„Fyrsta nóttin var mjög köld“

Helga María Heiðarsdóttir, oft kölluð Helga Fjalló, þveraði nýverið Vatnajökul …
Helga María Heiðarsdóttir, oft kölluð Helga Fjalló, þveraði nýverið Vatnajökul ásamt góðum hópi. Samsett mynd

Helga María Heiðars­dótt­ir, jökla­fræðing­ur, leiðsögu­kona og þjálf­ari, fór ný­verið í mikla æv­in­týra­ferð þar sem hún þveraði Vatna­jök­ul á sjö dög­um á skíðum. Ferðin var í heild­ina 128 kíló­metr­ar og hækk­un­in 1.600 metr­ar, en hún seg­ir ferðir sem þess­ar krefjast mik­ils und­ir­bún­ing, skipu­lags og æf­inga. 

Helga hef­ur verið heilluð af nátt­úr­unni frá því hún man eft­ir sér og for­vit­in um nátt­úru­öfl og heilsu­tengd mál­efni. Í dag starfar hún sem fram­kvæmda­stjóri Útihreyf­ing­ar­inn­ar ásamt því að leiðseigja í ferðum og þjálfa fólk í ýmis kon­ar hreyf­ingu og úti­vist. 

Helga er mikil útivistar- og ævintýrakona og veit fátt betra …
Helga er mik­il úti­vist­ar- og æv­in­týra­kona og veit fátt betra en að stunda úti­vist og ferðast.

„Ég hafði alltaf mjög gam­an að því ferðast um landið með fjöl­skyld­unni sem barn og naut þess að vera úti. Það var samt ekki fyrr en ég kynnt­ist fjall­göng­um að ég fann íþrótt sem hentaði mér. Síðan þá hef ég ekki stoppað og elska í raun alla hreyf­ingu sem byrj­ar á fjalla-, en ég hef verið virk í úti­vist og hef ferðast mikið hér­lend­is sem og er­lend­is síðastliðin 20 ár,“ seg­ir Helga. 

„Ég get ekki ímyndað mér lífið án þess að stunda úti­vist og ferðalög, það gef­ur mér svo mikla gleði og lífs­fyll­ingu að upp­lifa eitt­hvað nýtt. Ég er ekki keppn­ismann­eskja og geri þetta bara af því mér finnst þetta svo skemmti­legt – ég lít í raun bara á mig sem minn­inga­safn­ara!“ bæt­ir hún við. 

Það tók hópinn sjö daga að þvera jökulinn.
Það tók hóp­inn sjö daga að þvera jök­ul­inn.

Lentu í stormi uppi á Gríms­fjalli

Helga er ný­kom­in heim úr mik­illi æv­in­týra­ferð á veg­um Útihreyf­ing­ar und­ir leiðsögn henn­ar og sam­starfs­konu henn­ar, Bryn­hild­ar Ólafs­dótt­ur. „Í ferðinni með okk­ur voru ell­efu kon­ur á öll­um aldri sem all­ar eru orðnar mjög van­ar því að ferðast á skíðum. Flest­ar þeirra skráðu sig í ferðina síðasta haust og hafa lært og æft hjá okk­ur fyr­ir þessa ferð í vet­ur, meðal ann­ars með því að fara á nám­skeið og í nokkr­ar styttri göngu­skíðaferðir með okk­ur,“ út­skýr­ir Helga. 

„Við vor­um í sjö daga á ferðinni, þar af voru sex skíðadag­ar og einn hvíld­ar­dag­ur í skála vegna veðurs. Við náðum að kom­ast í skála sem er uppi á Gríms­fjalli í ríf­lega 1.700 metra hæð, rétt áður en storm­ur skall á og biðum hann af okk­ur þar í góðu yf­ir­læti. Á Gríms­fjalli er meðal ann­ars gufubað enda er virka eld­stöðin Grím­svötn þarna í næsta ná­grenni!“ bæt­ir hún við. 

Það fór vel um hópinn í skálanum á Grímsfjalli!
Það fór vel um hóp­inn í skál­an­um á Gríms­fjalli!

Heild­ar­vega­lengd ferðar­inn­ar var 128 kíló­metr­ar og hækk­un­in 1.600 metr­ar. Til að ferja búnaðinn sem þurfti í ferðina voru púlk­ur eða sleðar notaðir sem leiðang­urs­kon­urn­ar drógu á eft­ir sér, en hver sleði vó um 35 kíló.

„Við vor­um að ganga að meðaltali 20 kíló­metra á dag, suma daga styttra vegna veðurs og mik­ill­ar hækk­un­ar og aðra daga lengra. Til dæm­is geng­um við einn dag­inn ell­efu kíló­metra og tók­um 600 metra hækk­un en næsta dag fór­um við 26 kíló­metra með 350 metra hækk­un,“ seg­ir Helga. 

Hver sleði vó um 35 kíló.
Hver sleði vó um 35 kíló.

„Það þarf líka að und­ir­búa sig and­lega“

Aðspurð seg­ir Helga ferðir sem þessa krefjast mik­ils und­ir­bún­ings, skipu­lags og æf­inga og því sé gott að vera búin að skrá sig með löng­um fyr­ir­vara. „Það þarf að æfa þol og styrk en það þarf líka að und­ir­búa sig and­lega. Svo þarf að æfa pökk­un og tjöld­un, tjald­fé­lag­ar þurfa að æfa sig sam­an og skipu­leggja tjald­búðarlífið. Við fór­um einnig í óveðursút­i­legu í ná­grenni Reykja­vík­ur í vet­ur til þess að æfa hóp­ana í því að tjalda sam­an í vindi – það þarf ekki mörg röng hand­tök til þess að tjaldið fjúki út í veður og vind,“ seg­ir Helga. 

Hópurinn þurfti að æfa sig heilmikið áður en lagt var …
Hóp­ur­inn þurfti að æfa sig heil­mikið áður en lagt var af stað yfir jök­ul­inn.

Hvaða búnað var nauðsyn­legt að vera með í ferðinni?

„Það er svo margt sem er nauðsyn­legt! Góð sólgler­augu, sól­ar­vörn, hlý úlpa, gott og orku­mikið nesti, vind- og vatns­helt tjald, hlýr svefn­poki, góðir skíðaskór og nýsm­urð skíði. Gæti lengi haldið áfram að telja!

Það var yfir meðallagi hlýtt hjá okk­ur í ár og því var hlýj­asta úlp­an óþarfi núna, en ég myndi aldrei fara af stað án henn­ar! Annað vanda­mál sem við þurf­um að eiga við vegna hita var að snjór­inn límd­ist suma dag­ana við skíðin og því hefði ég viljað hafa með mér áburð til að koma í veg fyr­ir slíkt.“

Góð húfa var ekki einungis nauðsynleg yfir daginn heldur líka …
Góð húfa var ekki ein­ung­is nauðsyn­leg yfir dag­inn held­ur líka á nótt­unni.

Hvernig var að tjalda upp á jökl­in­um?

„Fyrsta nótt­in var mjög köld og fór hita­stigið niður fyr­ir -12 gráður. Þá er nauðsyn­legt að vera með gott tjald, hlýj­an svefn­poka og góða dýnu sem skil­ur okk­ur frá köld­um snjón­um sem við liggj­um á. Einnig er mjög mik­il­vægt að rak­inn sem við önd­um frá okk­ur kom­ist út úr tjald­inu og því þurfa svo­kölluð loft­un­ar­op að vera opin. Ein mann­eskja and­ar frá sér um ein­um lítra af raka yfir nótt­ina og ef sá raki kemst ekki út þá frýs hann inn­an á tjald­inu og á svefn­pok­an­um og það vilj­um við alls ekki. Einnig er mik­il­vægt að sofa með húfu þar sem við töp­um mikl­um hita frá höfðinu.“

Fyrsta nóttin á jöklinum var köld að sögn Helgu.
Fyrsta nótt­in á jökl­in­um var köld að sögn Helgu.

Var eitt­hvað sem kom þér á óvart í ferðinni?

„Hóp­ur­inn okk­ar – með seigl­unni sinni og góða skap­inu alla dag­ana, að sjá hvað mann­eskj­an get­ur gert ef hún ákveður að gera það. Hug­rekki er nefni­lega val. Svo kom á óvart hvað það var mikið fugla­líf á jökl­in­um, það leið varla sá dag­ur að við sáum ekki fugla. Það flugu meðal ann­ars yfir okk­ur nokkr­ir gæsa­hóp­ar, einn lóuþræll var þarna á flæk­ingi og í storm­in­um elti okk­ur hóp­ur af sól­skríkj­um.“

Hópurinn skemmti sér konunglega í ferðinni.
Hóp­ur­inn skemmti sér kon­ung­lega í ferðinni.

Brenna 3.000 til 4.000 kal­orí­um á dag

Helga seg­ir lík­amann hafa verið í góðu standi alla ferðina enda er hún vön að vera á mik­illi hreyf­ingu og líður í raun best á ferðinni. „Ég drakk mikið af Un­broken til að aðstoða lík­amann við að gera við sig bæði á meðan ég var á ferðinni og einnig yfir nótt­ina, enda vaknaði ég alltaf hress og til í að byrja að skíða.

Einnig passaði ég vel upp á að borða nóg af nær­ing­ar­rík­um mat, fékk mér prótein haf­graut með próteini alla morgna, en í grautn­um voru hafr­ar vanillu prótein frá Tropic, hnet­ur og döðlur, og þurrmat frá LYO á kvöld­in,“ seg­ir hún. 

„Yfir dag­inn borðaði ég hitt og þetta, til dæm­is mikið af lifrapylsu, smjöri og þurrkuðum ávöxt­um. Það er al­veg magnað hvað okk­ur fer að langa í orku­mik­inn mat og lítið í syk­ur í svona ferðum, enda erum við að brenna um 3.000 til 4.000 kal­orí­um á dag og mag­inn færi á hvolf ef við ætluðum að borða það allt í formi syk­urs,“ bæt­ir Helga við. 

Það þarf að passa vel upp á næringu í ferðum …
Það þarf að passa vel upp á nær­ingu í ferðum eins og þess­ari.

Hvað var mest krefj­andi í ferðinni?

„Það er auðvitað krefj­andi að draga 35 kílóa púlku upp brekk­ur og troða snjó á sama tíma. Þurfa svo í lok dags að tjalda, ganga frá dóti og elda kvöld­mat með kalda fing­ur!

En það var líka skemmti­legt á sinn hátt. Í raun var ekk­ert sér­stak­lega krefj­andi né leiðin­legt við ferðina – bara mis skemmti­legt.“

Helga segir ekkert hafa verið sérstaklega krefjandi eða leiðinlegt í …
Helga seg­ir ekk­ert hafa verið sér­stak­lega krefj­andi eða leiðin­legt í ferðinni.

En skemmti­leg­ast?

„Ferðafé­lag­arn­ir voru skemmti­leg­ast­ir, það er alltaf svo skemmti­leg orka í fólki í úti­vist og það var mikið hlegið! Einnig finnst mér mjög skemmti­legt að skíða langa daga yfir hvíta eyðimörk og leyfa hug­an­um að hvílast. Það er mik­il nú­vit­und fal­in í því að hafa bara eitt mark­mið yfir dag­inn og vera ein með sjálfri sér og púlk­unni á skíðum.“

Það var mikið fjör í ferðinni eins og sést!
Það var mikið fjör í ferðinni eins og sést!

Ertu með ein­hver ferðalög plönuð í sum­ar?

„Já það er nóg framund­an bæði hjá mér og hjá Útihreyf­ing­unni. Næsta ferð sem ég leiðsegi er þver­un Lang­jök­uls en það er dá­sam­leg ferð sem ég hef farið nokkr­um sinn­um. Þá þver­um við Lang­jök­ul á einni nóttu og horf­um á sól­ina setj­ast fyr­ir aft­an okk­ur á sama tíma og hún rís fyr­ir fram­an okk­ur. Einnig mun ég leiðseigja snar­göngu­ferð um Öskju­veg í Ódáðahrauni í sum­ar, en snar­ganga er orð sem við not­um yfir ferðir þar sem við göng­um hratt yfir með til­tölu­lega létta bak­poka. Svo er ég með bæði hlaupa­ferð og göngu­ferð um hina dá­sam­legu Dólómíta á Ítal­íu í haust. Í frí­tím­an­um mín­um mun ég svo ferðast um landið með fjalla­hjólið og hlaupa­skóna.“

Það er margt spennandi framundan hjá Helgu í sumar!
Það er margt spenn­andi framund­an hjá Helgu í sum­ar!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert