Flugáhuginn kviknaði óvænt í flugfreyjustarfi hjá WowAir

Áhugi Telmu Rutar Frímannsdóttur á flugi kviknaði óvænt þegar hún …
Áhugi Telmu Rutar Frímannsdóttur á flugi kviknaði óvænt þegar hún var 25 ára og fékk starf sem flugfreyja hjá WowAir. Samsett mynd

Flugmaður­inn Telma Rut Frí­manns­dótt­ir hef­ur alla tíð haft mik­inn áhuga á ferðalög­um. Áhugi henn­ar á flugi kviknaði hins veg­ar óvænt þegar hún starfaði sem flug­freyja hjá WowAir, en eft­ir fimm mánuði í starf­inu fór hún bein­ustu leið í at­vinnuflug­manns­nám hjá Keili sem hún kláraði og starfar í dag sem flugmaður hjá AirAtlanta með rétt­indi á Boeing 747 vél­ar. 

„Áhug­inn á ferðalög­um kviknaði þegar ég var frek­ar ung. Fjöl­skyld­an mín ferðaðist reglu­lega er­lend­is þegar ég var lít­il sem var alltaf mjög gam­an,“ seg­ir Telma. 

Telma starfar sem flugmaður hjá AirAtlanta og er með réttindi …
Telma starfar sem flugmaður hjá AirAtlanta og er með rétt­indi á Boeing 747 vél­ar.

Telma er fædd og upp­al­inn í Mos­fells­bæ og var mik­il íþrótta­mann­eskja á sín­um yngri árum. Hún æfði kara­te í 17 ár og keppti fyr­ir Íslands hönd með landsliðinu, en hún var einnig í hand­bolta og lék með Aft­ur­eld­ingu frá 15 ára aldri. 

„Ég byrjaði að keppa í kara­te er­lend­is þegar ég var 16 ára og þar myndi ég segja að áhug­inn fyr­ir ferðalög­um hafi auk­ist. Ég keppti fyr­ir Íslands hönd í mörg ár og var yf­ir­leitt að fara í fjór­ar til fimm keppn­is­ferðir er­lend­is á ári sem var mjög spenn­andi,“ seg­ir hún. 

Telma er mikil íþróttamanneskja og æfði bæði karate og handbolta …
Telma er mik­il íþrótta­mann­eskja og æfði bæði kara­te og hand­bolta á sín­um yngri árum.

Hvenær og af hverju ákvaðstu og skrá þig í flugnám?

„Ég fékk ekki áhuga á flugi fyrr en ég var um 25 ára, og sá áhugi kom út frá því að ég fékk vinnu sem flug­freyja hjá WowAir. Eng­inn í fjöl­skyld­unni minni er flugmaður eða tengd­ur inn í flug­heim­inn þannig ég hafði aldrei hugsað út í það að þetta væri eitt­hvað fyr­ir mig. Ég vann aðeins í fimm mánuði hjá WowAir og fór svo strax í sam­tvinnað at­vinnuflug­manns­nám hjá Keili í júní 2017.“

Flugáhuginn kviknaði út frá starfi Telmu sem flugfreyja.
Flugáhug­inn kviknaði út frá starfi Telmu sem flug­freyja.

„Þegar ég byrjaði í nám­inu hafði ég ekki kynnt mér námið neitt af viti en ég vissi bara að þetta væri eitt­hvað sem mig langaði að gera og væri full­komið fyr­ir mig. Þegar skól­inn byrjaði áttaði ég mig á því að bók­legi hlut­inn væri meira krefj­andi en ég bjóst við – tvisvar sinn­um 14 fög, fyrst hjá skól­an­um og svo hjá sam­göngu­stofu og það á um átta mánuðum. Þetta var allt nýtt sem ég vissi ekk­ert um svo ég ákvað að flytja á Ásbrú til að ein­beita mér að nám­inu og vera nær skól­an­um og flug­vell­in­um. Námið gekk vel og náði ég að klára bók­lega og verk­lega hlut­ann á 21 mánuði.“

Telma flutti á Ásbrú til að einbeita sér betur að …
Telma flutti á Ásbrú til að ein­beita sér bet­ur að nám­inu og vera nær flug­vell­in­um og skól­an­um.

Hvað er það sem heill­ar þig við flugið?

„Í fyrsta lagi þá er þetta bara svo ótrú­lega gam­an. En það skipt­ist smá í tvennt fyr­ir mig, það er einka­flugið – að geta bara hoppað upp í þessa litlu vél og farið að fljúga um Ísland. Maður gleym­ir öllu öðru og er í mó­ment­inu sem er svo æðis­legt og svo eig­um við svo fal­legt land að það skemm­ir ekki fyr­ir að fá að sjá það úr loft­inu.

Svo er það at­vinnuflugið – það er bara svo sturlað að vera uppi í loft­inu og vera fær í að stjórna þessu stóra tæki og svo auðvitað að sjá heim­inn.“

Telmu þykir flugið virkilega skemmtilegt.
Telmu þykir flugið virki­lega skemmti­legt.

Hvað er það besta við starfið?

„Það besta við starfið fyr­ir utan hversu gam­an það er að fljúga er að fá að ferðast um heim­inn og upp­lifa lífið ann­ars staðar og aðra menn­ing­ar­heima. Starfið er svo fjöl­breytt, það er eng­inn dag­ur eins.“

Telma hefur ferðast víða í starfi sínu.
Telma hef­ur ferðast víða í starfi sínu.

En mest krefj­andi?

„Það sem er mest krefj­andi að mínu mati er að sitja svona lengi án þess að „geta hreyft sig“, næt­ur­flug­in og svo stund­um tíma­mis­mun­ur­inn. En ég reyni alltaf að koma inn smá hreyf­ingu eða fara í rækt­ina eft­ir löng flug til að koma lík­am­an­um af stað.“

Næturflugin eru eitt af því sem Telma nefnir þegar hún …
Næt­ur­flug­in eru eitt af því sem Telma nefn­ir þegar hún er spurð hvað sé mest krefj­andi við starfið.

Hvernig ferðalög­um ert þú hrifn­ust af?

„Eig­andi heima á Íslandi í kuld­an­um og leiðinda­veðrum held ég að ég sé eins og flest­ir Íslend­ing­ar, sæk­ist í sól­ar­landa­ferðir. Þar sem er sól og hiti finnst mér mjög gam­an að fara. En svo þar fast á eft­ir eru skíðaferðir! Þær eru ekk­ert smá skemmti­leg­ar. Ég hef farið tvisvar núna og ég mun klár­lega gera það á hverju ári ef eg hef tíma.“

Sólarlandaferðir eru í sérstöku uppáhaldi hjá Telmu.
Sól­ar­landa­ferðir eru í sér­stöku upp­á­haldi hjá Telmu.

Eft­ir­minni­leg­asta ferðalagið er­lend­is?

„Það er erfitt að velja bara eina ferð, en topp tvær ferðirn­ar myndi ég segja að væru ann­ars veg­ar þegar ég tók smá skyndi­ákvörðun og fór til Krít­ar árið 2022 til vin­konu minn­ar sem var að safna flug­tím­um. Ég var með henni þar í tvær vik­ur að fljúga um eyj­arn­ar í Grikklandi sem var mjög gam­an.

Hins veg­ar er það þegar ég fór til Aser­baíd­sj­an fyr­ir hönd Íslands að keppa í Kara­te á Evr­ópu­leik­un­um 2015. Það var mögnuð upp­lif­un og það næsta sem ég komst að þvi að keppa á Ólymp­íu­leik­um.“

Telma fór til Aserbaídsjan árið 2015 þar sem hún keppti …
Telma fór til Aser­baíd­sj­an árið 2015 þar sem hún keppti fyr­ir Íslands hönd á Evr­ópu­leik­um.

En inn­an­lands?

„Þegar ég ferðaðist hring­inn í kring­um landið í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um árið 2020 með Hildi vin­konu minni. Það voru næst­um eng­ir túrist­ar sem var al­veg geggjað og við náðum að skoða allt landið í „friði“ sem var al­veg æðis­legt – við eig­um svo fal­legt land!“

Telma á góðar minningar frá ferðalagi hennar og vinkonu sinnar …
Telma á góðar minn­ing­ar frá ferðalagi henn­ar og vin­konu sinn­ar um landið árið 2020.

Áttu þér upp­á­halds­borg í Evr­ópu?

„Ég verða segja Ham­borg í Þýskalandi. Ég átti heima þar rétt hjá þegar ég var lít­il og á ennþá mikla teng­ingu þangað þar sem Amma mín og nokkr­ir vin­ir frá barnæsku búa þar. Þannig mér þykir mjög vænt um hana.“

Hamborg í Þýskalandi er uppáhaldsborg Telmu í Evrópu.
Ham­borg í Þýskalandi er upp­á­halds­borg Telmu í Evr­ópu.

En utan Evr­ópu?

„Erfitt að segja en ætla velja Hong Kong, hef reynd­ar ekki ferðast þangað nema í vinn­unni en er búin að vera mikið þar og fá marga daga til að skoða mig um.“

Telma hefur farið þó nokkrum sinnum til Hong Kong með …
Telma hef­ur farið þó nokkr­um sinn­um til Hong Kong með vinn­unni.

Áttu þér upp­á­haldsstað á Íslandi?

„Já það er að fara í Heklu­byggð upp í bú­stað sem mamma og pabba eiga, það er svo mik­il ró og svo hlý­legt að vera þar að ég elska það.“

Telma hefur einnig ferðast víða innanlands, en í mestu uppáhaldi …
Telma hef­ur einnig ferðast víða inn­an­lands, en í mestu upp­á­haldi hjá henni er þó að fara upp í sum­ar­bú­stað.

Besti mat­ur­inn sem þú hef­ur fengið á ferðalagi?

„Get ekki sagt að ég elski að prófa nýj­an mat og er ég frek­ar mat­vönd en mat­ur­inn á Grikklandi og Ítal­íu þykir mér mjög góður.“

Telma fékk góðan mat bæði á Grikklandi og Ítalíu.
Telma fékk góðan mat bæði á Grikklandi og Ítal­íu.

Hvert dreym­ir þig um að ferðast?

„Mig dreym­ir um að ferðast til Jap­an, það er langefst á list­an­um mín­um og hef­ur verið lengi. Ég æfði kara­te í 17 ár og keppti fyr­ir Íslands hönd í mörg ár. Kara­te kem­ur frá Jap­an og mér finnst ég verða að fara þangað upp­lifa og skoða þeirra menn­ingu. Það var mark­mið að fara og horfa á Ólymp­íu­leik­anna þar 2020 en út af kór­ónu­veirufar­aldr­in­um var það ekki hægt. En einn dag­inn kem­ur að því!“

Draumur Telmu er að ferðast til Japan.
Draum­ur Telmu er að ferðast til Jap­an.

Eru ein­hver ferðalög framund­an hjá þér í sum­ar?

„Ég ferðast nátt­úr­lega mjög mikið í vinn­unni en eina ferðalagið utan vinnu sem er planað í sum­ar er Dan­mörk með kær­ast­an­um mín­um hann er að fara keppa í sterk­asti maður Norður­land­anna und­ir 90 kíló og maður verður nú að fara með og hvetja hann áfram þar. En hver veit, við erum mjög „spont­ant“ þannig gæti al­veg verið að maður skelli sér eitt­hvert annað líka.“

Það er skemmtilegt sumar framundan hjá Telmu!
Það er skemmti­legt sum­ar framund­an hjá Telmu!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert