„Heppnar að fá að sjá þetta með eigin augum“

Birna Mjöll Björgvinsdóttir og Isabella Ó. J. Morthens.
Birna Mjöll Björgvinsdóttir og Isabella Ó. J. Morthens. Ljósmynd/Aðsend

Vin­kon­urn­ar Birna Mjöll Björg­vins­dótt­ir og Isa­bella Ó. J. Mort­hens hafa farið yfir heims­ins höf síðastliðna mánuði, en þær voru að klára fjög­urra mánaða heims­reisu. Þær bjuggu til TikT­ok og In­sta­gram aðgang und­ir nafn­inu Ljós­kureis­an og átti sá reikn­ing­ur fyrst og fremst að vera minn­ing­ar­bók fyr­ir þær sjálf­ar, fjöl­skyldu, vini og vanda­menn til að fylgj­ast með ferðinni, en nú hafa fleiri áhuga­sam­ir bæst í fylgj­enda­hóp­inn og eru þær með nokk­ur þúsund fylgj­end­ur á báðum miðlum.

„Ferðin gekk von­um fram­ar og við gæt­um í raun ekki verið ánægðari með það hvernig allt þróaðist. Auðvitað mætt­um við áskor­un­um inn á milli en það er ein­mitt hluti af svona ferðalagi, að þurfa að tak­ast á við óvænt­ar aðstæður, læra af þeim og vaxa í leiðinni.

Eft­ir fjóra mánuði þar sem nán­ast hver ein­asti dag­ur bauð upp á eitt­hvað nýtt og spenn­andi, var það sér­stök og óvenju­leg til­finn­ing að snúa aft­ur heim í hvers­dags­leik­ann á Íslandi. Þess­ir fjór­ir mánuðir voru svo sann­ar­lega bestu mánuðir lífs okk­ar, svo það tek­ur sinn tíma að lenda og ná aft­ur teng­ingu við dag­legt líf heima,“ seg­ir Isa­bella. 

Þær enduðu ferðina í New York og fóru þar á …
Þær enduðu ferðina í New York og fóru þar á tón­leika. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvað fóru þið til margra landa?

„Við fór­um alls til tíu landa á ferðalag­inu okk­ar og það var ótrú­lega dýr­mæt reynsla að fá að kynn­ast ólík­um menn­ing­ar­heim­um og um­hverfi þar sem að hvert land hafði eitt­hvað sér­stakt upp á að bjóða. Lengst­um tíma eydd­um við í Taílandi, Indó­nes­íu og Ástr­al­íu, um þrjár vik­ur í hverju landi. Þegar litið er til­baka hefðum við viljað vera leng­ur á hverj­um stað en á sama tíma að þá voru mörg lönd sem okk­ur dreymdi um að heim­sækja svo þetta var hinn full­komni milli­veg­ur. Við ferðuðumst hratt um en feng­um að sjá ótal staði með mis­mun­andi menn­ingu, nátt­úru og sögu,“ seg­ir Birna. 

Hér eru Isabella og Birna með hressum hóp af ferðalöngum, …
Hér eru Isa­bella og Birna með hress­um hóp af ferðalöng­um, sem ferðaðist með þeim í nokkra daga í Ástr­al­íu. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvaða land kom ykk­ur mest á óvart?

„Það land sem kom okk­ur hvað mest á óvart var án efa Ástr­al­ía. Við eydd­um þrem­ur vik­um í að ferðast niður aust­ur­strönd­ina með rútu og urðum al­gjör­lega heillaðar af land­inu. Við átt­um ekki von á að nátt­úr­an væri svona fjöl­breytt og fal­leg, allt frá hvít­um strönd­um Whitsundays-eyja til kór­alrif­anna í Great Barrier Reef, regn­skóga Cairns og eyj­unn­ar Fraser. Þetta voru staðir sem heilluðu okk­ur al­gjör­lega,“ seg­ir Isa­bella. 

Hér er Birna á gullfallegri bjartri strönd, ein af mörgum …
Hér er Birna á gull­fal­legri bjartri strönd, ein af mörg­um slík­um í reis­unni. Ljós­mynd/​Aðsend

„Við vor­um bún­ar að heyra marg­ar sög­ur um hættu­legt dýra­líf í Ástr­al­íu og við vor­um smá stressaðar fyr­ir ferðina, maður sér jú allt mögu­legt á TikT­ok um köngu­lær í skóm, sná­ka inn á baðher­bergj­um og há­karla í sjón­um. Við sáum vissu­lega köngu­lær, en bara úti í nátt­úr­unni, eins og við má bú­ast. Þetta var alls ekk­ert eins og sög­urn­ar gáfu í skyn og var í raun bara part­ur af æv­in­týr­inu.

Það sem heillaði okk­ur líka var and­rúms­loftið í land­inu og fólkið sem við kynnt­umst. All­ir voru svo opn­ir, hjálp­sam­ir, glaðlynd­ir og við upp­lifðum okk­ur strax vel­komn­ar. Ástr­al­ía stal sann­ar­lega hjört­un­um okk­ar,“ seg­ir Birna. 

Stelpurnar lögðu af stað í febrúar.
Stelp­urn­ar lögðu af stað í fe­brú­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Syntu með risa­vöxn­um sköt­um á Balí

Þið voruð með „bucket-lista“ yfir hluti sem ykk­ur langaði að af­reka í heims­reis­unni, hvernig ykk­ur gekk að klára hann?

„Áður en við lögðum af stað í reis­una gerðum við bucket-lista, þar á meðal var að fá köf­un­ar­rétt­indi, læra á brimbretti, fara í fall­hlíf­ar- og teygju­stökk, kafa í Great Barrier Reef, synda með skjald­bök­um og hákörl­um. Okk­ur tókst að klára allt þetta, og meira til!

Á meðan ferðalag­inu stóð bætt­um við líka reglu­lega við list­ann, þá bæði afþrey­ing­um ásamt stöðum sem okk­ur dreymdi um að sjá ein­hvern tím­ann á æv­inni. Sem dæmi ákváðum við al­veg óvænt að synda með risa­stór­um sköt­um á Balí, eitt­hvað sem við höfðum ekki planað, en það var al­gjör­lega ógleym­an­leg upp­lif­un.

Í Air­lie Beach í Ástr­al­íu stukk­um við úr flug­vél og það var svo sann­ar­lega eitt­hvað sem við mun­um aldrei gleyma. Orð ná varla að lýsa þeirri mögnuðu til­finn­ingu, að vera í frjálsu falli og öll­um þeim hugs­un­um sem fljúga í gegn­um haus­inn á manni í því augna­bliki. Útsýnið var líka al­veg klikkað og það var ótrú­legt að svífa um í þessu fal­lega lands­lagi. Maður átt­ar sig á því að lífið er núna, og maður á að njóta þess til fulls á meðan maður get­ur,“ seg­ir Birna. 

Hér er Isabella í flugvélinni á leiðinni upp, fyrir fallhlífarstökkið.
Hér er Isa­bella í flug­vél­inni á leiðinni upp, fyr­ir fall­hlíf­ar­stökkið. Ljós­mynd/​Aðsend
Hér er Birna Mjöll, jafnspennt og vinkona sín, á leiðinni …
Hér er Birna Mjöll, jafn­spennt og vin­kona sín, á leiðinni upp í vél­ina. Ljós­mynd/​Aðsend

„Teygju­stökkið var í bæn­um Taupo í Nýja-Sjálandi og það var meiri skyndi­ákvörðun, bókað með aðeins eins dags fyr­ir­vara. Sú til­finn­ing var allt öðru­vísi en fall­hlíf­ar­stökkið, til­finn­inga­lega sjokkið var meira og allt var mun fljót­ara að ger­ast. Og það kom augna­blik þar sem að okk­ur leið eins og að það væri ekk­ert að fara að grípa okk­ur. Báðar þess­ar upp­lif­an­ir voru ein­stak­ar á sinn hátt og klár­lega á meðal hápunkta ferðar­inn­ar,“ seg­ir Ísa­bella. 

Ógleym­a­leg­ar stund­ir hinu meg­in á hnett­in­um

Stelp­urn­ar ferðuðust um Eyja­álfu í dágóðan tíma, bæði í Ástr­al­íu, Nýja-Sjálandi og svo fóru þær þaðan til Cook eyja og vörðu viku í sann­kallaðri para­dís, áður en þær héldu til Norður-Am­er­íku.

„Eins og við sögðum áður, þá urðum strax ást­fangn­ar af Ástr­al­íu og vor­um fljótt farn­ar að íhuga að flytja út og vinna þar eft­ir dvöl­ina. Það sem stóð upp úr var þriggja daga sigl­ing á segl­skipi milli Whitsundays eyja. Við heim­sótt­um meðal ann­ars Whitehaven Beach, en atriði úr Pira­tes of the Caribb­e­an bíó­mynd­un­um voru tek­in þar upp. Við fór­um einnig á Fraser-eyju, sem er þekkt fyr­ir að hafa Dingóa, sem eru villt­ir hund­ar, og þeir ráfa um strend­ur eyj­unn­ar. Þar voru eng­ir veg­ir og við keyrðum um strend­ur eyj­ar­inn­ar á fjór­hjóla­drifn­um bíl­um, gist­um í tjöld­um, vor­um án net­sam­bands í þrjá daga og kynnt­umst ynd­is­legu fólki,“ seg­ir Birna. 

Draumkennt útsýni frá Whitsundays eyjum.
Draum­kennt út­sýni frá Whitsundays eyj­um. Ljós­mynd/​Aðsend

„Í Nýja-Sjálandi ferðuðumst við um norður eyj­una á hús­bíl í tvær vik­ur. Þar keyrðum við á vinstri veg­ar­helm­ing, sem var furðu fljótt að venj­ast, en við höf­um hins­veg­ar lent nokkr­um sinn­um í því að setja rúðuþurrk­urn­ar í gang í stað stefnu­ljóss hérna heima.

Nátt­úr­an þar er hreint út sagt mögnuð og svip­ar margt til Íslands. Við ókum í gegn­um skóga, sáum fjölda fossa, vötn, heit­ar laug­ar, fjöll og strend­ur. Það sem stóð helst upp úr var að sjá Hobbit­on og ganga um þar sem mynd­irn­ar Lord of the Rings og Hobbit­inn voru tekn­ar upp. Hver dag­ur var nýtt­ur æv­in­týri og það var gam­an að hafa frelsi til að ferðast á eig­in hraða, fylgja veðrinu og finna fyr­ir auknu sjálfs­trausti. Við vor­um 19 ára að aka risa stór­um hús­bíl, hinum meg­in á hnett­in­um, á vit­laus­um veg­ar­helm­ing, og öku­sætið er hægra meg­in, frek­ar magnað,“ seg­ir Isa­bella. 

Það má segja að þær hafa öðlast meira sjálfstraust, farið …
Það má segja að þær hafa öðlast meira sjálfs­traust, farið út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og þrosk­ast mikið við að fara tvær sam­an í svona langt ferðalag. Hér eru stelp­urn­ar í Nýja-Sjálandi. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvernig ákváðu þið að fara til Cook-eyja?

„Cook Is­lands eru eyríki í Suður-Kyrra­hafi sem við höfðum aldrei heyrt um fyrr en við rák­umst á  það á TikT­ok fyr­ir al­gjöra til­vilj­un. Við enduðum á að breyta nokkr­um flug­um til að kom­ast þangað og það var svo sann­ar­lega þess virði.

Við flug­um frá Nýja-Sjálandi til eyj­unn­ar Rarot­onga, en hápunkt­ur­inn var þegar við flug­um þaðan yfir til Aitutaki, út­sýnið var eins og para­dís á jörðu. Þar fór­um við í báts­ferð um eyj­arn­ar sem liggja við strend­ur Aitutaki. Þetta var ógleym­an­leg­ur dag­ur frá upp­hafi til enda, við synt­um í tær­asta sjó sem við höf­um nokk­urn tím­ann séð, borðuðum mat að hætti inn­fæddra og upp­lifðum kyrrðina sem fylg­ir því að vera al­gjör­lega utan al­fara­leiðar.

Það var ein­mitt þarna sem við lituðum hvor á aðra og sögðum hlæj­andi: „Því­lík for­rétt­indi að fá að vera hérna, hvernig erum við svona heppn­ar að fá að sjá þetta með eig­in aug­um?“ Þetta var eitt af þess­um augna­blik­um sem við mun­um aldrei gleyma og mun lifa með okk­ur alla ævi,“ seg­ir Birna. 

Hér er Isabella að sóla sig á ströndinni.
Hér er Isa­bella að sóla sig á strönd­inni. Ljós­mynd/​Aðsend

Næsta stopp bauð líka upp á strönd og sól, en þann stað þekkja fleiri. Önnur sann­kölluð para­dís, Havaí.

„Havaí kom skemmti­lega á óvart, við vor­um ekki með mikl­ar vænt­ing­ar þegar við lent­um á eyj­unni, en við dýrkuðum að vera þar. Við gist­um á gisti­heim­ili í Waikiki sem var aðeins tveim­ur mín­út­um frá strönd­inni, og leigðum brimbretti við sól­set­ur. Við kynnt­umst einnig tveim­ur stelp­um frá Kan­ada sem voru her­berg­is­fé­lag­ar okk­ar og við átt­um dýr­mæt­ar stund­ir með þeim, leigðum all­ar sam­an bíl og ferðuðumst um eyj­una. Það var hápunkt­ur ferðar­inn­ar, að kom­ast úr borg­ar stemn­ing­unni sem er við strand­lengj­una og fara að öll­um nátt­úruperl­un­um sem Honolulu hef­ur upp á að bjóða,“ seg­ir Birna. 

Það var ekki annað hægt en að stoppa bílinn og …
Það var ekki annað hægt en að stoppa bíl­inn og dást að nátt­úru­feg­urðinni á Honolulu. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvaða dag­ur úr reis­unni er eft­ir­minni­leg­ast­ur?

„Það eru svo marg­ir dag­ar sem standa upp úr og erfitt að velja einn sem eft­ir­minni­leg­ast­an, auðveld­asta svarið væri dag­ur­inn sem við fór­um í fall­hlíf­a­stökkið, það er augna­blik sem við mun­um aldrei gleyma. Ef við ætt­um að velja dag þar sem hafði ein­hverja merk­ingu fyr­ir okk­ur þá er það dag­ur­inn þar sem við vor­um á segl­skipi í Ástr­al­íu og við vöknuðum klukk­an hálf­sex og horfðum út á hafið á sól­ar­upp­rás­ina sam­an. Það var svona augna­blik þar sem við lit­um á hvor aðra og sögðum: ,,Er þetta í al­vöru lífið okk­ar?’’ Eft­ir það snorkluðum við all­an dag­inn, stukk­um út í sjó­inn af rólu sem hékk á bátn­um og stoppuðum á eyj­un­um sem voru í kring,“ seg­ir Isa­bella. 

Er eitt­hvað land sem ykk­ur lang­ar að fara til aft­ur á næstu árum?

„Klár­lega, það eru mörg lönd sem við vilj­um heim­sækja aft­ur. Okk­ur lang­ar að fara aft­ur til Ástr­al­íu og gefa okk­ur meiri tíma á hverj­um stað, við vilj­um skoða suður eyju Nýja-Sjá­lands sem við náðum ekki að sjá í þetta sinn. Hver staður setti sitt mark á ferðalagið okk­ar og það er ómögu­legt að bera þá sam­an, því feg­urðin ligg­ur í því hvað þeir voru ólík­ir,“ seg­ir Ísa­bella og Birna bæt­ir við: 

„Eft­ir að hafa ferðast víða, og kynnst fólki sem hef­ur heim­sótt ótelj­andi staði, erum við nú að líta til annarra heims­hluta fyr­ir næsta æv­in­týri okk­ar. Afr­íka, Fil­ipps­eyj­ar og Suður-Am­er­íka hafa vakið sér­staka for­vitni og spennu hjá okk­ur.“

Sumarlegar og sætar í Ástralíu.
Sum­ar­leg­ar og sæt­ar í Ástr­al­íu. Ljós­mynd/​Aðsend

Má bú­ast við fleiri æv­in­týr­um hjá Ljós­kureis­unni?

„Já, al­veg pottþétt! Við höf­um fengið ótrú­lega góðar und­ir­tekt­ir og okk­ur finnst virki­lega skemmti­legt að deila þessu æv­in­týri með fylgj­end­um okk­ar. Við bjugg­umst ekki við að fólki fynd­ist svona gam­an að fylgj­ast með, en þetta hef­ur verið ynd­is­legt og okk­ur finnst ekk­ert skemmti­legra en að fá spurn­ing­ar um reis­una og von­um að við get­um verið inn­blást­ur fyr­ir annað fólk til að fara í svona heims­reisu,“ seg­ir Birna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert