Saga af gangsetningu

Elma Sól segir lesendum Fjölskyldunnar frá reynslu sinni af gangsetningu.
Elma Sól segir lesendum Fjölskyldunnar frá reynslu sinni af gangsetningu.

Fjölskyldan er í samstarfi við lífstílsbloggarana á Komfort.is. Elma Sól Long er ein af sex konum sem skrifa fyrir Komfort og hér skrifar hún um sína fyrstu fæðingu sem var gangsett og deilir fallegum persónulegum myndum með.
______________________________________________
„Mig langaði aðeins að skrifa um mína upplifun af gangsetningu. Í langan tíma hef ég verið inni á allskonar mömmu grúppum á facebook, þar eru konur að tala um sínar reynslu af fæðingu, mænudeyfingu, gas, náttúrulegum aðferðum og svo framvegis. En sjaldan sér maður neitt “pepp talk” varðandi gangsetningar. Ég sé of mikið af neikvæðum umræðum um það og neikvæðum reynslum sem hefur því miður ekki góð áhrif á þær konur sem vita að þær þurfa að fara í gangsetningu. Ég veit það líka bara sjálf af reynslu hvað mér leið illa á að sjá enga góða umsögn varðandi þetta þegar ég vissi að ég átti að fara í gangsetningu ef ég væri ekki búin að eiga fyrir 41 viku meðgöngu.

Ég mætti á fæðingardeild landspítalans ásamt karlinum, klukkan 8 um morguninn þann 2. september 2016 þá gengin 41 viku með svoleiðis hnútinn í maganum. Ég var svo stressuð að mig langaði til að æla. Það var tekið vel á móti mér og mér fylgt inn í herbergi þar sem ég átti að fara í rit, ásamt 3 öðrum konum sem voru þarna af sömu ástæðum, þarna sat ég í hálftíma í riti og átti að tikka inn með pinna í þau skipti sem ég mundi finna hreyfingu. Eftir þennan hálftíma kom hjúkka og leiddi mig inn í annað herbergi þar sem ég átti að leggjast á bekk og skoðaður leghálsinn (það var frekar óþægilegt satt að segja). Svo segir hún við mig hversu mikil stytting á leghálsinum væri, hversu mjúkur hann væri og sagði að ég væri með 3 í útvíkkun. Svo gaf hún mér einn stíl. Mér var síðan fylgt inn í annað herbergi með lazyboy stólum þar sem ég átti að sitja/liggja með fætur upp í loft næsta klukkutímann. Eftir þann klukkutíma skruppum við smá út, en við urðum að vera komin til baka innan tveggja klukkustunda í svokallað endurmat. Þegar við komum til baka var ég bara með vægan seyðing sem minnti á daginn fyrir blæðingar. Ég var sett aftur í rit í hálftíma. Svo eftir þann tíma var farið yfir það rit og “bókað” fyrir mig herbergi því nú væri ég komin af stað. Þetta var smá spes upplifun. Því ég beið eftir bombunni í byrjun eins og svo margir hafa talað um. Um klukkan 14.40 fengum við herbergið sem ég óskaði eftir, risa stórt með lúxus baðkari, eða réttara sagt heita pott. Klukkan 15 kom til okkar ljósmóðir sem var með okkur næsta klukkutímann vegna vaktaskiptanna sem áttu að byrja klukkan 16. Hún setti upp æðalegg hjá mér og gaf mér sýklalyfjaskammt í æð vegna GBS. Ég varð að vera tengd við monitor alla fæðinguna vegna þess að barnið mitt var með 2 æðar í naflastreng í stað þriggja svo hann varð að vera í auka eftirliti eins og á allri meðgöngunni.

En þegar klukkan var orðin um 15.30 þá voru “verkirnir” ekkert að breytast eins og allt annað þarna niðri svo hún spurði mig hvort ég mundi vilja láta sprengja belginn eða bíða lengur. Ég auðvitað vildi bara RUMPA þessu af og þáði það að láta sprengja belginn. Maður finnur ekkert fyrir því en þetta er aðeins eins og tos eitthversstaðar innan frá þegar verið er að kroppa í hann, mjög furðuleg tilfinning. Belgurinn var sprengdur og mér leið eins og ég væri fljótandi ofan á eigin úrgöngum, sem ég í raun var. Frá þessu þá sendi ég karlinn út að kaupa subway sem var í göngufæri við spítalann, ég hafði ekkert borðað vegna stress. Þegar hann kom til baka, stóð ég upp úr rúminu og skoppaði um á risa bolta með subwaybát í hendinni sem ég borðaði á milli vægra hríða. Um klukkan 17 fóru verkirnir að verða fyrir alvöru, en ég ætlaði ekki að biðja um mænudeyfingu … ég fór í baðið um þetta leitið með gas.

Ég var eins og ég veit ekki hvað, get ekki lýst því, ég var hlægjandi, dansandi, grátandi á milli hríða, en svo fóru verkirnir að magnast, ofboðslega vondir en bærilegir. Um klukkan 21 var ég enn í baðinu, en ljósan vildi fá mig úr baðinu, mér leið svo vel að ég neitaði, hún skoðaði því útvíkkunina undir vatni og sagði mig vera komna með 7 í útvíkkun. Þannig hún dró mig upp úr baðinu. Ég var færð upp í rúmið og skoðuð aftur til öryggis og sama staðan. Þegar klukkan var orðin um 21.30 þá var ég farin að ÖSKRA á eftir mænudeyfingu. Allt reynt til að tala mig af því en gekk ekki. Það var kallað á eftir svæfingarlækninum nokkrum mínútum seinna og hann var komin með allt draslið og ég komin í stöðu á rúminu. En svo gerðist eitthvað, ég bara varð að rembast, ég gat ekki setið kyrr og ég fann að eitthvað var að lyfta mér ögn upp. Ég öskraði aftur, ég var nokkuð viss um að barnið væri að koma meðan ég sat .. Svo ljósan rak svæfingarlæknirinn fram sem var smá fýldur að vera dregin inn „að óþörfu”. Ég var fengin til að leggjast niður, komin með 10 í útvíkkun, örfáir rembingar og klukkan 22.01 kom lítill fullkominn drengur á garginu út, 4kg og 50 cm, tíu fingur og tíu tær!

Klukkan 22.01 kom lítill fullkominn drengur á garginu útm, 4kg …
Klukkan 22.01 kom lítill fullkominn drengur á garginu útm, 4kg og 50 cm, tíu fingur og tíu tær!

Frá fyrsta alvöru verk tók þetta um 3-4 tíma. Ég hafði ekki hugsað mér betri fæðingu! Ég vona að þessi reynsla mín sé öðrum verðandi mæðrum til góðs sem verða að fara í gangsetningu af einhverjum ástæðum. Gangsetning yfir höfuð er ekki verri en fæðing án gangsetningar, náttúruleg fæðing er ekki endilega betri en fæðing með mænudeyfingu, gasi eða morfíni. Annað barn er ekki endilega auðveldara að fæða en það fyrsta. Keisari er alls ekki easy way out fyrir „eðlilega” fæðingu ef svo má kalla. Við erum allar misjafnar og höfum misjafna reynslu af hlutunum"


Frásögn Elmu á Komfort.is
Komfort á Facebook
Instagram aðgangu Komfort

mbl.is
Loka