Lærði flugmanninn og gerðist flugfreyja út frá lofthræðslu

Helga Rós Arnarsdóttir er mikil ævintýrakona sem ákvað að læra …
Helga Rós Arnarsdóttir er mikil ævintýrakona sem ákvað að læra flugmanninn og gerast flugfreyja út frá lofthræðslu. Samsett mynd

Helga Rós Arn­ars­dótt­ir er æv­in­týra­gjörn Hafna­fjarðarmær sem ákvað að læra flug­mann­inn og ger­ast flug­freyja vegna loft­hræðslu sem hún glímdi við. Hún lauk at­vinnuflug­manns­rétt­ind­um síðastliðið vor og starfar hjá Icelanda­ir sem flug­freyja auk þess að vinna auka­lega við raf­virkj­un. 

„Ég er ekki lærður raf­virki en hef samt gam­an af starf­inu sjálfu og gæti al­veg hugsað mér að taka sveins­prófið einn dag­inn. en svo er ég líka búin að skrá mig í annað nám í vet­ur og er að hugsa um að bæta einu við, en ég sé bara til hvað ég geri,“ seg­ir hún. 

Flu­gæv­in­týri Helgu hófst þegar hún byrjaði að læra einka­flug sam­hliða mennta­skól­an­um og í dag er hún búin að fljúga mikið um norður­lönd­in og í Am­er­íku auk þess að ferðast víða og fara í stopp í starfi sínu sem flug­freyja. 

Í dag starfar Helga sem flugfreyja hjá Icelandair.
Í dag starfar Helga sem flug­freyja hjá Icelanda­ir.

Aðspurð seg­ir Helga áhuga sinn á flugi í raun hafa kviknað þegar hún hóf námið. „Það var eng­inn í kring­um mig sem starfaði við þetta eða neitt þannig held­ur er ég svo loft­hrædd að ég ákvað þetta út frá því frek­ar en áhuga. Svo var það bara þannig að þegar ég byrjaði þá gat ég ekki hætt því áhug­inn hellt­ist yfir mig,“ seg­ir Helga. 

Hún seg­ir upp­hafið að þess­ari veg­ferð í raun­inni vera í ferm­ing­ar­fræðslu þegar prest­ur­inn sagði frá því að stund­um þyrfti maður að gera hluti sem manni lang­ar ekk­ert sér­stak­lega til að gera. „Séra Ein­ar sagði frá því hvað hon­um fannst erfitt að kynna verk­efni og tala fyr­ir fram­an hóp í skóla og að hann hafi virki­lega þurft að tak­ast á við þann ótta þegar hann hóf nám í guðfræði. Í dag vinn­ur hann svo við að tala fyr­ir fram­an hóp af fólki,“ seg­ir Helga. 

„Þetta var svona gæsa­húða-mó­ment hjá 12 ára mér og ég beit þar með strax í mig að ég vildi starfa við minn helsta ótta. Ég var svo loft­hrædd að ég gat ekki staðið úti á svöl­um eða farið yfir brú nema ég myndi loka aug­un­um og leiða mömmu mína, og ég var al­veg orðin vand­ræðal­ega full­orðin þegar ég komst yfir það,“ út­skýr­ir hún. 

„Þannig ég ætlaði bara eins hátt og ég gæti og valdi flugið þá – og bara sem dæmi um þrjósk­una og hvað ég er ákveðin þá stóðst þetta allt og hér er ég í dag,“ bæt­ir hún við. 

Helga ákvað að sigrast á ótta sínum.
Helga ákvað að sigr­ast á ótta sín­um.

Vildi prófa flug­lífstíl­inn í flug­freyju­starf­inu

Þegar Helga lauk bók­lega hluta flugnáms­ins ákvað hún að sækja um starf sem flug­freyja og hóf störf hjá Icelanda­ir árið 2023. „Upp­haf­lega ákvað ég að sækja um sem flug­freyja bara til að prófa lífs­stíl­inn í kring­um flug­heim­inn, en svo heyrði ég flug­freyj­ur líka tala um hvað það sé gott að vinna með flug­mönn­um sem hafa starfað sem flug­freyj­ur eða -þjón­ar áður. Þá varð þetta mark­mið, að geta starfað við eitt­hvað sem myndi hjálpa mér að verða betri í mínu drauma­starfi,“ seg­ir Helga. 

Eftir útskrift úr bóklega hluta flugnámsins sótti Helga um starf …
Eft­ir út­skrift úr bók­lega hluta flugnáms­ins sótti Helga um starf sem flug­freyja.

Hvað er það skemmti­leg­asta við flug­freyju­starfið?

„Fólkið! Klár­lega fólkið – ef maður hef­ur ekki gam­an af fólki þá er þetta ekki fyr­ir mann. Á hverj­um degi í vinn­unni kynn­ist ég nýju fólki, bæði sam­starfs­fé­lög­um og farþegum. Það eru ómet­an­leg lífs­gæði að mæta í vinnu þar sem all­ir elska starfið sitt og eru til í dag­inn, einnig er ég að gera þetta með tveim­ur af mín­um bestu vin­kon­um og finn hvað það hjálp­ar mikið að þær skilji flug­heim­inn þar sem þetta er ekki fyr­ir hvern sem er. Svo er al­veg ótrú­lega gam­an að deila þess­ari reynslu og áhuga með æsku­vin­kon­um sín­um. Eins hef ég unnið með fólk­inu sem kenndi mér og eru búin að styðja við mig gegn­um allt námið sem mér þykir ótrú­lega vænt um, sam­fé­lagið í flug­inu er engu líkt.“

Helga segir samstarfsfólk sitt og farþega vera það skemmtilegasta við …
Helga seg­ir sam­starfs­fólk sitt og farþega vera það skemmti­leg­asta við vinn­una sína.

En mest krefj­andi?

„Fyr­ir mig er mest krefj­andi að stjórna svefn­in­um. Mér finnst mjög gott að vakna snemma og byrja dag­inn af krafti en það er oft erfitt þegar við lend­um klukk­an sjö um morg­un­inn og sof­um frá klukk­an átta til tvö á dag­inn. Þetta rugl­ar al­veg í lík­am­an­um og öllu kerf­inu en maður þarf bara að vera skipu­lagður og agaður ef maður vill vera í rútínu.“

Rútínuleysi á svefninum getur verið krefjandi.
Rútínu­leysi á svefn­in­um get­ur verið krefj­andi.

Áttu þér upp­á­halds­stopp?

„Mitt upp­á­halds­stopp er Minn­ea­pol­is því þangað er oft­ast flogið á Boeing 757 sem er stærri vél og þægi­legri að vinna á og svo er stoppið sjálft svo þægi­legt. Hót­elið er á há­skóla­svæði svo það er ekki mikið af fólki þar og ró­legt hverfi, við fáum líka aðgang að rækt­inni sem há­skól­inn á. Það er lík­ams­rækt á fimm hæðum og ég er þar al­veg í tvo til þrjá tíma þar sem maður kemst að í allt og það er allt til alls þarna – klif­ur­sal­ur, sund­laug, hlaupa­braut, körfu­bolta­sal­ur og fimm til tíu ein­tök af öll­um græj­um. Svo er hægt að taka Uber í sund­laugag­arð og vera þar í 25 gráðum og maður ligg­ur und­ir flug­um­ferð sem er að koma inn til lend­ing­ar, svo ég ligg bara að skoða flug­vél­ar.

Upp­á­halds­borg­in er samt alltaf Chicago, hún kem­ur virki­lega á óvart og miðað við stór­borg er hún svo snyrti­leg og hrein. Bygg­ing­arn­ar eru bæði svona am­er­ísk gler há­hýsi og svo fal­leg hús í evr­ópsk­um stíl. Eins er á sem ligg­ur í gegn­um borg­ina og ég á eft­ir að fara í sigl­ingu þar en marg­ar flug­freyj­ur hafa farið og segja að það sé æði.“

Uppáhaldsborg Helgu er Chicago í Bandaríkjunum.
Upp­á­halds­borg Helgu er Chicago í Banda­ríkj­un­um.

Hvað finnst þér skemmti­leg­ast að gera í stoppi?

„Ég fer alltaf í rækt­ina, finnst það al­gjört möst og líka gam­an að koma í nýj­ar lík­ams­rækt­ar­stöðvar og prófa nýj­ar græj­ur. Einnig verð ég líka ómögu­leg ef ég er föst í flug­vél í fimm til sjö tíma og ekk­ert búin að hreyfa mig.

En svo er ég líka a „certified yapp­er“ og hringi vana­lega tvo til þrjú sím­töl í fólkið heima eða vini mína sem eru líka í stopp­um er­lend­is. Þá fer ég oft út að ganga um borg­irn­ar og sest niður á kaffi­húsi eða í garði og reyni að nýta sól­ina. Svo er líka bara gam­an að sitja í þess­um borg­um og fylgj­ast með fólk­inu í kring­um sig, tísk­an og menn­ing­in er svo allt öðru­vísi en heima.“

Helga nýtur þess að prófa nýjar líkamsræktarstöðvar í stoppum sínum.
Helga nýt­ur þess að prófa nýj­ar lík­ams­rækt­ar­stöðvar í stopp­um sín­um.

Áttu þér upp­á­halds­búðir til að versla í stoppi?

„Amazon er mín upp­á­haldsversl­un þar sem þá fæ ég allt sent til mín og þá eru alltaf jól hjá mér uppi á hót­el­her­bergi. En ég er ein af fáum flug­freyj­um sem nenn­ir ekki að versla í stopp­um ég fer bara í nauðsynja versl­un­ar­ferðir ef ég þarf að fara inn í búðir. Ég hef bara ekki þol­in­mæðina né ork­una í búðir og er búin á því eft­ir svona ferðir, ég hef oft verið plötuð í búðir í stopp­um með vin­kon­um mín­um og er alltaf jafn hissa hvað þær nenna að klappa flík­un­um í þess­um búðum lengi.

Ég vil frek­ar hvíla mig aðeins og geta mætt hress í flugið heim um kvöldið því ég virka ekki ef ég verð þreytt.“

Helga er lítið fyrir að versla í búðum og því …
Helga er lítið fyr­ir að versla í búðum og því er Amazon í miklu upp­á­haldi.

Hvað er framund­an hjá þér?

„Ég er að skoða flug­kenn­ara­námið auk áfanga sem tengj­ast mann­lega þætt­in­um við flug sem ég hef mik­inn áhuga á. Eins datt mér í hug að skrá mig í Tækni­skól­ann svo ég sé bara þegar nær dreg­ur hvaða nám ég byrja í haust. Ég hef úr nægu að velja úr og vil helst gera þetta allt en það er víst ekki hægt.

Ég er líka að sækja um öll flug­manns störf þar sem ég upp­fylli kröf­urn­ar og það er útum all­an heim og á allskon­ar flug­vél­um. Útsýn­is­flug á Íslandi, einkaþotur í Saudi, cargo flug í Uz­bekist­an og farþega­flug í Svíþjóð. List­inn er enda­laus og ég er bara til í hvað sem er, fara bara og ná mér í reynslu og prófa nýja hluti. Þannig í raun­inni veit ég ekk­ert hvað ég geri í haust en lík­leg­ast verður þetta smá púslu­spil og þá er ég rosa hepp­in að geta alltaf mætt auka­lega í raf­virkja starfið og leikið mér þar þess á milli sem ég sæki um er­lend­is.“

Það er margt spennandi framundan hjá Helgu!
Það er margt spenn­andi framund­an hjá Helgu!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert