Sigurður upplifir leynd ævintýri

Félagarnir Rožle Bregar og Sigurður Bjarni Sveinsson tóku óvænt upp …
Félagarnir Rožle Bregar og Sigurður Bjarni Sveinsson tóku óvænt upp heimildarmynd um Flateyri síðastliðinn vetur. Samsett mynd

Sig­urður Bjarni Sveins­son er mik­ill æv­in­týramaður sem hef­ur ferðast víða til að stunda úti­vist og fanga ein­stök augna­blik nátt­úr­unn­ar á filmu. Vest­f­irðirn­ir eru eitt af upp­á­halds­lands­væðum Sig­urðar, en í vet­ur varði hann dágóðum tíma á Flat­eyri þar sem hann varð heillaður af nátt­úru­feg­urðinni, lífs­stíln­um og fólk­inu á svæðinu.

Sig­urður veit fátt skemmti­legra en að ferðast um fá­farn­ar slóðir og seg­ir úti­vist­ar­ferðalög vera í mestu upp­á­haldi. „Mér finnst lúmskt gam­an af því að blanda sam­an „aktív­um“ og þægi­leg­um ferðalög­um. Að fara og stunda úti­vist yfir dag­inn en koma svo til baka í góðan mat og baða sig í potti eða heitri laug er eitt­hvað sem ég leita mjög mikið í,“ seg­ir hann.

„Að öðru leyti finnst mér frá­bært að fara með bak­pok­ann minn eða bíl­inn full­an af dóti – tjaldi, svefn­búnaði, mat og afþrey­ing­ar­dóti – og halda svo af stað í eina átt og spila út­færsl­ur út frá veðri, hug og hjarta. Þar bíða oft­ast leynd æv­in­týri,“ bæt­ir hann við.

Sigurði finnst skemmtilegt að fylla bílinn af dóti og elta …
Sig­urði finnst skemmti­legt að fylla bíl­inn af dóti og elta uppi æv­in­týr­in sem bíða hans. Ljós­mynd/​Sig­urður Bjarni Sveins­son

Alltaf mik­il upp­lif­un að koma á Vest­f­irði

Vest­f­irðir eru eitt af upp­á­halds­lands­væðum Sig­urðar á Íslandi, en hann hef­ur aðallega ferðast þar að vetri til. „Ég væri al­veg til í að hafa varið meiri tíma á Vest­fjörðum. Ég hef reynt að ferðast meira þangað síðustu ár og þá aðallega á vet­urna. Ég hef farið nokkr­ar ferðir á Hornstrand­ir, svo hef ég verið mikið í kring­um Flat­eyri og Ísa­fjörð þegar ég hef heim­sótt Vest­f­irði,“ seg­ir Sig­urður.

Sigurður hefur aðallega ferðast um Vestfirði að vetri til.
Sig­urður hef­ur aðallega ferðast um Vest­f­irði að vetri til. Ljós­mynd/​Sig­urður Bjarni Sveins­son

Hverj­ir eru þínir upp­á­haldsstaðir á svæðinu?

„Ég á aðeins erfitt með að velja ákveðinn stað, ég sæki mjög í til­finn­ingu á ferðalög­um og hvar sem ég stoppa á Vest­fjörðum vek­ur svæðið sterka upp­lif­un hjá mér. Víðátt­an, friður­inn og kyrrðin er það sem ég sæki mjög í. Mér finnst gam­an að stoppa við botn fjarðar og labba í fjöru­borðinu, fylgj­ast með fugl­um og sel­um í Ísa­fjarðar­djúpi, baða mig í Hellu­laug eða elt­ast við sól­set­ur eða út­sýni á Kistu­felli eða Garðafjalli.“

Sigurður segir upplifunina að ferðast um Vestfirði einstaka.
Sig­urður seg­ir upp­lif­un­ina að ferðast um Vest­f­irði ein­staka. Ljós­mynd/​Sig­urður Bjarni Sveins­son

Áttu þér upp­á­halds­sund­laug á Vest­fjörðum?

„Ég hef ekki mikið farið í sund á svæðinu, en mér finnst alltaf vera mjög góð stemn­ing á Flat­eyri og Bol­ung­ar­vík.“

Áttu þér upp­á­halds­göngu­leið á Vest­fjörðum?

„Hornstrand­ir í heild sinni eru al­ger­lega magnað landsvæði til að stunda úti­vist. Ég hef aðallega verið að skíða þar en mun ein­hvern tím­ann fara með tjald og bak­poka í nokkr­ar vik­ur og labba þar um að sumri til. Ann­ars sæki ég mjög mikið í nærum­hverfi Flat­eyr­ar þar sem ég hef verið mikið þar og yfir vet­ur. Þá hef ég verið að fara upp á Kistu­fell, finnst út­sýnið þar al­veg magnað.“

Sigurður stundar fjölbreytta útivist, þar á meðal skíði.
Sig­urður stund­ar fjöl­breytta úti­vist, þar á meðal skíði. Ljós­mynd/​Sig­urður Bjarni Sveins­son

Eru ein­hverj­ar leynd­ar perl­ur á svæðinu?

„Leyndu perlurn­ar eru út um allt – ég held að þær birt­ist manni ef maður leyf­ir æv­in­týra­hug að taka völd­in og elt­ir læki upp gil, finn­ur göngu­leið upp á út­sýnistopp sem heill­ar mann og elt­ir veðrið. Það geta orðið mik­il veður á Vest­fjörðum en maður get­ur alltaf fundið eitt­hvað sem hent­ar, hvort sem það er við fjöru­borð eða uppi á fjallatopp­um. Mér finnst skemmti­leg­ast að keyra inn Vest­f­irði úr suðri og klára svo hring­inn með viðkomu á Hólma­vík­ur­svæðinu.“

Sigurður segir leyndar perlur finnast víða á Vestfjörðum.
Sig­urður seg­ir leynd­ar perl­ur finn­ast víða á Vest­fjörðum. Ljós­mynd/​Sig­urður Bjarni Sveins­son

Eru Vest­f­irðir ólík­ir öðrum lands­hlut­um að þínu mati?

„Já, mér finnst þeir vera ólík­ir. Nátt­úr­an, fjöll­in og gróður­inn eru eldri og búa til ákveðna nátt­úrumynd­un sem heill­ar mig mikið. Haustlit­irn­ir eru sterk­ir, sumr­in geta búið til hita­polla þar sem maður get­ur jafn­vel baðað sig í sjón­um við Rauðasand, og vet­urn­ir geta gefið manni tæki­færi til að ferðast á milli fjallatoppa og fjarða því það er ekki mik­il hæð á fjöll­un­um og út­sýnið er alls staðar stór­brotið.“

Útsýnið á Vestfjörðum veldur ekki vonbrigðum.
Útsýnið á Vest­fjörðum veld­ur ekki von­brigðum. Ljós­mynd/​Sig­urður Bjarni Sveins­son

Varð strax heillaður af Flat­eyri

Flat­eyri á Vest­fjörðum á sér­stak­an stað í hjarta Sig­urðar, en í vet­ur tók hann upp heim­ild­ar­mynd um Flat­eyri ásamt fé­laga sín­um sem gerði teng­ingu hans við svæðið enn sterk­ari.

„Flat­eyri er fyr­ir mér mjög ein­stak­ur staður. Þegar ég kom þangað fyrst að kenna í Lýðskól­an­um á Flat­eyri varð ég fyr­ir upp­lif­un sem mér fannst mjög ein­stök. Síðar var ég að reyna að átta mig á því hvaðan hún kom – ég áttaði mig svo á að fólkið á svæðinu og menn­ing­in í bland við mjög magnaða nátt­úru er það sem heill­ar mig mest. Ég hef dvalið á Flat­eyri þris­var í tvær vik­ur en í hvert skipti sem ég fer hef­ur mig langað að vera leng­ur. Ég hef hingað til ein­göngu verið þar yfir vet­ur­inn,“ seg­ir Sig­urður.

Sigurður heimsótti Flateyri fyrst þegar hann kenndi við lýðháskólann þar.
Sig­urður heim­sótti Flat­eyri fyrst þegar hann kenndi við lýðhá­skól­ann þar. Ljós­mynd/​Sig­urður Bjarni Sveins­son

Það var ekki á dag­skránni hjá Sig­urði að gera heim­ild­ar­mynd um Flat­eyri held­ur skíðamynd­band í kring­um landsvæði Flat­eyr­ar. Sú hug­mynd breytt­ist þó óvænt þegar fé­lag­arn­ir mættu á svæðið þar sem skíðaaðstæður voru ekki góðar þegar þeir voru að mynda. „Eft­ir fyrstu klukku­tím­ana af stopp­inu í bæn­um þá áttuðum við okk­ur báðir á því hvað fólkið og menn­ing­in er ein­stök. Við ákváðum að sýna frek­ar frá sam­fé­lag­inu sem býr með nátt­úru held­ur en öf­ugt,“ seg­ir hann.

„Eft­ir að hafa heyrt sög­ur fólks­ins og hvernig þau hafa þurft að berj­ast sam­an í gegn­um mjög erfiða tíma þá varð til enn sterk­ari upp­lif­un af svæðinu hjá mér og enn meiri virðing. Mér finnst sam­fé­lagið vera ein­stakt á heimsvísu og það er magnað að unga kyn­slóðin geti farið í Lýðskól­ann á Flat­eyri og fengið að vera hluti af svona ein­stöku sam­fé­lagi. Þeirra hug­ar­far til lífs­ins og viðurvist­ar er mjög ein­stök og mér finnst við geta lært ótrú­lega mikið af þeim sem myndi kenna okk­ur auðmýkt og dug sem mér finnst við vera að missa að hluta úr okk­ar sam­fé­lagi á Íslandi,“ bæt­ir Sig­urður við.

Rožle og Sigurður urðu heillaðir af Flateyri.
Rožle og Sig­urður urðu heillaðir af Flat­eyri. Ljós­mynd/​Sig­urður Bjarni Sveins­son

Hvernig er full­kom­inn dag­ur á Flat­eyri að þínu mati?

„Ég fer nátt­úru­lega á frek­ar ró­legt tempó á Flat­eyri. Mér finnst frá­bært að njóta kaffi­boll­ans í góðum fé­lags­skap og ræða mögu­leika dags­ins út frá veðri. Það hef­ur alltaf verið gam­an að kíkja við á bæj­ar­skrif­stof­unni, þar kem­ur oft sam­an fólk úr bæn­um í morgunkaffi þar sem dag­leg mál­efni eru rædd. Þau eru mjög hjálp­leg að segja manni til um aðstæður til fjalla og koma með til­lög­ur að æv­in­týr­um.“

Sigurður segist fara á rólegra tempó þegar hann heimsækir svæðið.
Sig­urður seg­ist fara á ró­legra tempó þegar hann heim­sæk­ir svæðið. Ljós­mynd/​Sig­urður Bjarni Sveins­son

Síðan að halda af stað í æv­in­týri, ef það eru skíðaaðstæður þá væri það fókus­inn. Ég fer gjarn­an í leiðsögn Bor­ea Advent­ur­es sem eru alltaf með putt­ann á púls­in­um þegar kem­ur að snjóaðstöðu og þekkja aðstæður mjög vel. Eft­ir það myndi ég fara í laug­ina á Flat­eyri, hitta fólkið á svæðinu og deila með þeim æv­in­týr­um dags­ins. Eft­ir kvöld­mat myndi ég reyna að fara aft­ur út til að njóta norður­ljósa eða sól­set­urs, fer eft­ir veðri.“

Magnað sjónarspil!
Magnað sjón­arspil! Ljós­mynd/​Sig­urður Bjarni Sveins­son

Er eitt­hvað sér­stakt við and­rúms­loftið eða bæj­ar­lífið sem heill­ar þig?

„And­rúms­loftið þar kem­ur að megn­inu til frá fólk­inu á svæðinu, teng­ingu þeirra við nátt­úr­una og virðing­unni sem fylg­ir því. Fólk gef­ur sig að manni, lífs­stíll­inn er mjúk­ur en á sama tíma með mik­illi harðneskju að tak­ast á við aðstæður sem kunna að skap­ast út frá veðri. Þessi blanda er al­veg ein­stök, sem mér finnst mikið ör­yggi og góð til­finn­ing að vera í kring­um.“

Það er margt sem heillar Sigurð við Flateyri.
Það er margt sem heill­ar Sig­urð við Flat­eyri. Ljós­mynd/​Sig­urður Bjarni Sveins­son

En nátt­úr­una og lands­lagið í kring?

„Fjöll­in í kring­um Flat­eyri eru ekki há, en þau eru stór­brot­in. Önund­ar­fjörður er með mikið af hliðar­döl­um og gilj­um sem stalla lands­lagið þegar maður horf­ir eft­ir firðinum. Sól­setr­in eru ein­stak­lega fal­leg þar af fjallatopp­um og um vorið kem­ur sól­setrið inn fjörðinn sem skap­ar ein­stak­lega fal­lega ljós­mynda­mögu­leika.

Síðan þarf ekki að ferðast langt til að breyta til. Í um hálf­tíma akst­urs­fjar­lægð er maður kom­inn til Þing­eyr­ar eða Ísa­fjarðar sem eru með sín­ar eig­in perl­ur í kring. Ná­lægðin er ótrú­lega skemmti­leg og býður upp á fjöl­breyti­leika. Dynj­andi er einn af mín­um upp­á­halds­foss­um og er mjög aðgengi­leg­ur frá Flat­eyri, sem og Bola­fjall sem er komið með ótrú­lega magnaðan út­sýn­ispall til að horfa yfir Ísa­fjarðar­djúp og yfir til Horn­stranda.“

Sólsetrið skapar einstaka stemningu.
Sól­setrið skap­ar ein­staka stemn­ingu. Ljós­mynd/​Sig­urður Bjarni Sveins­son

Hvert ætl­ar þú að ferðast í sum­ar?

„Sum­ar­tím­inn hjá mér er oft­ast frek­ar full­ur af verk­efn­um svo ég mun ekki ná mörg­um vik­um á Íslandi. Ég mun samt leit­ast við að fara í tvær til þrjár æv­in­týra­ferðir á mis­mun­andi landsvæði Íslands. Von­andi kemst ég vest­ur ef veður leyf­ir, ann­ars mun ég ein­beita mér að göng­um á Fjalla­baki og svo tjald­göngu­ferð í kring­um Vatna­jök­ul. Þetta eru göngu­leiðir sem ég hef haft hug á að fara í nokk­ur ár en ekki komið því við ennþá.“

Það verður nóg um að vera hjá Sigurði í sumar!
Það verður nóg um að vera hjá Sig­urði í sum­ar! Ljós­mynd/​Sig­urður Bjarni Sveins­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert