„Ég er mikið í að búa til upplifanir“

Halldór elskar að heimsækja fallega staði.
Halldór elskar að heimsækja fallega staði. Ljósmynd/Úr einkasafni

Hall­dór E. Lax­ness, leik­stjóri og leiðsögumaður, lagðist ung­ur í ferðalög og hef­ur alla tíð síðan látið nám og störf taka sig um heim all­an. Hann hef­ur átt er­indi í flest­ar heims­álf­ur og býr yfir ára­tuga reynslu í ferðaþjón­ustu og far­ar­stjórn. Þúsund­ir manna þekkja hann frá Lignano og Sikiley á Ítal­íu, en einnig hafa sæl­kera­ferðir hans um Frakk­land, Grikk­land og Ítal­íu slegið í gegn hjá lands­mönn­um síðastliðin miss­eri.

Hall­dór hlakk­ar til að halda áfram að miðla þekk­ingu sinni um sögu og list­ir til farþega Úrvals Útsýn­ar á kom­andi mánuðum.

 Hvenær byrjaði ferðaáhug­inn?

„Við erum öll þjökuð af þess­ari bakt­eríu í fjöl­skyld­unni. Ég byrjaði að ferðast mjög snemma í hug­an­um, enda voru sög­ur og saga í al­gjöru upp­á­haldi á mínu heim­ili.“

Hvað varstu gam­all þegar þú ferðaðist fyrst er­lend­is og hvert fórstu?

„Ég var eins árs þegar farið var til Dan­merk­ur. En fyrsta ferðin með meðvit­und var þegar ég var sjö ára, þá ferðaðst fjöl­skyld­an á farþega­skip­inu Kromprins Friðrik einnig til Dan­merk­ur.“

Til hvaða landa hef­ur þú ferðast?

„Ætli maður sé ekki kom­inn með eitt­hvað um 20 lönd.“

Hvert er eft­ir­minni­leg­asta ferðalagið þitt?

„Öll ferðalög eru eft­ir­minni­leg ef mann þyrst­ir í að ferðast.“

Halldór hefur ferðast til ríflega 20 landa.
Hall­dór hef­ur ferðast til ríf­lega 20 landa. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Hvað legg­ur þú áherslu á, á ferðalög­um? 

„Lengi vel sem ung­ur maður var maður að flýta sér til að sjá sem mest en núna er best að gefa öllu góðan tíma til að hafa sem mest gam­an að stöðum og fólki.“

Finnst þér skemmti­legra að ferðast ein­sam­all eða í hóp?

„Ég hef mikið gert af báðu en ég verð að viður­kenna að það er alltaf frá­bært að vera með per­són­ur og leik­end­ur sem geta glaðst með manni yfir feg­urð og gamani.“

Hver er upp­á­halds­borg­in þín í Evr­ópu og af hverju?

„Ég elska Róm og Par­ís, þær eru drottn­ing­ar borg­anna. Nú síðan er ég alltaf veik­ur fyr­ir hafn­ar­borg­un­um Napólí, Marseille og Pal­ermo, enda all­ar með svo fjöl­breytt mann­líf og ægi­fög­ur bæj­ar­stæði.“

En fyr­ir utan Evr­ópu?

„Mexí­kó er einn mesti suðupott­ur margra mis­mun­andi menn­inga. Þar ægir öllu sam­an á góðan og vond­an hátt.“

Hef­ur þú lent í vand­ræðum á ferðalög­um?

„Öllum ferðalög­um fylgja ein­hverj­ar áskor­an­ir en maður reyn­ir að gera sem minnst af „stunti“ þegar maður er að ferðast með hópa og einnig þegar maður er einn á ferð. Með vand­ræðum end­ar oft ferðin.“

Segðu aðeins frá leiðsögu­manna­líf­inu?

„Það er skemmti­legt ef þú finn­ur rétt sjón­ar­horn á það. Ég hef gam­an að vera með fólki og njóta ein­hvers sam­an.“

Halldór hlakkar mikið til komandi ferðalaga.
Hall­dór hlakk­ar mikið til kom­andi ferðalaga. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Hvað skil­grein­ir góðan leiðsögu­mann?

„Þar kem­ur leik­húsið inn. Að skipu­leggja ferðalag er eins og sviðsetja leik­verk. Við för­um með áhorf­end­ur og sam­ferðamen okk­ar á vissa staði. Ég er mikið í að búa til upp­lif­an­ir. Og leik­stjór­inn og leiðsögumaður­inn eru í að dýpka reynsl­una.“ 

Verður þú ein­hvern tím­ann þreytt­ur á að heim­sækja sömu staðina?

„Aldrei því að alltaf sér maður eitt­hvað nýtt.“

Hvaða ferðalög eru á dag­skrá hjá þér? 

„Ég var að koma úr Napó­lífló­an­um og held aft­ur út í októ­ber með Úrval Útsýn í ein­hvers kon­ar „must-ferðir“ á fagra og skemmti­lega staði. Á stefnu­skránni er að heim­sækja Budva í Svart­fjalla­landi, sem er ein af perl­um Adría­hafs­ins, sigla um Miðjarðar­hafið og heim­sækja Sikiley. Þetta eru allt „must-ferðir“ því að feg­urðin rík­ir ein á þess­um stöðum. Síðan verðum við von­andi með spenn­andi ferðir til Napólí, Capri, Am­al­fi, Fen­eyja og gríska eyja­hafs­ins á kom­andi mánuðum.“

Hvernig ferðalög­um ert þú hrifn­ast­ur af? 

„Ég er einna mest hrif­inn af því að vera í feg­urðinni þar sem að lífið er of stutt fyr­ir annað.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka