Féll í yfirlið á aðfangadag á Srí Lanka

Þórdís Katla Sverrisdóttir lenti í óhappi á Srí Lanka.
Þórdís Katla Sverrisdóttir lenti í óhappi á Srí Lanka. Ljósmynd/Aðsend

Þór­dís Katla Sverr­is­dótt­ir veit fátt skemmti­legra en að ferðast. Hún er ný­kom­in heim eft­ir æv­in­týra­lega dvöl á eyj­unni Srí Lanka í Ind­lands­hafi, en þar eyddi hún jól­un­um ásamt for­eldr­um sín­um og tveim­ur yngri bræðrum. Þór­dís Katla seg­ir ferðalagið hafa verið magnaða upp­lif­un og hreint út sagt ótrú­legt, en eitt held­ur óheppi­legt at­vik, sem átti sér stað á aðfanga­dags­kvöld, gerði ferðina sér­lega eft­ir­minni­lega fyr­ir hana og fjöl­skyldu henn­ar.

Hún seg­ir bet­ur frá því hér á eft­ir.

Þór­dís Katla er 21 árs göm­ul og stund­ar nám á sviði tóm­stunda- og fé­lags­mála­fræða við Há­skóla Íslands. Hún veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en hlakk­ar til að kom­ast að því með tíð og tíma.

Þórdís Katla elskar að ferðast.
Þór­dís Katla elsk­ar að ferðast. Ljós­mynd/​Aðsend

„Hef verið hepp­in“

Ferðaáhug­inn kviknaði snemma hjá Þór­dísi Kötlu, enda eru for­eldr­ar henn­ar afar ferðaglaðir. Hún fór í fyrstu ut­an­lands­ferðina sína aðeins nokk­urra mánaða göm­ul og hef­ur verið á far­alds­fæti síðan.

„For­eldr­ar mín­ir hafa alltaf verið dug­leg­ir að ferðast með okk­ur og kynna okk­ur systkin­in fyr­ir undr­um heims­ins. Þegar ég var nem­andi í sjötta bekk, árið 2015, ferðuðumst við til Úganda, sem var ótrú­leg upp­lif­un fyr­ir ungu mig. Sú ferð opnaði augu mín fyr­ir fjöl­breyti­leika heims­ins. Ég al­gjör­lega elska Úganda og hef verið hepp­in að fá að heim­sækja landið oft­ar en einu sinni.“

Hvernig fannst þér að sjá og upp­lifa lífið í Úganda?

„Þar rík­ir mik­il stétta­skipt­ing og fyr­ir mig að sjá börn á mín­um aldri búa við þessa miklu fá­tækt en halda í lífs­gleðina og þakk­lætið breytti lífsviðhorfi mínu. Ég lærði hvað skipt­ir máli í þess­um heimi. Þarna er eng­in efn­is­hyggja, allt snýst um að vera þakk­lát­ur fyr­ir hvern dag. Allt sem ég sá og upp­lifði var ólíkt því ég þekkti frá því að al­ast upp á Íslandi.“

Þórdís Katla hefur ferðast reglulega til Úganda í gegnum árin …
Þór­dís Katla hef­ur ferðast reglu­lega til Úganda í gegn­um árin og tengst land­inu sterk­um bönd­um. Ljós­mynd/​Aðsend

„Þetta er ótrú­lega fal­leg­ur staður“

Eins og áður hef­ur komið fram þá eyddi Þór­dís Katla jól­un­um á eyj­unni Srí Lanka.

Hvernig kom það til að þið ákváðuð að ferðast til Srí Lanka?

„Góður vin­ur fjöl­skyld­unn­ar, Björn Páls­son, stofn­andi Crazy Puff­in Advent­ur­es, sem pabbi kynnt­ist í ferð til Sýr­lands fyr­ir ein­hverj­um árum síðan, er bú­sett­ur á Srí Lanka og skipu­lagði þessa æv­in­týra­ferð fyr­ir okk­ur og tvær aðrar ís­lensk­ar fjöl­skyld­ur. Hann þekk­ir svæðið eins og hand­ar­bakið á sér, hvern ein­asta krók og kima, og veit því vel hvað ferðalang­ar þurfa að sjá og upp­lifa.“

Þórdís Katla ásamt bræðrum sínum, Bergþóri Inga og Arnaldi Flóka.
Þór­dís Katla ásamt bræðrum sín­um, Bergþóri Inga og Arn­aldi Flóka. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvernig er lífið í Srí Lanka?

„Þetta er ótrú­lega fal­leg­ur staður, lands­lagið er ólýs­an­legt og fólkið mjög vina­legt. Það var alls staðar vel tekið á móti okk­ur og við upp­lifðum okk­ur aldrei óör­ugg þrátt fyr­ir að vera á fram­andi slóðum. Ég mæli hik­laust með því að heim­sækja Srí Lanka.“

Hvað gerðuð þið skemmti­legt?

„Það var mik­il keyrsla, Björn hafði skipu­lagt helj­ar­inn­ar dag­skrá fyr­ir okk­ur. Fyrsta dag­inn geng­um við upp á fjall, gist­um í tjaldi á toppn­um og fylgd­umst með sól­ar­upp­rás, það var magnað. Þetta var mik­il æv­in­týra­ferð, við fór­um einnig í flúðasigl­ingu, heim­sótt­um te-akra og verk­smiðju og lærðum að mat­reiða ekta ind­verska rétti.“

Fjölskyldan skellti sér í flúðasiglingu.
Fjöl­skyld­an skellti sér í flúðasigl­ingu. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvernig var að upp­lifa jól­in á Srí Lanka? 

„Það var æðis­legt, ólíkt öllu öðru. Ég vissi ekki al­veg hvort né þá hvernig þau héldu jól­in en það var helj­ar­inn­ar húll­um­hæ, mik­il hátíð, á hót­el­inu með góðum mat og skemmti­atriðum.“

„Ég bjóst sko ekki við því“

Þór­dís Katla Sverr­is­dótt­ir lenti í óhappi á aðfanga­dags­kvöld.

„Já, ég endaði á bráðamót­tök­unni, ég bjóst sko ekki við því.“

Hvað gerðist eig­in­lega?

„Sko, þetta er pínu fyndið, svona eft­ir á. Aðfanga­dag­ur hófst á safarí-ferð, sem var ótrú­lega skemmti­leg, en við fjöl­skyld­an höfðum ákveðið að eyða rest­inni af deg­in­um á hót­el­inu í af­slöpp­un við sund­laug­ar­bakk­ann. Dag­ur­inn leið hratt, ég pældi ekk­ert í því að drekka og borða, sem er að sjálf­sögðu nauðsyn­legt að gera í svona mikl­um hita, og endaði á að falla í yf­irlið á stein­gólfi hót­els­ins. For­eldr­ar mín­ir ruku með mig beint á bráðamót­tök­una, ég hlaut djúp­an skurð fyr­ir ofan aðra auga­brún­ina sem þurfti að sauma. Ég er með skarð, var­an­leg­an minja­grip úr ferðinni, í and­lit­inu,“ seg­ir Þór­dís Katla og hlær.“

Þórdís Katla endaði á bráðamóttöku eftir fall.
Þór­dís Katla endaði á bráðamót­töku eft­ir fall. Ljós­mynd/​Aðsend

Aðspurð seg­ir Þór­dís Katla ferðina á bráðamót­tök­una hafa gengið vel. 

„Ég var saumuð og send „heim“ en sög­unni lýk­ur ekki þar.

Nokkr­um dög­um seinna bólgnaði and­litið á mér upp, ég var eins og blaðra, og þá kom í ljós að það var kom­in sýk­ing í sárið.

Ég hélt því aft­ur upp á spít­ala þar sem saum­arn­ir voru tekn­ir og greft­in­um þrýst úr sár­inu. Ég hef aldrei upp­lifað slík­an sárs­auka, ég þurfti að fá sýkla­lyf í æð. Þetta gerðist sama dag og við átt­um að leggja af stað heim til Íslands. Við vor­um samt hepp­in og feng­um leyfi til að ferðast og flug­um í heil­ar 11 klukku­stund­ir til Par­ís­ar og þaðan heim, þó seinna en áætlað var, því flug­inu var frestað þar til seinna um kvöldið. En eft­ir langt ferðalag lent­um við á Íslandi og fór­um rak­leitt upp á Land­spít­ala þar sem ég fékk meiri sýkla­lyf.“

Hvernig var heil­brigðisþjón­ust­an á Srí Lanka?

„Hún var mjög fín. Heil­brigðis­starfs­fólkið vandaði sig og gerði allt rétt. Það sem mér fannst kannski erfiðast var að fáir skildu ensku og voru sam­skipt­in því brösu­leg á tím­um, ég var auðvitað stressuð þar sem þetta var and­litið á mér, en allt fór vel. Ég get al­veg hlegið að þessu núna.“

Andlitið á Þórdísi Kötlu bólgnaði vegna sýkingar.
And­litið á Þór­dísi Kötlu bólgnaði vegna sýk­ing­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Eft­ir þetta helj­ar­inn­ar æv­in­týri, ertu með ein­hver spenn­andi ferðaplön?

„Já, við erum alltaf með ein­hver ferðaplön. Okk­ur fjöl­skyld­una lang­ar mikið til að heim­sækja Jap­an og stefn­um þangað á næsta ári. Ann­ars ætla ég til Hol­lands að hitta vini mína, í út­skrift­ar­ferð með bekkj­ar­fé­lög­um mín­um til Tyrk­lands og kannski aft­ur til Úganda í páskafrí­inu. Ég er ekki með nein form­leg plön eft­ir út­skrift, sem er núna í vor, en það er draum­ur að flytja er­lend­is, hvort sem það er í nám eða til að vinna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert