10 áhugaverðustu ferðaviðtöl ársins

Ferðaviðtöl ársins voru fjölbreytt og skemmtileg.
Ferðaviðtöl ársins voru fjölbreytt og skemmtileg. Samsett mynd

Árið 2024 birt­ust fjöl­breytt, skemmti­leg og for­vitni­leg viðtöl á ferðavef mbl.is. Viðmæl­end­ur deildu æv­in­týra­leg­um ferðasög­um, eft­ir­minni­leg­um ferðam­inn­ing­um, skemmti­leg­um menn­ing­ar­sjokk­um og sögðu einnig frá upp­lif­un­um sín­um af því að flytj­ast til annarra landa.

Hér eru 10 ferðaviðtöl sem fengu mesta at­hygli á vefn­um í ár:

„Mér líður mjög vel á Íslandi“

Viðtalið sem vakti helst at­hygli les­enda ferðavefs mbl.is. var viðtal við hina ír­öksku Shan Yousif Mohammed sem hlaut ný­verið ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt eft­ir tæp­lega sjö ára bú­setu á Íslandi. Hún kom til lands­ins frá Kúr­d­ist­an árið 2017, ásamt for­eldr­um sín­um og þrem­ur systkin­um, og seg­ir líf sitt hafa breyst til hins betra um leið og hún steig niður fæti á Íslandi.

Pakkaði í sex ferðatösk­ur og flutti til San Diego

Viðtal við fyr­ir­sæt­una Bryn­dísi Líf Ei­ríks­dótt­ur vakti einnig mikla at­hygli les­enda. Hún er bú­sett í hinni sól­ríku San Diego-borg í Kali­forn­íu ásamt kær­asta sín­um, en þau tóku ákvörðun um að flytja þangað eft­ir að hon­um bauðst vinna á vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna.

Lærði flug­mann­inn og gerðist flug­freyja út frá loft­hræðslu

Hafn­ar­fjarðarmær­in Helga Rós Arn­ars­dótt­ir ákvað að læra flug­mann­inn og ger­ast flug­freyja vegna loft­hræðslu sem hún glímdi við. Hún sagði frá flu­gæv­in­týri sínu í skemmti­legu og fræðandi viðtali. 

Flugáhug­inn kviknaði óvænt í flug­freyju­starfi hjá WOW air

Viðtal við flug­mann­inn Telmu Rut Frí­manns­dótt­ur vakti mik­inn áhuga les­enda. Hún sagði meðal ann­ars frá því hvernig áhugi henn­ar á flugi kviknaði óvænt þegar hún starfaði sem flug­freyja hjá WOW air og að það besta við starfið væri að upp­lifa lífið ann­ars staðar og aðra menn­ing­ar­heima.

Gunn­hild­ur greiddi 735.000 krón­ur fyr­ir drauma­ferðina

Ævin­týra­kon­an Gunn­hild­ur Lind Hans­dótt­ir lét gaml­an draum ræt­ast í ár þegar hún ferðast alla leið til Kosta Ríka í Mið-Am­er­íku. Hún bókaði stór­an hluta af ferðinni í gegn­um Kil­roy og óskaði sér­stak­lega eft­ir því að fara í LaPo­int brimbretta­búðirn­ar. 

„Fólk tók al­veg sér­stak­lega vel á móti mér“

Fil­ipps­ey­ing­ur­inn Ryan Corcu­era flutt­ist bú­ferl­um til Íslands árið 2014 og starfar sem hjúkr­un­ar­fræðing­ur á Land­spít­al­an­um. Hann vissi lítið um Ísland áður en hann kom til lands­ins en ákvað að flytja hingað í þeirri von um að eign­ast betra líf.

Lét draum­inn ræt­ast og flutti til Íslands

Lit­há­inn Dei­vi­das Mat­kevičius flutti til Íslands einu ári eft­ir fyrstu heim­sókn sína til lands­ins. Í dag starfar hann sem ljós­mynd­ari, upp­tökumaður og jökla­leiðsögumaður. Hann sagði dvöl sína á Íslandi hafa ein­kennst af æv­in­týr­um, upp­götv­un­um og list­ræn­um vexti. 

„Fyrsta nótt­in var mjög köld“

Helga María Heiðars­dótt­ir, jökla­fræðing­ur, leiðsögu­kona og þjálf­ari, fór í mikla æv­in­týra­ferð fyrr á ár­inu þar sem hún þveraði Vatna­jök­ul á sjö dög­um á skíðum. Ferðin var í heild­ina 128 kíló­metr­ar og hækk­un­in 1.600 metr­ar.

„Það er allt öðru­vísi menn­ing á Balí en maður hefði haldið“

Balí í Indó­nes­íu er töfr­andi áfangastaður sem prýðir laupal­ista (e. bucket list) margra. Eyj­an hafði lengi verið of­ar­lega á laupal­ista nagla­fræðings­ins Auðar Gísla­dótt­ur, en í fe­brú­ar síðastliðnum rætt­ist langþráður draum­ur henn­ar um að heim­sækja áfangastaðinn.

Versta mat­ar­upp­lif­un­in var í feg­urðarsam­keppni í Mexí­kó

Guðrún Sig­ur­björns­dótt­ir yf­ir­flug­freyja hjá flug­fé­lag­inu Play rifjaði upp eft­ir­minni­leg­asta ferðalagið sitt í viðtali við ferðavef mbl.is. Hún sagði Maldív­eyj­ar standa upp úr og þá sér­stak­lega hversu tær sjór­inn var. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert