Ævintýraför í miðbæinn

Hallgrímskirkjar kann að vera hversdagsleg bygging í augum fullorðinna en …
Hallgrímskirkjar kann að vera hversdagsleg bygging í augum fullorðinna en hún getur verið ævintýrakastali fyrir börn Eggert Jóhannesson

Hef­ur barnið þitt farið upp í Hall­gríms­kirkjut­urn? Ef já, er orðið svo­lítið langt síðan? Stund­um þarf ekki mikið til að gleðja börn, oft eru ein­földu hlut­irn­ir best­ir. Það er margt í um­hverfi okk­ar sem full­orðnir taka sem gefn­um hlut en eru al­ger æv­in­týra­ver­öld fyr­ir börn. 

Ef þig vant­ar hug­mynd að ein­faldri helgarafþrey­ingu er stór­sniðugt að fara upp í lyftu upp í turn­inn á Hall­gríms­kirkju og horfa yfir borg­ina. Fyr­ir þau yngstu er sniðugt að leyfa þeim að nefna lit­ina á þök­un­um og fyr­ir eldri börn er skemmti­legt að finna hús sem þau kunna að þekkja.

Stundum þarf afþreying fjölskyldunnar ekki að vera flókinn til að …
Stund­um þarf afþrey­ing fjöl­skyld­unn­ar ekki að vera flók­inn til að all­ir geti notið sam­ver­unn­ar og átt góðan dag. Eggert Jó­hann­es­son

Fyr­ir börn af lands­byggðinni get­ur verið stór­sniðugt að taka einn eft­ir­miðdag frá og fara í miðbæ­inn með ferðamönn­un­um og upp turn­inn í næstu Reykja­vík­ur­vík­ur­ferð enda bygg­ing­in afar eft­ir­minni­legt og minn­ing­in lík­leg til að lifa lengi. Ef tím­inn er næg­ur þá er upp­lagt að skoða stytt­urn­ar í garði Ein­ars Jón­son­ar í lista­safn­inu við hliðin á kirkj­unni, þar er sann­kölluð æv­in­týra­ver­öld

Auka­bón­us fyr­ir börn­in, sér­stak­lega þau yngstu, er að skilja bíl­inn eft­ir og taka strætó. Eft­ir turn­inn og stytt­urn­ar er að sjálf­sögðu upp­lagt að kíkja á nær­liggj­andi kaffi­hús, bókakaffi­hús eru al­ger klass­ík með börn­um. Svona sam­veru­stund­ir eru afar nær­andi fyr­ir sál­ina.
Munið að leyfa börn­un­um að nota sím­ann til að taka mynd­ir eða taka með mynda­vél svo þau geti tekið mynd­ir á sín­um for­send­um og sjón­ar­horni.

Úti­púk­ar eru með fleiri góðar hug­mynd­ir að afþrey­ingu fjöl­skyld­unn­ar, utipuk­ar.is

_____________________________________________________

Helg­in framund­an eru flokk­ur á Fjöl­skyld­unni sem gef­ur for­eldr­um og öðrum aðstand­end­um barna hug­mynd­ir að afþrey­ingu fyr­ir börn og full­orðna.

mbl.is