups­veislu í Pisa síðasta sum­ar. Mér hef­ur alltaf fund­ist mest spenn­andi að heim­sækja þær borg­ir þar sem mikið er af fal­leg­um göml­um bygg­ing­um og stutt í fal­lega nátt­úru.“

En utan Evr­ópu?

„Mér finnst alltaf gam­an að fara til New York-borg­ar, en ég fædd­ist í Banda­ríkj­un­um og var þar fyrstu sex árin af lífi mínu. Þannig ég hef alltaf fundið sér­staka teng­ingu við Banda­rík­in út af því.“

New York-borg er í sérstöku uppáhaldi hjá Guðrúnu.
New York-borg er í sér­stöku upp­á­haldi hjá Guðrúnu.

Áttu þér upp­á­haldsstað á Íslandi?

„Ég elska að fara til Ak­ur­eyr­ar. Mér finnst svo margt í boði þar sem hægt er að gera – t.d. fara í skíðaferð á vet­urna og kíkja þangað á sumr­in í góða veðrið og taka röltið.“

Guðrúnu þykir alltaf jafn gaman að heimsækja Akureyri.
Guðrúnu þykir alltaf jafn gam­an að heim­sækja Ak­ur­eyri.

Besti mat­ur sem þú hef­ur fengið á ferðalagi?

„Mat­ur­inn á Ítal­íu stend­ur upp úr – öll hrá­efn­in eru svo fersk og mikið lagt upp úr því að gera góðan mat frá grunni þar. 

Versta upp­lif­un af mat var þegar ég var í Mexí­kó að keppa í feg­urðarsam­keppni fyr­ir hönd Íslands. Þar feng­um við þessa fínu súpu, að við héld­um, nema þegar við vor­um að klára að borða hana var okk­ur til­kynnt að þetta væri ein­hvers kon­ar pödd­usúpa. Það var mikið drama eins og við var að bú­ast og marg­ar sem ældu þegar þær tóku eft­ir pödd­un­um sem búið var að mauka í súp­una. Súp­an smakkaðist reynd­ar mjög vel.“

Versta matarupplifun Guðrúnar var þegar hún tók þátt í fegurðarsamkeppni …
Versta mat­ar­upp­lif­un Guðrún­ar var þegar hún tók þátt í feg­urðarsam­keppni í Mexí­kó.

Hef­ur þú lent í ein­hverju hættu­legu á ferðalagi?

„Þótt ótrú­legt sé þá hef ég aldrei lent í neinu hræðilegu á ferðalagi en ég hef líka alltaf farið var­lega og ekki verið að fara á svæði sem ég veit að eru hættu­leg.“

Hvað er ómiss­andi í flug­vél­inni?

„Áður en ég fer í flug þá tjékka ég millj­ón sinn­um hvort ég og aðrir fjöl­skyldumeðlim­ir séu með vega­bréf­in með sér. Ég hleð alltaf niður kvik­mynd­um og þátt­um í sím­ann til að horfa á í flug­vél­inni. Ég tek líka heyrnatól og bók sem ég gleymi svo að lesa.“

„Það er líka mik­il­vægt að taka hleðslu­tæki ef sím­ar verða batte­rís­laus­ir í löngu flugi. Ég tek alltaf jakka eða hlýja peysu tl að nota sem kodda eða til að breiða yfir litlu stelp­una mína ef henni verður kalt. 

Og eitt tips fyr­ir farþega sem flug­freyja – aldrei labba á sokk­un­um eða tán­um á kló­settið í flug­vél­un­um!“

Guðrún tekur alltaf með sér bók í flugvélina.
Guðrún tek­ur alltaf með sér bók í flug­vél­ina.

Hvert dreym­ir þig um að fara?

„Mig lang­ar rosa­lega mikið að fara til Balí og það er á laupal­ist­an­um (e. bucketlist).“

Eru ein­hver ferðalög á dag­skrá hjá þér í vor eða sum­ar?

„Við fjöl­skyld­an erum að fara í ferð til Svíþjóðar í maí og ætl­um í Astrid Lind­gren-garðinn og enda svo í Dan­mörku og fara meðal ann­ars í Tív­olíið þar. 

Í sum­ar er ekk­ert sér­stakt planað. Við eig­um hús á Alican­te þannig það verður ör­ugg­lega farið þangað og svo finnst mér líka alltaf gam­an að hoppa út á vit æv­in­týra með litl­um fyr­ir­vara.“

Guðrún biðlar til farþega að fara ekki á sokkunum eða …
Guðrún biðlar til farþega að fara ekki á sokk­un­um eða tán­um inn á kló­sett í flug­vél­um.
Guðrún er á leiðinni í skemmtilega ferð ásamt fjölskyldu sinni …
Guðrún er á leiðinni í skemmti­lega ferð ásamt fjöl­skyldu sinni í maí næst­kom­andi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert