Elti drauminn til New York

Kris kann hvergi betur við sig en uppi á sviði.
Kris kann hvergi betur við sig en uppi á sviði. Samsett mynd

Leik- og söng­kon­an Kristrún Jó­hann­es­dótt­ir eða Kris eins og hún kýs að láta kalla sig hef­ur á und­an­förn­um árum elt draum­inn í menn­ing­ar­borg­inni New York. Hún út­skrifaðist frá söng­leikja­deild American Musical and Dramatic Aca­demy (AMDA) ný­verið og er nú á fullu að koma fram og sækja áheyrn­ar­pruf­ur, en stóri draum­ur­inn er að stíga á svið á Broadway. 

„Mig hef­ur alltaf dreymt um að búa í New York eða al­veg frá því ég man eft­ir mér. Síðustu ár hafa því verið sann­kallaður draum­ur,“ seg­ir Kris sem hef­ur verið bú­sett í borg­inni ásamt eig­in­manni sín­um, Bjarna Magnúsi Er­lends­syni, frá ár­inu 2021. 

Kris ásamt eiginmanni sínum á útskriftardaginn.
Kris ásamt eig­in­manni sín­um á út­skrift­ar­dag­inn. Ljós­mynd/​Aðsend

Fékk hæsta styrk­inn

Hvað varð til þess að þú ákvaðst að sækja um í AMDA?

„Ég hef alltaf þráð að leika og syngja á sviði og ákvað að láta gaml­an draum ræt­ast. AMDA var góður kost­ur fyr­ir mig þar sem söng­leikja­deild­in ein­blín­ir á kennslu í leik­list, söng, dansi og fleiri fög­um sem því tengj­ast. Ég sé ekki eft­ir því að hafa valið AMDA. Tím­inn þar var dá­sam­leg­ur og lær­dóms­rík­ur.“

Hvernig leið þér þegar þú fékkst inn­göngu í skól­ann?

„Mér leið ólýs­an­lega vel. 

Það er líka gam­an að segja frá því að stjórn­end­ur skól­ans voru him­in­lif­andi með pruf­urn­ar sem ég sendi inn og var mér veitt­ur hæsti mögu­legi skóla­styrk­ur sem nem­anda AMDA býðst. Höfuðið var klár­lega í skýj­un­um.“

Hvað kom þér einna helst á óvart við námið?

„Ábyggi­lega steppið. Það kom mér mjög á óvart að þurfa að dansa stepp­d­ans í hæla­skóm og hversu erfitt það var að venj­ast því.“

Kris fór með hlutverk Kate í söngleiknum The Wild Party …
Kris fór með hlut­verk Kate í söng­leikn­um The Wild Party árið 2022. Ljós­mynd/​Aðsend

„Ég elska Broadway“

Hvaða hverfi er í upp­á­haldi hjá þér?

„Upp­á­halds hverfið mitt í New York er Man­hatt­an. Við erum bú­sett þar.

Fyrsta árið okk­ar í New York þá bjugg­um við í Upp­er West Side en í dag erum við bú­sett í Har­lem. Mér þykir mjög vænt um bæði þessi hverfi en þau eiga ekki roð í Soho eða South of Hou­st­on Street. Þar er að finna all­ar upp­á­halds vinta­ge-búðirn­ar mín­ar, veit­ingastaði og arki­tekt­úr.“

Áttu þér upp­á­halds veit­ingastað, kaffi­hús eða krá?

„Upp­á­halds veit­ingastaður­inn minn á Man­hatt­an heit­ir Two Hands og er staðsett­ur í Soho. Það er ástr­alsk­ur bröns-veit­ingastaður sem ég heim­sæki mjög reglu­lega. Þar er búin til og seld sterk sósa (e. hot sauce) sem er mikið notuð á mínu heim­ili.“

Kris elskar lífið í New York.
Kris elsk­ar lífið í New York. Ljós­mynd/​Aðsend

Upp­á­halds kaffi­húsið mitt heit­ir Sug­ar Hills og er staðsett beint á móti íbúðinni okk­ar í Har­lem. Ég fer þangað nán­ast á hverj­um ein­asta degi. Sug­ar Hill býr til besta jarðarberja-matcha sem til er. Svo skemm­ir ekki fyr­ir að góðvin­kona mín og ná­granni, Love, starfar þar sem kaffi­b­arþjónn og fæ ég því góðan af­slátt.“

Hvað ger­ir þú þér til skemmt­un­ar?

„Ég fer á Broadway-sýn­ing­ar, tón­leika og í bíó. Ég fæ reglu­lega frí­miða í gegn­um AMDA sem ger­ir mér kleift að sjá flest­ar sýn­ing­ar á Brodway. Ég elska Broadway. Ný­lega fór ég á söng­leik­inn The Note­book, hann var æðis­leg­ur.“

Kris ásamt góðvinum sínum og skólafélögum, Melanie og Michael, að …
Kris ásamt góðvin­um sín­um og skóla­fé­lög­um, Mel­anie og Michael, að lok­inni sýn­ingu á söng­leikn­um Hairspray. Mel­anie fór með hlut­verk í sýn­ing­unni. Ljós­mynd/​Aðsend

„Mér finnst al­gjör heiður að fá greitt fyr­ir að syngja“

Hvernig hef­ur söng­fer­ill­inn gengið?

„Mun bet­ur en ég hefði nokk­urn tím­ann getað ímyndað mér. Ég hélt alltaf að leik­list­in yrði núm­er eitt en verk­efn­in sem ég hef fengið hafa aðallega verið tengd söng. Mér finnst al­gjör heiður að fá greitt fyr­ir að syngja og þá sér­stak­lega á stöðum sem ég ber mikla virðingu fyr­ir.“

Hvar hef­ur þú verið að koma fram?

„Svona hér og þar. Staðirn­ir sem standa upp úr hjá mér eru The Green Room 42 og Vice Versa. Það var líka mögnuð upp­lif­un að fá að koma fram á jóla­hátíðinni við Times Square. Að syngja í miðbæn­um þar sem allt iðar af lífi er í miklu upp­á­haldi hjá mér.“

Hef­ur þú hitt ein­hverj­ar stór­stjörn­ur?

„Held­ur bet­ur! Ég var að vinna í Hudson-leik­hús­inu um tíma og starfaði baksviðs. Þar fékk ég tæki­færi til að kynn­ast leik­hús­líf­inu frá öðru sjón­ar­horni og hitti fjöl­marg­ar stór­stjörn­ur, meðal ann­ars Jessicu Chastain, Jon­ath­an Groff og Daniel Radclif­fe.“

Kris að syngja lagið Summertime Sadness.
Kris að syngja lagið Sum­mertime Sa­dness. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert