„Mér finnst stundum eins og ég lifi í draumi“

Valentína Björk Hauksdóttir.
Valentína Björk Hauksdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Valentína Björk Hauks­dótt­ir kann að njóta lífs­ins og búa sér til ný tæki­færi. Hún er fædd og upp­al­in í Hrafnagils­sveit á Norður­landi en flutt­ist upp úr tví­tugu til höfuðborg­ar­inn­ar og starfaði sem flug­freyja hjá Play í rúmt ár. Hún seg­ist alltaf hafa haft það bakvið eyrað að hana langaði að leita eitt­hvað lengra. Í dag starfar hún sem flug­freyja hjá Emira­tes og er bú­sett í Dubai, þar sem höfuðstöðvar flug­fé­lags­ins eru.

„Ég sá aug­lýs­ingu á sam­fé­lags­miðlum þar sem Emira­tes var með op­inn dag á Íslandi og ég ákvað í skyndi að mæta á hann. Eitt leiddi af öðru og ég fékk boð á nám­skeið hjá þeim og hófst það í byrj­un ág­úst árið 2023.“

Hvernig var þín upp­lif­un af inn­töku­ferl­inu og hvernig er að vinna fyr­ir Emira­tes?

„Inn­töku­ferlið er langt og strangt í hrein­skilni sagt. Marg­ir sem fara á opna daga hjá þeim hafa gert það áður og ekki kom­ist inn. Það eru mörg skil­yrði sem þarf að upp­fylla ef maður vill kom­ast inn hjá Emira­tes og þau eru með háar vænt­ing­ar til þeirra sem sækja um. Þjálf­un­in er um það bil tveir mánuðir, alla virka daga og eru dag­arn­ir lang­ir. Þegar ég fór í starfsviðtal hjá þeim, þá var mæld bæði hæð og þyngd því þau eru með ákveðnar kröf­ur varðandi slíkt. Þau fara eft­ir BMI stuðli og hann er svo at­hugaður tvisvar sinn­um í þjálf­un­inni svo að það er fylgst mjög vel með manni. Til að kom­ast í gegn­um þjálf­un­ina þarf að taka henni mjög al­var­lega, taka vel eft­ir í tím­um og læra mikið heima. Það er farið yfir svaka­lega mikið efni á stutt­um tíma, jafn­vel þó að þetta séu tveir mánuðir. Ég tók verk­leg og skrif­leg próf nokkr­um sinn­um í viku. Mér þótti verk­legu próf­in oft vera stress­andi en það var yf­ir­leitt verið að prófa í efni sem var ný­búið að fara yfir og var mik­il pressa að falla ekki. Sem bet­ur fer gekk mér vel enda var ég með mjög góðum hópi í skól­an­um og hjálpuðumst við mikið að. Ég er ennþá í sam­skipt­um við suma af bekkj­ar­fé­lög­um mín­um og er ég mjög þakk­lát fyr­ir að hafa kynnst þeim.“

Valentína Björk lauk átta vikna þjálfun hjá flugfélaginu Emirates í …
Valentína Björk lauk átta vikna þjálf­un hjá flug­fé­lag­inu Emira­tes í sept­em­ber árið 2023. Ljós­mynd/​Aðsend

„Núna er ég búin að vera hjá þeim í eitt og hálft ár og ég er ennþá spennt fyr­ir vinn­unni. Maður er alltaf að upp­lifa eitt­hvað nýtt og þetta er gríðarlega stórt tæki­færi sem ég mun alltaf vera þakk­lát fyr­ir að hafa fengið. Ef ég ætti að lýsa upp­lif­un minni hingað til þá er það eitt stórt æv­in­týri. Á sama tíma er þessi vinna virki­lega krefj­andi og alls ekki fyr­ir alla. Þetta er stórt stökk frá því sem ég var að gera og hef verið vön að gera. Sem dæmi eru flug­in hjá Emira­tes yf­ir­leitt löng, við fáum okk­ar hvíld og pás­ur en það er mikið álag á lík­amann að vera svona lengi í flug­vél. Sum­ir dag­ar eru erfiðari en aðrir en yfir það heila hef ég verið hepp­in og mín upp­lif­un er mjög góð. Vinn­an hef­ur gert mér kleift að kynn­ast svo ótrú­lega mörgu nýju sem hef­ur gert mig að opn­ari mann­eskju. Ég hef ferðast á staði sem ég hélt að ég myndi aldrei koma til og tek­ist á við alls kon­ar aðstæður.“

Valentína hefur komið til borg englanna.
Valentína hef­ur komið til borg engl­anna. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvernig finnst þér að búa í Dubai?

„Dubai hent­ar mér vel og það kom mér á óvart hvað mér lík­ar vel að búa hér. Hug­mynd­irn­ar sem ég hafði um þessa borg voru eig­in­lega allt öðru­vísi en hún er í raun og veru. Mér finnst stund­um eins og ég lifi í draumi. Það er mjög auðvelt að kynn­ast fólki í Dubai, alla­vega út frá minni reynslu og mér finnst vera fullt af tæki­fær­um. Flug­freyju­starfið gef­ur ekki kost á sömu rútínu alla daga þar sem ég vinn bæði á dag­inn og á nótt­unni. Eng­inn mánuður er eins svo ég er í raun aldrei í rútínu. En þá daga sem ég er í fríi reyni ég að sinna heils­unni vel. Ég er dug­lega að hreyfa mig og elska að fara á strönd­ina hvort sem það er til að æfa eða bara njóta og fara í sólbað. Ég er mikið með vin­um og það er enda­laust í boði til að gera. Það eru marg­ir staðir í Dubai sem ég held upp á, en ég myndi segja að borg­inni væri skipt upp í nokk­ur svæði og mín upp­á­halds eru Dubai Mar­ina, Downtown, The Palm og Ju­meirah.

Ég elska að fara á strönd sem heit­ir Kite, ég fer vana­lega þangað til að taka góðan göngu­túr, hlaupa eða bara eiga góðan dag. Svo er enda­laust úr­val af strand­ar­klúbb­um og alltaf er hægt að finna ein­hvern nýj­an til að prófa. Til að nefna nokkra skemmti­lega þá eru það Kyma, White beach, Be Beach og Twiggy. Þegar ég á frí­dag er í miklu upp­á­haldi hjá mér að verja deg­in­um á strand­ar­klúbbi með góðum vin­um.

Þegar kem­ur að því að velja veit­ingastað er úr­valið ótrú­lega mikið og er oft erfitt að ákveða hvert á að fara. Það sem er svo skemmti­legt við suma veit­ingastaðina hér er stemm­ing­in, staðirn­ir breyt­ast iðulega í hálf­gerða klúbba svo maður end­ar oft kvöld­verðinn á því að dansa uppi á stól. Baga­telle, Ula, Nammos, Urla eru ótrú­lega flott­ir staðir en ég gæti nefnt enda­laust af veit­inga­stöðum sem ég mæli með.  Svo er auðvitað stærsti vatns­renni­brautag­arður í heimi í Dubai. Ég hef prófað hann einu sinni og þarf svo sann­ar­lega að fara aft­ur þar sem það er nán­ast ómögu­legt að sjá all­an garðinn á ein­um degi.“

Það er hægt að bralla ýmislegt skemmtilegt í Sameinuðu arabísku …
Það er hægt að bralla ým­is­legt skemmti­legt í Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Valentína hugs­ar vel um sig og hef­ur fundið lík­ams­rækt­ar­stöð sem er í upp­á­haldi. 

„Ég fer mikið í rækt­ina og finnst gam­an að prófa nýj­ar lík­ams­rækt­ar­stöðvar, en ég hef fundið eina sem heit­ir Well­fit og fer oft­ast þangað. Ég á góða ís­lenska vin­konu hér sem er einkaþjálf­ari í ótrú­lega flottri og nýrri stöð hjá Well­fit. Þar sem það er svo margt í boði, þá hef ég fundið nokkr­ar síður t.d. á In­sta­gram sem sýna hvað sé í boði í borg­inni. Þar hef ég fundið m.a. sunnu­dag­sjóga sem er á Kite strönd­inni. Svo hef ég séð hóp sem tek­ur píla­tes morgu­næf­ingu og fer svo sam­an á kaffi­hús eft­ir. Þetta er til dæm­is mjög góð leið til að kynn­ast fólki ef maður er að leit­ast eft­ir því.“

Hún segir lífið í Dubai vera frábært.
Hún seg­ir lífið í Dubai vera frá­bært. Ljós­mynd/​Aðsend

Valentína býr í íbúð sem flug­fé­lagið út­vegaði henni. 

„Veðrið er nán­ast alltaf full­komið en helsti gall­inn er hvað það verður heitt á sumr­in. Frá júní til sept­em­ber er nán­ast ekki hægt að vera úti vegna hita þar sem hann get­ur farið upp í 45 gráður. Ég bý með tveim­ur öðrum stelp­um í íbúð sem Emira­tes út­vegaði okk­ur. Flugliðar hjá Emira­tes búa yf­ir­leitt með ein­um eða tveim­ur öðrum. Ég er mjög hepp­in bæði með staðsetn­ingu og stelp­urn­ar sem ég bý með.

Dubai er auðvitað allt öðru­vísi en Ísland og ég þurfti al­veg að venj­ast því þar sem ég hafði aldrei áður flutt út fyr­ir land­stein­anna. Það sem mér finnst erfiðast er að búa langt frá fjöl­skyldu og vin­um. Ann­ars elska ég lífið hérna og er að njóta þess til fulls.“

Hef­urðu farið í skemmti­leg stopp í vinn­unni?

„Ég hef farið á fullt af áhuga­verðum stöðum og til margra landa sem ég hefði mögu­lega ekki farið til ef ég væri ekki að vinna hjá Emira­tes. Mér finnst Víet­nam vera mjög fal­legt land og býður það upp á nátt­úru sem ég hafði aldrei séð áður. Ég flaug til Hanoi og við í áhöfn­inni fór­um í sigl­ingu í Halong Bay á bæði bát og skipi. Stoppið mitt til Cape Town stend­ur líka upp úr. Þá var ég með frá­bærri áhöfn og við skoðuðum alla borg­ina með far­ar­stjóra, sem var al­gjör upp­lif­un. Afr­íka er eig­in­lega í upp­á­haldi hjá mér. Ég hef farið á nokkra áfangastaði þar og það sem ég kann mest að meta við Afr­íku er fólkið. Svo eru fullt af fleiri stöðum sem ég elskaði og væri al­veg til í að fara aft­ur til eins og Balí, Má­ritíus, Miami og Grikk­land.“

Valentína var mjög hrifin af Halong Bay í Víetnam.
Valentína var mjög hrif­in af Halong Bay í Víet­nam. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvað stend­ur upp úr?

„Einnig á ég fullt af góðum minn­ing­um úr flug­un­um. Mér finnst alltaf gam­an þegar það eru lít­il börn um borð. Í eitt skiptið var móðir að ferðast ein með lítið barn og það vildi svo óheppi­lega til að hún veikt­ist mikið um borð. Hún gat því ekki séð um barnið svo ég varð að pöss­un­ar­píu það sem eft­ir lifði flugs. Seinna sendi hún Emira­tes bréf þar sem hún var svo þakk­lát fyr­ir hvað við sáum vel um barnið henn­ar og hana sjálfa. Það kem­ur nefni­lega oft í ljós að flug­freyju­starfið er ekki bara það að gefa mat og drykki held­ur erum við þjálfuð fyr­ir allt sem get­ur komið fyr­ir um borð.“

Flugfreyjustarfið getur verið krefjandi en æðislega skemmtilegt. Hér er Valentína …
Flug­freyju­starfið get­ur verið krefj­andi en æðis­lega skemmti­legt. Hér er Valentína á Balí í vinnu­stoppi. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvernig fíl­ar þú að vinna sí­fellt með nýju sam­starfs­fólki?

„Oft­ast er það bara gam­an. Ég fæ að kynn­ast ótrú­lega ólíku fólki frá mis­mun­andi stöðum úr heim­in­um. Sum flug eru þannig að áhöfn­in nær mjög vel sam­an og það er eins og við höf­um alltaf þekkst. Þá er virki­lega gam­an að gera eitt­hvað sam­an í stopp­un­um, við verðum eins og ein krútt­leg fjöl­skylda, á meðan við erum í 1-3 sól­ar­hrings stoppi á ein­hverj­um fram­andi stað. Svo kem­ur auðvitað fyr­ir líka að ég vinni með fólki sem ég tengi ekki jafn mikið við en það er bara eins og í öðrum vinn­um.

Ég get beðið um ákveðna áfangastaði fyr­ir hvern mánuð en það fer svo eft­ir ýmsu hvað ég fæ hverju sinni. Það er ekki hægt að biðja um flug með ákveðnum ein­stak­ling­um en ef mig lang­ar að fá flug með vin­um mín­um, þá get ég reynt að skipta um flug. Ég er með marga staði á óskalist­an­um, t.d. Rio de Jan­eiro, Tokyo, Sansi­b­ar og að öll­um lík­ind­um á bara eft­ir að bæt­ast á þenn­an lista.“

Dagarnir eru ólíkir en þessi mynd er tekin í Brisbane …
Dag­arn­ir eru ólík­ir en þessi mynd er tek­in í Bris­bane í Ástr­al­íu. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvað færðu mörg frí á ári?

„Frá því að ég flutti út hef ég farið þris­var heim til Íslands þar sem við fáum ákveðið marga daga í frí á ári og hef ég alltaf nýtt þá til þess að fara heim. Ég fer heim aðallega til að hitta fólkið mitt þar sem ég sakna þeirra mest við Ísland.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert