Ólafur Jóhann og Sigurlaug fengu menningarsjokk á Maldíveyjum

Ólafur og Sigurlaug í í tærum sjónum á Maldíveyjum.
Ólafur og Sigurlaug í í tærum sjónum á Maldíveyjum. Ljósmynd/Instagram

Útvarps­maður­inn Ólaf­ur Jó­hann Steins­son og kær­asta hans, Sig­ur­laug Birna Garðars­dótt­ir, ákváðu að fagna af­mæli henn­ar með stæl í ár. Þau gerðu sér ferð til Maldív­eyja, þar sem þau nutu skín­andi sól­ar og töfr­andi sjós.

„Við feng­um up­gra­de í bis­ness

Ólaf­ur Jó­hann og Sig­ur­laug fóru með stutt­um fyr­ir­vara til Maldív­eyja.

„Þetta var eig­in­lega bara skyndi­ákvörðun, þannig við þurft­um ekki að safna mikið fyr­ir þessu,“ seg­ir Ólaf­ur.

Hann seg­ir það hafa verið lyk­il­atriði að púsla sam­an ódýr­um flug­leiðum til að halda kostnaði niðri. Hins veg­ar get­ur gist­ing á Maldív­eyj­um verið mjög dýr, sér­stak­lega á há­anna­tíma, en sem bet­ur fer fann parið hag­stætt til­boð á bók­un­ar­síðu.

Ferðalagið var samt sem áður langt og inni­hélt næt­ur­flug frá Par­ís til Malé – en þar beið þeirra óvænt­ur glaðning­ur: „Við feng­um up­gra­de í bis­ness og sváf­um alla leið,“ seg­ir hann.

Njóta lífs­ins

Þegar komið var til Maldív­eyja tóku þau 45 mín­útna báts­ferð yfir á hót­elið Sun Siyam Ol­huveli. Stærsti hluti frís­ins fór í af­slöpp­un, sólbað og busl í tær­um sjón­um.

Ólaf­ur nefn­ir þó sér­stak­lega ferðalag á eyju í ná­grenn­inu sem eft­ir­minni­lega upp­lif­un og einnig fagnaði hann af­mæl­is­degi Sig­ur­laug­ar með pomp og prakt.

Mennn­ing­ar­sjokk

Ólaf­ur seg­ir að Maldív­eyj­ar séu bæði eins og maður ímynd­ar sér, með skín­andi sól og krist­al­tær­um sjó, en að einnig sé þar viss menn­ing­armun­ur.

„Það er ekki alls staðar svona mik­ill lúx­us eins og á sum­um þess­um eyj­umvið fund­um al­veg fyr­ir menn­ing­ar­sjokki“ út­skýr­ir hann.

Gott að vita fyr­ir Maldív­eyjafar­ara

Aðspurður hvort hann hafi ráðlegg­ing­ar fyr­ir þá sem hugn­ast ferð á Maldív­eyj­ar, mæl­ir Ólaf­ur með að fólk pakki snorkl-græj­um, því þær geti verið dýr­ar í inn­kaup­um þegar á hólm­inn er komið.

„Það er einnig oft bara ein búð á hverri eyju og þar er allt ansi dýrt, svo ég mæli með að taka allt svona með að heim­an,“ seg­ir hann og bæt­ir við að sól­ar­vörn geti kostað allt að 10.000 krón­ur ef kaupa þarf hana á staðnum.

Maldív­eyj­ar eða Bahama­eyj­ar?

Í sept­em­ber í fyrra voru þau á Bahama­eyj­um og aðspurður um hvor staður­inn sé betri, seg­ir Ólaf­ur:

„Maldív­eyj­ar eru meiri para­dís en hins veg­ar er auðveld­ara að koma sér yfir á Bahama­eyj­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert