Kanntu brauð að baka?

Um helgina gefst fyrirtaks tækifæri fyrir fjölskyldur gera eitthvað kósí …
Um helgina gefst fyrirtaks tækifæri fyrir fjölskyldur gera eitthvað kósí saman heima. Til dæmis að baka brauð því flest börn elska að baka.

Helgar­veðrið fram und­an lít­ur ekki vel út. „Suðaust­an 13-20 m/​s og snarp­ar vind­hviður við fjöll, vara­samt fyr­ir öku­tæki sem taka á sig mik­inn vind“, seg­ir á vef Veður­stof­unn­ar. En ef lífið hend­ir í þig sítr­ónu þá býrðu til sítr­ónusafa, sem þýðir að um helg­ina gefst fyr­ir­taks tæki­færi fyr­ir fjöl­skyld­ur gera eitt­hvað kósí sam­an heima. Til dæm­is er upp­lagt að baka brauð því flest börn elska að baka og hér eru leiðbein­ing­ar um ein­fald­asta brauð í heimi.

Brauðbakst­ur er dá­sam­leg blanda af föndri og nú­vit­und­ar slök­un. Það róar að hnoða og móta brauð og boll­ur og full­næg­ir sköp­un­arþörf barna. Það get­ur verið meira spenn­andi að horfa inn um ofn­glugg­ann og fylgj­ast með fram­vindu bakst­urs­ins en að horfa á Hvolpa­sveit­ina. Kost­ur­inn við brauðbakst­ur um­fram fönd­ur er hve spenn­andi það er að borða afrakst­ur­inn heit­an úr ofn­in­um með bráðnu smjöri eða eða öðru góðu viðbiti.

Það get­ur líka fal­ist ágæt stærðfræðikennsla í jafn­hvers­dags­leg­um hlut eins og að baka brauð. Leyfið börn­un­um að sjá um mæl­ing­ar, þ.e.a.s. þeim sem hafa ald­ur til þess. Hvað er sentílíter, milli­líter, líter, kvart úr te­skeið, einn bolli  og svo fram­veg­is.

Það er ein­falt að baka brauð

At­hugaðu að það er ein­falt að baka brauð. Það skipt­ir engu máli þó þú haf­ir ekki gert það áður, það er bara mun skemmti­legra að tak­ast á við það í fyrsta sinn og sjá ár­ang­ur­inn.

Meðfylgj­andi er ein ein­fald­asta teg­und af brauðdeigi sem til er. Það er ein­falt að bæta við öðru mjöli, svo sem heil­hveiti eða bygg­mjöli, eða ým­is­kon­ar fræj­um svo sem ses­am eða hör­fræj­um og auka þannig holl­ustu brauðsins. En fyr­ir byrj­end­ur er óþarfi að flækja mál­in.

Hér er ein­fald­asta brauðupp­skrift sem til er:

  • 1 kg hveiti
  • 1,5 msk. ger (þurr­ger, finnst í bök­un­ar­hill­um allra mat­vöru­versl­ana)
  • 1,5 msk. salt
  • kvart te­skeið af sykri
  • 750 ml vel volgt vatn 

Það er ágætt að taka deigið til hliðar eft­ir að það hef­ur verið hnoðað og láta það lyfta sér áður en brauðið er mótað og það er mælt með slík­um hef­un­ar­tíma í flest­um upp­skrift­um. En það er ekki nauðsyn­legt og eyk­ur flækj­u­stigið. Þannig að í þágu ein­föld­un­ar­inn­ar er því sleppt hér.  

Brauðbakstur er dásamleg blanda af föndri og núvitundarslökun. Það róar …
Brauðbakst­ur er dá­sam­leg blanda af föndri og nú­vit­und­arslök­un. Það róar að hnoða og móta brauð og boll­ur og full­næg­ir sköp­un­arþörf­inni.

Blandið vel sam­an hveiti og salti. Búið svo til svo­litla holu í hveit­inu og setja þurr­gerið og syk­ur­inn þar ofan í. At­hugið að hafa bara ör­lít­inn syk­ur því sætt brauð er ekk­ert sér­lega  gott en syk­ur­inn „kveik­ir í“ ger­inu og ger­ir þannig gagn. Svo er mik­il­vægt að vatnið sé volgt, ca með baðhita­stigi, því ef það er of kalt þá eru viðbrögðin í ger­inu of hæg og ef það er of heitt get­ur það eyðilagt gerið. Látið svo vatnið, gerið og syk­ur­inn vinna sam­an í ca 10-15 mín­út­ur þar til það eru komn­ar eins og litl­ar sápu­kúl­ur ofan á vatnið sem nú lít­ur út eins og grugg­ug­ur poll­ur.

Á þessu stigi er bakst­ur­inn orðinn að hálf­gerðri vís­inda­tilraun fjöl­skyld­unn­ar en hér má lesa á vís­inda­vefn­um hvað ger­ist þegar bök­un­ar­ger byrj­ar að hef­ast. Brauðbakst­ur er nefni­lega heil­mik­il vís­indi þótt hann sé ein­fald­ur í fram­kvæmd. Eft­ir þessa stuttu pásu má byrja að hnoða deigið sam­an, annað hvort í hræri­vél eða í stórri skól. Bætið vatn­inu sam­an við og hrærið, fyrst með sleif og látið svo hend­urn­ar taka við hnoðinu. Þegar það er orðið að einni heild og laust frá skál­inni má taka það upp og dreifa smá hveiti á borðið og hnoða þar. Það er gam­an!

Hægt er að búa til boll­ur, fletja og skera út tígla og setja ost og/​eða skinku inn­an í og rúlla upp, búa til þrjár lengj­ur og flétta eða bara hnoða í eitt eða tvö venju­leg brauð.  Af því við ætl­um að hafa þetta ein­falt. Ef fólk vill skreyta brauðið með fræj­um, svo sem birki-, ses­am- eða grask­gers­fræj­um, þá er best að hræra fræj­un­um sam­an við eitt egg og dreifa um brauðið með fingr­un­um eða pensli. En brauðið er ekk­ert síðra þótt því sé sleppt.

Þegar hér er komið sögu er brauðið tekið til hliðar og látið bíða í um það bil tvær klukku­stund­ir. Það get­ur verið fínt að velgja ofn­inn í smá stund á lægsta hita­stigi og setja deigið í volg­an ofn til að hef­ast. Hann má bara alls ekki vera of heit­ur því þá drepst gerið. Ef ofn­inn er ekki notaður ekki er gott að setja hreint viska­stykki yfir deigið og freista þess að halda smá velgju í því. Það er spenn­andi að kíkja öðru hvoru á brauðið og fylgj­ast með því stækka en eft­ir hef­un­ar­tím­ann er brauðinu stungið í ofn­inn, hafi það hef­ast ann­ars staðar.  Ofn­inn er stillt­ur á 200 gráður og tek­ur bakst­ur­inn um það bil 20 mín­út­ur. Það get­ur þó verið mis­jafnt eft­ir ofn­um. 

Ef þið eruð óviss þá er brauðið bakað þegar það lít­ur út fyr­ir að vera full­bakað. Ein­falt!

Ef þið eruð óviss um hvort brauðið sé bakað þá …
Ef þið eruð óviss um hvort brauðið sé bakað þá er það bakað þegar það lít­ur út fyr­ir að vera full­bakað.



mbl.is