„Mínar uppáhaldsminningar eru eyjahoppin í Tælandi“

Elísabet Torp er mikill ferðaunnandi og hefur ferðast víða, bæði …
Elísabet Torp er mikill ferðaunnandi og hefur ferðast víða, bæði á Íslandi og erlendis. Samsett mynd

Elísa­bet Torp er 24 ára viðskipta­fræðing­ur sem starfar á fjár­mála­sviði Bláa Lóns­ins. Hún hef­ur mik­inn áhuga á ferðalög­um og veit fátt skemmti­legra en að kynn­ast nýju fólki og nýrri menn­ingu. 

Aðspurð seg­ist Elísa­bet alla tíð hafa haft áhuga á ferðalög­um, en hún hafi verið svo hepp­in að fá að ferðast frá unga aldri og tel­ur það vera mik­il for­rétt­indi að geta skoðað heim­inn.

„Það sak­ar held­ur ekki að eiga maka sem deil­ir sama áhuga á því að ferðast og höf­um við verið dug­leg að ferðast sam­an. Sein­asta ferðalagið okk­ar var núna í fe­brú­ar til Dyfl­inn­ar og vor­um við aðallega að skoða pöbba-menn­ing­una og fór­um á Guinn­es-safnið og lærðum að „ri­ver dansa“ sem var meiri­hátt­ar skemmt­un,“ seg­ir Elísa­bet. 

„Þar á und­an fór­um við í aðeins stærri ferð til Asíu í „mini“ reisu, en þá heim­sótt­um við Singa­púr, Víet­nam og enduðum svo í Tæl­andi. Við þurft­um alls að fara í ell­efu flug­vél­ar en þetta var að sjálf­sögðu allt þess virði. Menn­ing­in í suðaust­ur Asíu er svo allt önn­ur en sú sem rík­ir hér­lend­is – fólk lif­ir mikið meira í nú­inu, er mikið af­slappaðra, rosa­lega bros­milt og vilja allt fyr­ir mann gera,“ bæt­ir hún við. 

Elísabet deilir ferðaáhuganum með kærasta sínum.
Elísa­bet deil­ir ferðaáhug­an­um með kær­asta sín­um.

Hvernig ferðalög­um ert þú hrifn­ust af?

„Það get­ur verið svo mis­mun­andi í hvernig stuði maður er, stund­um þráir maður ekk­ert meira en sól og kokteila, svo kem­ur löng­un í að skoða borg­ir og mis­mun­andi menn­ingu. En ef ég þyrfti að velja er það sól­ar­landa­ferðir þar sem ég get legið á sund­laug­ar­bakk­an­um eða verið á strönd­inni með svalandi drykk í hendi, og er það ekki verra ef drykk­ur­inn er ódýr. Ég hef alltaf gam­an af því þegar ég hitti aðra túrista eða heima­menn í ferðalög­um og þau spyrja mig hvernig mér finnst verðlagið vera í land­inu, þá er auðvelt að svara að það sé ekk­ert dýrt fyr­ir manni þegar maður er van­ur verðlag­inu á Íslandi.“

Elísabet er hrifnust af sólríkum ferðalögum.
Elísa­bet er hrifn­ust af sól­rík­um ferðalög­um.

„En mín­ar upp­á­haldsminn­ing­ar eru eyja­hopp­in í Tæl­andi, en ég hef heim­sótt marg­ar eyj­ur þar, til dæm­is Phuket, Koh Samui og eyj­arn­ar þar í kring. Nú tala ég eins og kona sem gleym­ir strax hvað fæðing­in var erfið, en ég verð mjög sjó­veik og líður yf­ir­leitt hræðilega á bát­un­um sem eru ein­mitt aðal ferðamát­inn á eyj­un­um. En síðan sér maður þessa gull­fal­legu nátt­úru og gleym­ir því strax hvað ferðalagið var erfitt.“

Uppáhaldsminningar Elísabetar eru frá eyjahoppum í Tælandi.
Upp­á­haldsminn­ing­ar Elísa­bet­ar eru frá eyja­hopp­um í Tæl­andi.

Áttu þér upp­á­halds­borg í Evr­ópu?

„Mér finnst erfitt að velja á milli borga í Evr­ópu þar sem þær hafa upp á svo margt ólíkt að bjóða. Mér finnst t.d. Par­ís al­veg ynd­is­leg og huggu­leg borg, fullt af virt­um söfn­um, flott­um minn­is­merkj­um og kirkj­um. Svo er gam­an að versla á Champs-Élysées, sem er full af hönn­un­ar­versl­un­um. Það er líka gam­an að borða og drekka í Par­ís þar sem það er fullt af flott­um veit­inga­stöðum og marg­ir þeirra með Michel­in-stjörnu.“

París heillaði Elísabetu.
Par­ís heillaði Elísa­betu.

„Ég hafði einnig gam­an af öll­um borg­un­um sem ég skoðaði á ferðalagi mínu um Ítal­íu. Mér fannst Pisa þó síst þar sem mér fannst borg­in ekki hafa upp á mikið að bjóða nema þenn­an eina skakka turn. Einnig kom Lis­bon ótrú­lega á óvart og gæti ég vel hugsað mér að fara aft­ur þangað.“

Elísabetu þótti Pisa síst af borgunum sem hún hefur heimsótt …
Elísa­betu þótti Pisa síst af borg­un­um sem hún hef­ur heim­sótt á Ítal­íu.

En utan Evr­ópu?

„Ég varð al­veg dol­fall­in af Hoi An í Víet­nam, við staðsett­um okk­ur í „ancient town“ og var allt svo fal­legt þar, gamm­aldags arki­tekt­úr, stein­steypt­ar göt­ur og áber­andi lit­rík­ar versl­an­ir prýdd­ar lit­rík­um ljósa­kerj­um. Við leigðum okk­ur hjól og hjóluðum um bæ­inn, fund­um klæðskera­búð með ynd­is­leg­um kon­um sem sérsaumuðu á okk­ur bæði jakka­föt og fleira. Ég er ánægð að hafa fengið að upp­lifa bæ­inn í þess­ari mynd þar sem ég get ímyndað mér að þetta verði öðru­vísi eft­ir 20 ár þegar túrism­inn verður meiri í Víet­nam.“

Elísabet á margar góðar og dýrmætar minningar frá ferðalögum sínum.
Elísa­bet á marg­ar góðar og dýr­mæt­ar minn­ing­ar frá ferðalög­um sín­um.

Áttu þér upp­á­haldsstað á Íslandi?

„Upp­á­haldsstaður­inn minn á Íslandi verður að vera há­lendið. Ég fór sein­asta sept­em­ber að skoða Kerl­inga­fjöll á breytt­um Toyota Hilux-jeppa sem var jóm­frú­ar­ferð bíls­ins. Það var al­gjört æv­in­týri þó svo að bíl­inn hafi bilað nokkr­um sinn­um.“

Hálendið er í sérstöku uppáhaldi hjá Elísabetu!
Há­lendið er í sér­stöku upp­á­haldi hjá Elísa­betu!

Eft­ir­minni­leg­asta ferðalagið er­lend­is?

„Það verður að vera fyrsta „full­orðins“ ferðin mín þar sem ég og kærast­inn minn Haf­steinn fór­um í tveggja vikna drauma­ferð til Balí í Indó­nes­íu árið 2018. Við skoðuðum alla eyj­una, borðuðum góðan mat og kynnt­umst nýrri menn­ingu. Við vor­um ótrú­lega lukku­leg að lenda á bíl­stjóra sem heit­ir Arik og smull­um við öll sam­an, en hann var bíl­stjór­inn okk­ar alla ferðina og sýndi okk­ur hvað eyj­an hafði upp á að bjóða.

Einn dag­inn spurði Haf­steinn hann hver besti sjáv­ar­rétt­arstaður­inn á eyj­unni væri og mælti hann með ein­um stað sem hann hafði lengi dreymt um að borða á en hafði aldrei gert það vegna verðlags­ins. Við hugsuðum okk­ur ekki tvisvar um og buðum hon­um í dýr­ind­is­máltíð með okk­ur á þess­um stað og var þetta ynd­is­leg stund. Nokkr­um dög­um áður enn við kvödd­um bauð Arik okk­ur heim til sín að kynn­ast fjöl­skyldu sinni og sýndi hann okk­ur einnig risa­vaxna python-kyrk­islöngu sem son­ur hans hafði veitt í skóg­in­um og ákveðið að eiga sem „gælu­dýr“. Ég var smá smeik þar sem þetta var villt slanga og eina „ör­yggið“ var að hún var teipuð með raf­magn­steipi í kring­um kjaft­inn.“

Elísabet hefur lent í ýmsu á ferðalögum sínum.
Elísa­bet hef­ur lent í ýmsu á ferðalög­um sín­um.

Einn dag­inn vor­um við á sund­laug­ar­bakk­an­um og þá byrjaði sund­laug­ar­vörður­inn á hót­el­inu að spjalla við okk­ur. Hann kynnti sig sem Ketut – nafnið er balísk hefð og er nafnið alltaf gefið fjórða barn­inu í röðinni. Ein­hverj­ir gætu kann­ast við þetta úr mynd­inni Eat, Pray, Love með Ju­liu Roberts. Við náðum vel sam­an og höfðum gam­an af því að spjalla við hann, síðan bauð hann okk­ur að koma með sér á hind­ú­aíska hátíð um kvöldið. Við þáðum boðið og mæld­um okk­ur mót fyr­ir utan hót­elið klukk­an 19. Við tróðum okk­ur öll þrjú á vespuna hans og byrjuðum heima hjá hon­um þar sem kon­an hans klæddi okk­ur upp í þjóðbún­ing­inn og svo beint á hátíðina sem stóð klár­lega upp úr í ferðinni, fólk tók okk­ur ótrú­lega vel þó svo að við höfðum klár­lega verið einu sem voru ut­anaðkom­andi. 

Við tók­um líka skyndi­ákvörðun í ferðinni að fara yfir á aðra eyju fyr­ir utan Balí sem heit­ir Nusa Lem­bong­an og vor­um þar í þrjár næt­ur. Nátt­úr­an þar var ein­stak­lega fal­leg, tær sjór, hvít­ur sand­ur, hrein­ar strend­ur, mik­ill gróður og mjög góður mat­ur.“

Parið hefur sannarlega kynnst skemmtilegu og áhugaverðu fólki á ferðalögum …
Parið hef­ur sann­ar­lega kynnst skemmti­legu og áhuga­verðu fólki á ferðalög­um sín­um.

En á Íslandi?

„Sum­arið 2020 þegar kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn var bú­inn að taka af okk­ur frelsið til að ferðast kom ör­lít­ill gluggi þar sem allt opnaði á ný. Þá var til­valið fyr­ir alla Íslend­inga að skoða landið sitt áður en að túrist­arn­ir myndu koma aft­ur. Ég greip tæki­færið og fór í sjö daga ferðalag hring­inn í kring­um landið á „kúkú cam­per“ sem túristi í eig­in landi. Það var meiri­hátt­ar gam­an að sjá landið sitt með öðrum aug­um, þ.e.a.s. ekki um­vaf­in túrist­um.“

Í kórónuveirufaraldrinum upplifði Elísabet Ísland frá öðru sjónarhorni.
Í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um upp­lifði Elísa­bet Ísland frá öðru sjón­ar­horni.

„Það sem mér fannst standa upp úr var þegar við fór­um að Stuðlagili og hafði ég enga hug­mynd um að þetta yrði tíu kíló­metra ganga og var ég alls ekki klædd í þetta verk­efni – ég var semsagt í smekk­bux­um og striga­skóm. En ég er samt sem áður ánægð að við lögðum í þetta þar sem þetta var al­gjör­lega ómiss­andi í ferðinni.“

Stuðlagil stóð upp úr!
Stuðlagil stóð upp úr!

Áttu þér upp­á­halds­laug­ar á Íslandi?

„Þegar ég fór hring­inn í kring­um landið fór ég í Vök sem er staðsett við Urriðavatn og fannst tær snilld að geta hent mér ofan í vatnið. Síðan hef­ur maður baðað sig oft í nátt­úru­laug­um og finnst mér Selja­valla­laug standa upp úr.“

Seljavallalaug er í uppáhaldi hjá Elísabetu.
Selja­valla­laug er í upp­á­haldi hjá Elísa­betu.

Besti mat­ur sem þú hef­ur fengið á ferðalagi?

„Ég er ofboðslega hrif­in af því að fara á góða veit­ingastaði og borða góðan mat og finnst því mik­il­vægt að skoða og plana veit­ingastaði sem mig lang­ar að prófa áður en ég fer á áfangastaðinn. En ég hef minni áhyggj­ur af því að fá góðan mat þegar ég fer t.d. til Tæ­l­ands eða Ítal­íu þar sem það er hægt að fá góðan mat nán­ast hvar sem er.“

Elísabet hefur fengið mikið af góðum mat á ferðalögum sínum, …
Elísa­bet hef­ur fengið mikið af góðum mat á ferðalög­um sín­um, þá sér­stak­lega í Tæl­andi og á Ítal­íu.

Hvað er ómiss­andi í flug­vél­inni að þínu mati?

„Það er háls­púðinn eða koddi eða eitt­hvað álíka sem ég get legið á þar sem ég sef í hverju ein­asta flugi, sama hversu langt eða stutt það er. Við erum að tala um það að ég svaf í vél­inni frá Reykja­vík til Vest­manna­eyja sein­asta sum­ar.“

Elísabet á ekki í neinum vandræðum með að sofa í …
Elísa­bet á ekki í nein­um vand­ræðum með að sofa í flugi.

Hvaða staði á Íslandi mæl­ir þú með að fólk heim­sæki í sum­ar?

„Þegar fólk er að plana að koma til Ísland og spyr mig hvað ég mæli með að skoða spyr ég oft­ast hversu lengi þau verða á land­inu. Fyr­ir styttri ferðir sting ég yf­ir­leitt upp á að fara í Bláa lónið, skoða Gull­fossi og Geysi, Jök­uls­ár­lóni og Reyn­is­fjöru. Ef fólk hef­ur áhuga á meiri skemmt­un þá mæli ég með að fara á snjósleða hjá Mountaineers og svo mæli ég yf­ir­leitt með mörg­um góðum veit­inga­stöðum og bör­um í miðbæ Reykja­vík­ur. Ég reyni að sníða ferðirn­ar aðallega í kring­um suður­hluta Íslands, mæli svo einnig með Selja­lands­fossi, Gljúfra­búa og fleiri stöðum.“

Seljalandsfoss í allri sinni dýrð.
Selja­lands­foss í allri sinni dýrð.

Hvert dreym­ir þig um að ferðast?

„Mig hef­ur lengi langað að ferðast til ein­hverra landa í Suður Am­er­íku, t.d. Bras­il­íu og Chile að skoða Patagón­íu.“

Elísabetu dreymir um að heimsækja Suður Ameríku.
Elísa­betu dreym­ir um að heim­sækja Suður Am­er­íku.

Ertu með ein­hver ferðaplön í sum­ar?

„Já, planið er að fara til Teneri­fe í sept­em­ber og verður það í fyrsta sinn sem ég fer þangað. Ég átti bókaða ferð til Teneri­fe árið 2021 en síðan var ekk­ert hægt að fara vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. Ég er spennt að sjá hvað Teneri­fe hef­ur upp á að bjóða og hver ástæðan sé að Íslend­ing­ar velji að fara þangað aft­ur og aft­ur.“

Elísabet er spennt að heimsækja Tenerife, uppáhaldseyju Íslendinga, í fyrsta …
Elísa­bet er spennt að heim­sækja Teneri­fe, upp­á­halds­eyju Íslend­inga, í fyrsta sinn!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert