Árið 2024 birtust fjölbreytt, skemmtileg og forvitnileg viðtöl á ferðavef mbl.is. Viðmælendur deildu ævintýralegum ferðasögum, eftirminnilegum ferðaminningum, skemmtilegum menningarsjokkum og sögðu einnig frá upplifunum sínum af því að flytjast til annarra landa.
Hér eru 10 ferðaviðtöl sem fengu mesta athygli á vefnum í ár:
Viðtalið sem vakti helst athygli lesenda ferðavefs mbl.is. var viðtal við hina íröksku Shan Yousif Mohammed sem hlaut nýverið íslenskan ríkisborgararétt eftir tæplega sjö ára búsetu á Íslandi. Hún kom til landsins frá Kúrdistan árið 2017, ásamt foreldrum sínum og þremur systkinum, og segir líf sitt hafa breyst til hins betra um leið og hún steig niður fæti á Íslandi.
Viðtal við fyrirsætuna Bryndísi Líf Eiríksdóttur vakti einnig mikla athygli lesenda. Hún er búsett í hinni sólríku San Diego-borg í Kaliforníu ásamt kærasta sínum, en þau tóku ákvörðun um að flytja þangað eftir að honum bauðst vinna á vesturströnd Bandaríkjanna.
Hafnarfjarðarmærin Helga Rós Arnarsdóttir ákvað að læra flugmanninn og gerast flugfreyja vegna lofthræðslu sem hún glímdi við. Hún sagði frá flugævintýri sínu í skemmtilegu og fræðandi viðtali.
Viðtal við flugmanninn Telmu Rut Frímannsdóttur vakti mikinn áhuga lesenda. Hún sagði meðal annars frá því hvernig áhugi hennar á flugi kviknaði óvænt þegar hún starfaði sem flugfreyja hjá WOW air og að það besta við starfið væri að upplifa lífið annars staðar og aðra menningarheima.
Ævintýrakonan Gunnhildur Lind Hansdóttir lét gamlan draum rætast í ár þegar hún ferðast alla leið til Kosta Ríka í Mið-Ameríku. Hún bókaði stóran hluta af ferðinni í gegnum Kilroy og óskaði sérstaklega eftir því að fara í LaPoint brimbrettabúðirnar.
Filippseyingurinn Ryan Corcuera fluttist búferlum til Íslands árið 2014 og starfar sem hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum. Hann vissi lítið um Ísland áður en hann kom til landsins en ákvað að flytja hingað í þeirri von um að eignast betra líf.
Litháinn Deividas Matkevičius flutti til Íslands einu ári eftir fyrstu heimsókn sína til landsins. Í dag starfar hann sem ljósmyndari, upptökumaður og jöklaleiðsögumaður. Hann sagði dvöl sína á Íslandi hafa einkennst af ævintýrum, uppgötvunum og listrænum vexti.
Helga María Heiðarsdóttir, jöklafræðingur, leiðsögukona og þjálfari, fór í mikla ævintýraferð fyrr á árinu þar sem hún þveraði Vatnajökul á sjö dögum á skíðum. Ferðin var í heildina 128 kílómetrar og hækkunin 1.600 metrar.
Balí í Indónesíu er töfrandi áfangastaður sem prýðir laupalista (e. bucket list) margra. Eyjan hafði lengi verið ofarlega á laupalista naglafræðingsins Auðar Gísladóttur, en í febrúar síðastliðnum rættist langþráður draumur hennar um að heimsækja áfangastaðinn.
Guðrún Sigurbjörnsdóttir yfirflugfreyja hjá flugfélaginu Play rifjaði upp eftirminnilegasta ferðalagið sitt í viðtali við ferðavef mbl.is. Hún sagði Maldíveyjar standa upp úr og þá sérstaklega hversu tær sjórinn var.