„Mér líður mjög vel á Íslandi“

Shan elskar að búa á Íslandi.
Shan elskar að búa á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta var ein besta stund lífs míns,“ seg­ir hin ír­akska Shan Yousif Mohammed sem ný­verið hlaut ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt eft­ir tæp­lega sjö ára bú­setu á Íslandi. Hún kom til lands­ins frá Kúr­d­ist­an árið 2017, ásamt for­eldr­um sín­um og þrem­ur systkin­um, og seg­ir líf sitt hafa breyst til hins betra um leið og hún steig niður fæti á Íslandi.

Shan er 22 ára göm­ul og ein fjöl­margra inn­flytj­enda sem sinna hér störf­um í heil­brigðis­kerf­inu. Hún elsk­ar að hjálpa fólki og vakti mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlum í haust þegar hún deildi mynd­skeiði af sér að sýna sjúk­lingi á Land­spít­al­an­um glæ­nýtt vega­bréf sitt. 

Hvað varð til þess að þið fluttuð til Íslands, af hverju?

„Faðir minn vildi öðlast betra og ör­ugg­ara líf fyr­ir fjöl­skyldu sína.“

Sakn­ar þú lífs­ins í heima­land­inu, ef svo, hvers þá helst?

„Að sjálf­sögðu sakna ég heima­lands­ins. Ég sakna afa, ömmu, frænda minni og vina og einnig tungu­máls­ins, að heyra það óma úti á götu og alls staðar í kring­um mig. En ég vil frek­ar búa á Íslandi og lít á Ísland sem heim­ili mitt, eins og faðir minn seg­ir alltaf: „Heim­ili þitt er þar sem þér líður best“. Mér líður mjög vel á Íslandi og er með framtíðar­plön.“

Shan sem barn í Kúrdistan.
Shan sem barn í Kúr­d­ist­an. Ljós­mynd/​Aðsend

Er eitt­hvað líkt með líf­inu á Íslandi og í heimalandi þínu?

„Nei, ég myndi nú ekki segja það, en það eru lík­indi. Fólk ber mikla virðingu fyr­ir hvert öðru og sýn­ir ást og um­hyggju. Íslend­ing­ar og Kúr­d­ar eiga það sam­eig­in­legt að þykja vænt um fjöl­skyld­ur sín­ar, hitt­ast á hátíðis­dög­um og fagna sam­an.“

Hvernig var að yf­ir­gefa heimalandið?

„Það var mjög erfitt. Ég var ung og vina­mörg og þurfti að yf­ir­gefa heim­ili mitt og byrja upp á nýtt í ókunnu landi. En ég er mjög þakk­lát, stolt og afar ham­ingju­söm hér á landi.“

Hvers sakn­arðu helst við heimalandið?

„Ég sakna afa og ömmu. Ég sakna föstu­dags­kvöld­anna þegar öll fjöl­skyld­an hitt­ist og borðaði sam­an heima hjá þeim.“

Hvað finnst þér um vet­urna og myrkrið á Íslandi?

„Satt best að segja þá hef ég mjög gam­an af öllu sem viðkem­ur líf­inu á Íslandi en viður­kenni al­veg að þetta voru viðbrigði. Það tók mig smá tíma að venj­ast þessu en ég veit að á eft­ir myrkri kem­ur ljós og að vetri hverj­um fylg­ir vor.

Ég hef fundið fyr­ir vott af skamm­deg­isþung­lyndi og leitaði eitt sinn ráða hjá sjúk­lingi mín­um sem sagði: „Njóttu alls í kring­um þig, jafn­vel þegar það sær­ir þig eða ger­ir þig hrygga, þú nýt­ur slæmu tím­anna jafn­vel og hinna á meðan þú hef­ur tíma í þessu lífi“. Þessi orð opnuðu augu mín og allt frá því að ég heyrði þetta hef ég kunnað meta kuld­ann og myrkrið.“ 

Shan nýtur þess að hjálpa fólki.
Shan nýt­ur þess að hjálpa fólki. Ljós­mynd/​Aðsend

„Ég var flóttamaður á Íslandi“

Shan öðlaðist ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt í októ­ber og seg­ir það besta augna­blik lífs síns. 

„Ég get varla út­skýrt hvernig mér leið þenn­an ör­laga­ríka dag, þegar ég varð ís­lensk­ur rík­is­borg­ari. Ég var flóttamaður á Íslandi, ekki með vega­bréf, bara ferðaskil­ríki, og velti því fyr­ir mér í lang­an tíma hvenær ég yrði ís­lensk­ur rík­is­borg­ari.

Líf mitt breytt­ist svo óvænt laug­ar­dags­kvöldið 5. októ­ber síðastliðið. Ég var alltaf að bíða eft­ir svari frá Útlend­inga­stofn­un og ákvað, eig­in­lega bara að gamni mínu, að yf­ir­fara til­kynn­ing­arn­ar mín­ar á is­land.is og það var þá sem ég sá rík­is­fangið breyt­ast úr Írak yfir í Ísland. Ég stóð upp og hljóp garg­andi og grát­andi um allt húsið, af gleði auðvitað. 

Vin­kona mömmu minn­ar var í heim­sókn hjá okk­ur og skildi ekk­ert í því af hverju ég lét svona og mamma ekki held­ur. Ég gat ekki talað en kom því að lok­um út mér að ég hefði öðlast rík­is­borg­ara­rétt, mamma fór að há­gráta og faðmaði mig þétt að sér. Vin­ur pabba míns til­kynnti hon­um tíðind­in, hann var svo glaður og kom meira að segja snemma heim úr vinn­unni til að fagna með okk­ur.“

Shan segir íslenska ríkisborgararéttinn vera verðmætustu eign sína.
Shan seg­ir ís­lenska rík­is­borg­ara­rétt­inn vera verðmæt­ustu eign sína. Ljós­mynd/​Aðsend

Shan hélt þess­um miklu gleðitíðind­um leynd­um frá vin­um og vinnu­fé­lög­um í smá­stund en átti þó erfitt með að leyna þessu lengi.

„Ég bakaði ís­lenska köku og fór með hana upp á Land­spít­ala. Ég fagnaði með vinnu­fé­lög­um mín­um og sjúk­ling­um. Eins og marg­ir hafa séð þá sýndi ég ein­um af sjúk­ling­um mín­um vega­bréfið mitt, það var ein­stakt augna­blik. Ég græt í hvert ein­asta skipti sem ég horfi á mynd­bandið.“

Shan hóf störf á Land­spít­al­an­um í mars 2022 og hygg­ur á nám í lækn­is­fræði við Há­skóla Íslands.

„Ég byrjaði að vinna á Land­spít­al­an­um þann 10. mars 2022, á sjálf­an 20 ára af­mæl­is­dag­inn minn. Það var sko besti af­mæl­is­dag­ur sem ég hef átt.“

Hvað finnst þér skemmti­leg­ast við starfið?

„Ég nýt þess að ann­ast fólk og sjá því batna. Ég á í góðu sam­bandi við sjúk­ling­ana mína og elska að grín­ast í þeim og gleðja þá. Ég á marg­ar fal­leg­ar minn­ing­ar og skemmti­leg­ar sög­ur. Ég var til að mynda með sjúk­ling, al­veg ynd­is­lega konu, sem kallaði mig alltaf lilju. Mér þótti afar vænt um það. Þegar hún lést þá endaði ég á að fá mér húðflúr á rif­bein­in með mynd af lilju og orðunum „kind­ness always comes back“, en hún var vön að segja það við mig.“

Húðflúrið sem Shan fékk sér til heiðurs sjúklingi.
Húðflúrið sem Shan fékk sér til heiðurs sjúk­lingi. Ljós­mynd/​Aðsend

Stefn­ir þú á nám í hjúkr­un­ar­fræði, lækn­is­fræði eða sjúkra­liðafræði?

„Ég er á sjúkra­liðabraut og stefni á lækn­is­fræði. Mig hef­ur alltaf langað til þess að hjálpa fólki og sá fljótt að ég get reynst mörg­um hjálp­ar­von. Ég ætti þó ef­laust að fara í sál­fræði, enda góður hlut­andi og hef gengið í gegn­um margt, en ég vil bara vera mann­eskja sem sýn­ir öðrum bjart­ari leiðir.“

Hlakk­ar til jól­anna

Shan elsk­ar vet­ur­inn á Íslandi og nýt­ur veður­blíðunn­ar, göngu­stíg­anna og nátt­úru­feg­urðar­inn­ar.

Hvernig lýst þér á vet­ur­inn á Íslandi?

„Hann er fal­leg­ur en oft og tíðum harður. Ég elska him­in­inn á vet­urna, að horfa á norður­ljós­in og leika í snjón­um, það er ekk­ert betra.

Held­ur þú jól, ef svo, hvernig ætl­arðu að halda jól­in?

„Já, við byrjuðum að halda jól þegar við flutt­um til Íslands, enda eru jól­in stór hluti af ís­lenskri menn­ingu. Ég á tvö yngri systkini, bæði á grunn­skóla­aldri, og þau vilja ólm halda jól eins og sam­nem­end­ur sín­ir. For­eldr­ar mín­ir kaupa jóla­tré og gjaf­ir handa öll­um, við mamma eld­um kvöld­mat og síðan borðum við sam­an og gef­um hvert öðru gjaf­ir.“

Áttu þér ein­hverj­ar skemmti­leg­ar jóla­hefðir?

„Já, ég elska að skreyta jóla­tréð, baka jóla­kök­ur  og horfa á jóla­mynd­ir. Mér finnst líka gam­an að vinna á Land­spít­al­an­um í jóla­mánuðinum. Það er eina skiptið sem við meg­um bregða út af van­an­um og klæðast jólapeys­um á vakt­inni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert