Láta barneignir ekki stoppa ferðalögin

Erla Rut Rögnvaldsdóttir og Davíð Þór Gunnarsson hafa ferðast mikið …
Erla Rut Rögnvaldsdóttir og Davíð Þór Gunnarsson hafa ferðast mikið með soninn. Ljósmynd/Aðsend

Davíð Þór Gunn­ars­son og Erla Rut Rögn­valds­dótt­ir hafa verið sam­an í fjór­tán ár eða nán­ast hálfa æv­ina. Þau kynnt­ust á mennta­skóla ár­un­um en í dag starfar Davíð sem lyfja­fræðing­ur og Erla er í sér­námi í al­menn­um lyflækn­ing­um. Ferðalög hafa ein­kennt sam­band þeirra en þau hafa komið til 44 landa sam­an. Þau létu fæðingu frumb­urðar­ins ekki stoppa æv­in­týr­in og hef­ur son­ur þeirra, Elv­ar Freyr, komið til fjór­tán landa á sínu fyrsta ári.

„Við höf­um bæði alltaf haft gam­an af ferðalög­um en þessi mikli áhugi byrjaði eft­ir fimm mánaða Así­ureisu sem við fór­um í árið 2014,’’ segja þau.

Farið þið í ferðalag á hverju ári?

„Við för­um ár­lega í nokkr­ar ferðir, venju­lega í eina til tvær lang­ar ferðir sem eru þá oft um fjór­ar til sex vik­ur og svo í styttri ferðir til Banda­ríkj­anna eða Evr­ópu á vor­in og haust­in,“ seg­ir hún. 

Er annað ykk­ar meira í því að plana og und­ir­búa ferðirn­ar?

„Davíð er mun dug­legri að plana og und­ir­búa ferðirn­ar. Hann hef­ur í gegn­um tíðina sankað að sér alls kon­ar aðferðum og trix­um til þess að finna ódýr­ustu flug­in, hót­el góðu verði og þess hátt­ar,“ seg­ir hún. 

Það má segja að ferðalög séu eitt af aðal áhugamálum …
Það má segja að ferðalög séu eitt af aðal áhuga­mál­um Erlu Rut­ar og Davíðs Þórs. Þau fara yf­ir­leitt í nokkr­ar ferðir á ári. Hér standa þau á Kínamúrn­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvaða lönd eru í upp­á­haldi hjá ykk­ur og af hverju?

„Það er mjög erfitt að velja en þau lönd sem við för­um end­ur­tekið til eru Taí­land, Víet­nam og Mexí­kó. Stór hluti af okk­ar ferðalög­um snú­ast um mat­ar­menn­ingu land­anna sem er lík­lega ástæðan fyr­ir því að þessi lönd eru í upp­á­haldi.“

Er ein­hver áfangastaður sem ykk­ur hef­ur fund­ist krefj­andi að ferðast um?

„Við erum orðin mjög vön því að ferðast á af­skekkt­um og fram­andi stöðum svo það er hægt að segja að lítið komi okk­ur á óvart núna. Þegar við fór­um í reis­una okk­ar árið 2014 tók­um við eft­ir því hvað um­ferðin var hæg milli borga í mörg­um lönd­um. Kíló­metra­fjöld­inn var oft lít­ill en það tók samt sem áður mjög lang­an tíma að keyra á milli,“ seg­ir hann. 

Hvernig var fyrsta ferðalag­in ykk­ar með barn?

„Við eignuðumst son okk­ar hann Elv­ar Frey þann 17. janú­ar árið 2024. Við höfðum ákveðið að þegar við eignuðumst börn myndu þau ferðast með okk­ur og fannst okk­ur til­valið að fara í aðra reisu í fæðing­ar­or­lofinu. Við ákváðum að fara þegar hann væri bú­inn að fá barna­bólu­setn­ing­arn­ar tvisvar svo hann fór út tæp­lega fimm mánaða og kom heim tæp­lega átta mánaða. Ferðin var því um þrír mánuðir og fór­um við til Grikk­lands, Kýp­ur, Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæm­anna, Ind­lands, Malas­íu, Indó­nes­íu, Víet­nam, Taív­an, Taí­lands og Singa­púr. Ferðalagið með barn gekk von­um fram­ar. Við erum vön að ferðast um all­an heim og við þurft­um í raun­inni bara að aðlaga ferðina að hon­um. Við t.d. pöntuðum bíla­leigu­bíl mun oft­ar en við erum vön og á stöðum þar sem erfiðara var að keyra sjálf, þá vor­um við með einka­bíl­stjóra. Elv­ar var mjög fljót­ur að aðlag­ast hit­an­um en það var í kring­um þrjá­tíu gráður all­an tím­ann. Það skemm­ir held­ur ekki fyr­ir að hann elsk­ar að leika sér í sund­laug­um,“ seg­ir hún. 

Sonurinn Elvar Freyr kom í heiminn í janúar 2024 og …
Son­ur­inn Elv­ar Freyr kom í heim­inn í janú­ar 2024 og fór í sína fyrstu reisu fimm mánaða gam­all. Ljós­mynd/​Aðsend

„Tíma­mis­mun­ur­inn var okk­ur í hag, þ.e. hátta­tíma seinkaði því aust­ar sem við fór­um svo við náðum að gera meira en við bjugg­umst við. Við náðum að fara á alla kvöld­markaði sem okk­ur langaði til að skoða því Elv­ar fór oft ekki að sofa fyrr en klukk­an tíu á kvöld­in og vaknaði á móti seinna á morgn­anna en hann er van­ur,“ seg­ir hún. 

Stund milli stríða hjá mæðginunum Erlu og Elvari, á Akrópólishæð …
Stund milli stríða hjá mæðgin­un­um Erlu og Elvari, á Akrópólis­hæð í Grikklandi. Ljós­mynd/​Aðsend

Voruð þið fjöl­skyld­an ein all­an tím­ann í ferðinni?

„Við vor­um með hóp þris­var sinn­um í ferðinni. Fyrsti áfangastaður­inn var Grikk­land þar sem okk­ur hafði verið boðið í brúðkaup hjá vinap­ari og vor­um við þá í viku með vin­um. Næsti áfangastaður var Kýp­ur þar sem við vor­um í tvær vik­ur með fjöl­skyldu Davíðs. Svo í miðri ferð vor­um við með minni fjöl­skyldu í þrjár vik­ur í Indó­nes­íu en milli þess vor­um við ein. Það var æðis­legt að fá hjálp frá fjöl­skyldu og vin­um svona inn á milli,“ seg­ir hún. 

Hádegismatur borðaður á miðjum hrísgrjónaakri í Asíu.
Há­deg­is­mat­ur borðaður á miðjum hrís­grjóna­akri í Asíu. Ljós­mynd/​Aðsend

Upp­full af ferðaráðum

Eru þið með ein­hver ráð varðandi það að ferðast með ung­barn?

„Við erum með þónokk­ur ráð sem við upp­götvuðum á ferðalag­inu með Elv­ar. Varðandi flug­ferðir þá er oft­ast óþarfi að borga sæti fyr­ir barn á þess­um aldri, börn und­ir tveggja ára fá yf­ir­leitt auka­sæti ef það er laust í vél­inni. Við keypt­um stund­um sæti fyr­ir Elv­ar ef flugið var í lengri kant­in­um, þá vor­um við að miða við fimm klukku­stunda flug eða lengra. Okk­ur þótti þá gott að vera al­veg ör­ugg að fá sæti fyr­ir hann. Við mæl­um með því að taka bíl­stól með í vél­ina og nota hann þá í þessu auka­sæti. Flest flug­fé­lög eru samt mjög rög við að leyfa manni að taka bíl­stól­inn al­veg að flug­vél­inni. Við heyrðum end­ur­tekið af því að vél­in væri full en í flest­um til­fell­um var það ekki rétt, og við feng­um auka­sæti. Ef það færi á versta veg og raun­in væri sú að ekk­ert sæti væri laust, þá er mögu­leiki að inn­rita bíl­stól­inn sem far­ang­ur, þegar komið er að vél­inni. En það að hafa stól­inn bjargaði lengri flug­un­um okk­ar þar sem hann svaf yf­ir­leitt vel í hon­um. Fyr­ir svona langt ferðalag með mörg­um flug­um þá er mik­il­vægt að taka með sér ferðakerru sem er hægt að koma fyr­ir í far­ang­urs­rým­inu fyr­ir ofan sæt­in. Okk­ur þótti afar þægi­legt að hafa okk­ar eig­in kerru á öll­um flug­völl­um,“ seg­ir hún. 

Parið segir fyrsta ferðalagið með ungabarn hafi gengið ótrúlega vel …
Parið seg­ir fyrsta ferðalagið með unga­barn hafi gengið ótrú­lega vel og naut Elv­ar litli sín vel í ferðakerr­unni sinni. Ljós­mynd/​Aðsend

Svefn son­ar­ins var vel skipu­lagður þrátt fyr­ir að fjöl­skyld­an væri á ferð og flugi. 

„Hann gat alltaf tekið fyrsta og síðasta lúr dags­ins á ferðinni hér og þar. Miðju lúr­inn hann var lengst­ur og við pössuðum okk­ur að hafa hann uppi á hót­el­her­bergi eða í bíl. Með því að gera þetta svona þá gát­um við gert eitt­hvað öll sam­an í u.þ.b. fimm klukku­stund­ir, bæði fyr­ir og eft­ir langa lúr­inn. Varðandi gist­ing­arn­ar sem við bókuðum, þá ákváðum við að leyfa okk­ur að vera á hót­el­um í fínni kant­in­um og hafa þæg­ind­in í fyr­ir­rúmi. Við vor­um annað hvort í villu með einka­sund­laug eða reynd­um að vera á hót­el­her­bergi sem var við sund­laug. Þannig gát­um við bæði verið við sund­laug­ar­bakk­ann á meðan hann lagði sig, þar sem við sáum inn­gang­inn að her­berg­inu okk­ar. Síðast en ekki síst vor­um við með tvær ferðavift­ur fyr­ir Elv­ar sem var mjög mik­il­vægt í hit­an­um,“ seg­ir hún. 

Feðgarnir Davíð og Elvar bregða á leik í Taívan.
Feðgarn­ir Davíð og Elv­ar bregða á leik í Taív­an. Ljós­mynd/​Aðsend

Eru ein­hver eft­ir­minni­leg at­vik sem standa upp úr frá ferðum ykk­ar?

„Við höf­um minnst ferðast um Afr­íku en fyr­ir nokkr­um árum fór­um við þangað ásamt bróður Davíðs. Við heim­sótt­um Rú­anda, Úganda og Ken­ía. Það kom okk­ur mikið á óvart hversu auðvelt var að ferðast þar um en við leigðum bíl sjálf og keyrðum um Rú­anda. Þar voru veg­irn­ir al­mennt góðir og þægi­legt að keyra. Við fylgd­um hins veg­ar Google Maps aðeins of bók­staf­lega á leið okk­ar að landa­mær­um Úganda, sem leiddi okk­ur um mikla sveita­vegi. Eft­ir lang­an akst­ur kom­um við að mjög ótraust­vekj­andi timb­ur­brú. Við vor­um í smá tíma að skoða hana og mana okk­ur upp í að keyra yfir, en nokkr­ir heima­menn voru þá komn­ir og voru þeir full­viss­ir um að þetta væri ekk­ert mál. Á end­an­um þá löbbuðum ég og bróðir Davíðs yfir brúna og Davíð keyrði hratt yfir á þung­um Land Cruiser bíl. Brú­in hrist­ist og það brakaði hressi­lega í henni en þetta lukkaðist sem bet­ur fer,“ seg­ir hún. 

Davíð var ansi smeykur við að keyra yfir þessa brú …
Davíð var ansi smeyk­ur við að keyra yfir þessa brú í Rú­anda, á stór­um Land Cruiser bíl. Ljós­mynd/​Aðsend

Erla seg­ir að frá þess­ari ferð sé líka eft­ir­minni­legt hvað safa­ríið í Úganda og Ken­ía. 

„Það var stór­kost­legt, það fór langt fram úr okk­ar vænt­ing­um. Það er svo rosa­lega mikið líf á slétt­un­um á þessu svæði, sér­stak­lega á Masai Mara svæðinu í Ken­ía. Það leið varla meira en mín­úta milli þess sem við urðum vitni af dýra­líf­inu þar. Okk­ur þykir svo alltaf skemmti­legt þegar við kynn­umst fólki frá land­inu sem við erum í. Fyr­ir nokkr­um árum vor­um við tvö í Srí Lanka og sát­um þar á bar. Við spjölluðum við nokkra heima­menn sem endaði með því að þeir buðu okk­ur í heima­bæ­inn sinn dag­inn eft­ir. Við þáðum það, ætluðum að fara annað dag­inn eft­ir en lengd­um dvöl­ina þarna um eina nótt. Við vörðum svo öll­um deg­in­um með þeim og sýndu þeir okk­ur bæ­inn sinn og buðu okk­ur svo í kvöld­mat heim til sín. Það var al­veg ótrú­lega skemmti­legt.“

Parið hefur lent í alls kyns ævintýrum hér og þar …
Parið hef­ur lent í alls kyns æv­in­týr­um hér og þar um heim­inn. Ljós­mynd/​Aðsend

Erla og Davíð leigðu einka­bíl­stjóra á Indlandi þegar þau voru á ferð með son sinn. 

„Við tók­um bíl­stól­inn alltaf með í bíl­inn sem bíl­stjór­an­um fannst skrítið og sagði hann end­ur­tekið ,,það not­ar eng­inn bíl­belti í Indlandi og börn eru ekki í bíl­stól­um”, og hon­um þótti afar fyndið hvað við vor­um tauga­veikluð með þetta. Aft­ur á móti hafði hann mikl­ar áhyggj­ur af Elvari þegar það var pínu­lít­il rign­ing og við ekki með regn­hlíf fyr­ir hann en samt var þrjá­tíu gráðu hiti. Svo þegar Elv­ar var að leika sér að naga vift­una sína hafði hann mikl­ar áhyggj­ur af því að vift­an myndi skera tung­una á hon­um. For­gangs­röðunin var eitt­hvað skrít­in þar sem hann myndi slasast mun meira í bíl­slysi en að fá nokkra dropa á sig eða lít­inn viftu­spaða í tung­una.“

Eru ein­hver ferðaplön á næst­unni?

„Við fór­um í for­eldra­frí fyr­ir stuttu til Bost­on á meðan Elv­ar var í pöss­un hjá ömmu sinni og afa. Árið 2025 lang­ar okk­ur að fara í ferð með Elvari Frey, til Banda­ríkj­anna og Mið- Am­er­íku, þá erum við mest að skoða Kosta Ríka, Gvatemala og Dóm­in­íska Lýðveldið.“

Fjölskyldan ætlar sér að halda áfram að ferðast á hverju …
Fjöl­skyld­an ætl­ar sér að halda áfram að ferðast á hverju ári, hér eru feðgarn­ir að rölta um hof í Indó­nes­íu. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert