„Maður fékk bara hroll við að horfa yfir“

Heba Fjalarsdóttir fær ekki nóg af því að ferðast.
Heba Fjalarsdóttir fær ekki nóg af því að ferðast. Samsett mynd

Heba Fjalars­dótt­ir, markaðsstjóri flug­fé­lags­ins Play, hef­ur verið hald­in æv­in­týraþrá frá því að hún man eft­ir sér. Hún elsk­ar að skoða heim­inn og auka þekk­ingu sína á öðrum menn­ing­ar­heim­um. Heba ætl­ar að eyða jól­un­um í New York ásamt sam­býl­is­manni sín­um, Birgi Har­alds­syni, og ætl­ar svo að byrja nýja árið á skíðum í Madonna á Ítal­íu.

Þrátt fyr­ir ung­an ald­ur hef­ur Heba komið víða við í ís­lensku viðskipta­lífi, enda spreng­lærð og drif­in. Hún er með BSc-gráðu í viðskipta­fræði frá Há­skól­an­um í Reykja­vík og meist­ara­gráðu í Brand and Comm­unicati­ons Mana­gement frá Viðskipta­há­skól­an­um í Kaup­manna­höfn.

Hef­ur þú alltaf haft áhuga á ferðalög­um?

„Já, það er óhætt að segja það. Al­veg frá því að ég var ung höf­um við fjöl­skyld­an ferðast mikið, mest inn­an Evr­ópu en einnig til meira fram­andi landa. Þá bjó ég á Möltu í tvö ár sem barn vegna vinnu föður míns. Ég fór í heims­reisu með vin­konu minni þegar ég var tví­tug þar sem við ferðuðumst um Suðaust­ur-Asíu og Ástr­al­íu. Svo fór ég í skipti­nám í meist­ara­nám­inu til Kína og fékk þá tæki­færi til að ferðast mikið um Aust­ur-Asíu. Þannig má segja að áhugi minn á ferðalög­um hafi kviknað mjög snemma og eft­ir að ég varð sjálfráða snýst alltaf allt um næstu ut­an­lands­ferð.“

Heba heimsótti Kínamúrinn.
Heba heim­sótti Kínamúr­inn. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvert er eft­ir­minni­leg­asta ferðalagið þitt?

„Ind­land er klár­lega eft­ir­minni­leg­asta ferðalagið með fjöl­skyld­unni. Menn­ing­in og allt við Ind­land þótti mér áhuga­vert og allt öðru­vísi en það sem ég þekkti heim­an frá Íslandi. Í seinni tíð ferðast ég mjög mikið með sam­býl­is­manni mín­um og þá er ferðalag okk­ar til Hydra á Grikklandi mér minni­stæðast. Hydra er lít­il eyja ná­lægt Aþenu sem er þekkt fyr­ir að vera ein­stak­lega fal­leg og sjarmer­andi. Það eru eng­ir bíl­ar á eyj­unni og asn­ar eru helsti ferðamát­inn fyr­ir vöru­flutn­inga t.d. Það er al­veg magnað að vera á Hydra og ég get hrein­lega ekki mælt meira með því.“

Asnar eru aðal ferðamátinn á Hydra.
Asn­ar eru aðal ferðamát­inn á Hydra. Ljós­mynd/​Aðsend

Hver er eft­ir­minni­leg­asta ferðam­inn­ing­in?

„Þegar ég var að ferðast í Asíu eft­ir skipti­námið fór ég að landa­mær­um Suður- og Norður-Kór­eu. Það var al­veg súr­realískt að sjá gadda­vír­inn sem skil­ur lönd­in að, her­menn­ina á vakt og skila­boðin sem fólk hef­ur hengt á grind­verk­in með kveðjum til fjöl­skyld­unn­ar hinum meg­in við. Það var svo mik­il þögn og maður fékk bara hroll við að horfa yfir til Norður-Kór­eu.“

Hvert dreym­ir þig um að fara?

„Mig dreym­ir mest um að fara til Cape Town í Suður-Afr­íku. En ég er líka með ansi marga staði á óskalist­an­um fyr­ir næsta sum­ar, eins og Split í Króa­tíu og sigla þar á milli eyja, Madeira í Portúgal, sem er líka kallað Havaí Evr­ópu, og svo lang­ar mig mikið að fara til Marra­kesh í Mar­okkó.“

Hvað legg­ur þú áherslu á á ferðalög­um?

„Ódýrt flug, góðan mat og gott veður.“

Heba er á leið í julefrokost-ferð til Kaupmannahafnar á næstu …
Heba er á leið í julefrokost-ferð til Kaup­manna­hafn­ar á næstu dög­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Hver er upp­á­halds­borg­in þín í Evr­ópu?

„Upp­á­halds­borg­in mín í Evr­ópu er Lissa­bon. Hún er höfuðborg Portú­gals og þar er alltaf gott að vera. Borg­in er stór­feng­lega fal­leg og þar eru fullt af ung­um lista­mönn­um sem flykkj­ast til borg­ar­inn­ar, svo fal­leg list er alls staðar. Mat­ur­inn í Lissa­bon er geggjaður og það er líka mjög ódýrt miðað við aðrar borg­ir í Evr­ópu, auk þess sem veðrið er gott mest­an hluta árs­ins. Ég fór þangað í síðasta mánuði og keyrði í lít­inn strand­bæ rétt fyr­ir utan sem heit­ir Comporta og var full­kom­in staður fyr­ir haust­ferð.“

Það ríkir mikil kyrrð á Comporta.
Það rík­ir mik­il kyrrð á Comporta. Ljós­mynd/​Aðsend

En fyr­ir utan Evr­ópu?

„New York er alltaf í miklu upp­á­haldi. Ég kynnt­ist sam­býl­is­manni mín­um þar og eins og all­ir sem hafa komið þangað vita þá iðar borg­in af lífi.“

Hef­ur þú heim­sótt eitt­hvað af sjö undr­um ver­ald­ar?

„Já, ég hef farið á Kínamúr­inn, Taj Mahal og Hring­leika­húsið.“

Hef­ur þú lent í ein­hverju hættu­legu á ferðalagi er­lend­is?

„Ég fékk einu sinni veiru­sýk­ingu í Hong Kong og lenti á spít­ala. Ann­ars nei…“

Er ein­hver staður í heim­in­um sem þú vilt ekki heim­sækja?

„Nei, ég er alltaf til í að heim­sækja nýja staði og finnst skemmti­leg­ast að upp­lifa nýja menn­ing­ar­heima.“

Heba og Birgir eru mikið útivistarfólk og njóta sín á …
Heba og Birg­ir eru mikið úti­vistar­fólk og njóta sín á skíðum. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvað er ómiss­andi í flug­vél­inni?

„Þarna kem­urðu inná mitt sér­svið. Núm­er eitt, tvö og þrjú er að bóka gott sæti. Ég reyni alltaf að bóka mér sæti framar­lega í vél­inni því oft kost­ar það ekki of mikið og forðar manni frá hætt­unni á því að sitja aft­ast í vél­inni, kannski á milli tveggja ókunn­ugra. Ég vil líka alltaf sitja við gang­inn, sér­stak­lega ef ég ferðast ein því það er þreyt­andi að þurfa að biðja annað fólk um að standa upp þegar maður þarf á kló­settið. Ég fer líka ekki í flug án þess að hafa með mér svefn­grím­una mína, góðan vara­sal­va, handáb­urð, augndropa, og háls­púða – bara svona ef ske kynni að maður þurfi að nota þessa hluti. Svo er ég alltaf með hlaðin heyrnatól (e. air pods) og síma og góða bók. Allra mik­il­væg­asta er að hafa góða peysu eða tref­il með í flugi, því það verður oft kalt.

Get­ur þú sofið í flug­vél?

„Já svo sann­ar­lega, sér­stak­lega ef ég er með höfuðpúðann góða og svefn­grím­una.“

Hef­ur þig alltaf langað að starfa inn­an ferðageir­ans?

„Nei ekki beint, en það hef­ur þó alltaf blundað í mér enda elska ég ferðalög. Þegar ég fékk starf hjá PLAY fattaði ég um leið hvað þetta hentaði mér vel. Ég elska að markaðssetja áfangastaði fé­lags­ins því ég hef svo mik­inn áhuga á ferðalög­um og þá í raun vör­unni sem ég er að selja.“

Heba elskar að heimsækja New York og ætlar að eyða …
Heba elsk­ar að heim­sækja New York og ætl­ar að eyða jól­un­um í borg­inni ásamt sam­býl­is­manni sín­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvernig verður jóla­vertíðin hjá Play, eitt­hvað spenn­andi fram und­an?

„Við erum alltaf að gera eitt­hvað skemmti­legt og nú fer jóla­sal­an al­veg á fullt fyr­ir jóla­ferðirn­ar. Það er alltaf svo­lítið gam­an að selja gjafa­bréf í kring­um jól­in enda þægi­leg­asta gjöf­in til að gefa og besta gjöf­in að fá.“

Ertu kom­in í jólagír­inn?

„Jájá, ég er amk byrjuð að finna til serí­una og kert­in.“

Ætlar þú að halda jól­in á Íslandi eða er­lend­is?

„Ég held jól­in í New York með Birgi mann­in­um mín­um. New York er al­veg geggjuð yfir jól­in og ég get ekki beðið eft­ir að eyða jól­un­um þar. Upp­á­halds jól­in mín voru þegar ég var síðast í New York yfir jól svo ég er mjög spennt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert