Saga af fæðingu

Thelma Lind Sigurhansdóttir var 18 ára gömul þegar hún komst …
Thelma Lind Sigurhansdóttir var 18 ára gömul þegar hún komst að því að hún var ólétt. Hún er ein kvenna sem bloggar á lífsstílsvefnum Narnia.is Myndin er úr einkasafni

Thelma Lind Sigurhansdóttir var 18 ára gömul þegar hún komst að því að hún var ólétt. Hún er ein kvenna sem bloggar á lífsstílsvefnum Narnia.is og gaf Fjölskyldunni á mbl.is leyfi til að birta persónulega fæðingasögu sína á samt myndum. 

___________________________________________________

Tilfinningin við að sjá þessi tvö strik á prófinu var bæði hræðsla, spenningur og allt þar á milli.

Ég var nýorðin 18 ára þegar ég komst að því að ég gekk með mitt fyrsta barn og ég gat ekki beðið eftir að sinna þessu nýja hlutverki.

Ég byrjaði á að fá alveg yndislega ljósmóðir sem fylgdi mér gjörsamlega í gegnum allt þetta ferli, það var alveg svakalegur léttir að geta átt í samskiptum við svona yndislega og hlýja konu sem var alltaf til staðar fyrir mig og ef einhverjar spurningar komu upp hjá mér var ég alltaf velkomin að hringja og svo mátti ég meira að segja bara mæta uppá heilsugæslustöð ef mér fannst það mikilvægt en sem betur fer kom nú aldrei að því. Ég bjó í Kópavogi en nokkrum vikum fyrr var ég búin að komast að þeirri niðurstöðu að ég vildi eiga á Akranesi þannig ég hringdi þangað og ein yndisleg ljósmóðir bauð mér að koma skoða aðstöðuna og mér fannst þetta svo heimilislegt og kósý að ég hefði ekki getað hugsað mér að eiga annarsstaðar.

Ég man þennan dag svo vel


Ég vaknaði kl 11 um morguninn þann 8.júní 2015 með rosalega skrýtna verki, verki sem ég hafði aldrei fundið fyrir alla meðgönguna. Ég byrjaði á því að setjast í sófann og reyna telja sjálfri mér trú um að þetta væru örugglega bara fyrirvaraverkir en ég hringdi samt uppá fæðingardeild á Akranesi til öryggis og þær ráðlögðu mér að taka bara parkódín og reyna hvíla mig eins og ég gæti.

Ég fór eftir þeirra ráðum sofnaði um hálf 12 og vaknaði um 2 leitið við svakalega verki.
Mér var svooo illt í maganum og byrjaði að finna fyrir svakalegum samdráttum.
Ég lagðist í sófann eða réttara sagt sat því á þessu tímabili voru verkirnir kannski á svona 5-10 mínútna millibil og það var ekki séns að liggja þegar að samdrættirnir voru sem sterkastir.

".. allt í einu rankaði ég við mér, leit niður og þá var litla fullkomna prinsessan mín komin í heiminn og ég fór að hágráta af gleði!" Myndin er úr einkasafni


Svona gekk þetta í 2 tíma þar til að það voru ekki að líða meira en 2-3 mín. á milli samdrátta, ég hringdi í kærastann minn sem var úti og ég sagði við hann að núna þyrfti hann að drífa sig heim og ekki seinna en NÚNA því að ég þyrfti að komast uppá fæðingardeild… Ég beið í svona 30 mínútur eftir honum og vá hvað ég hélt að þessi hálftími myndi endast að eilífu og ég var svo fegin þegar hann labbaði inn hurðina.
Ég var búin að græja öll föt og barnastólinn þannig við drifum okkur bara útí bíl og keyrðum uppá skaga.

Einn hamborgari og 5 í útvíkkun

Verkirnir voru byrjaðir að verða sterkari og sterkari en samt fann ég mér tíma til að stoppa á bensínstöðinni og fá mér hamborgara! Þegar við komum uppá deild tóku á móti mér 2 frábærar ljósur sem byrjuðu á því að fara með mig í mónitor til að bæði mæla hjartsláttinn hjá dóttir minni og samdrættina. Hún tilkynnti mér að hún ætlaði að athuga með útvíkkun og ég man ennþá svipinn á henni þegar hún sagði mér að ég væri komin af stað með 5 í útvíkkun!

Ég var löngu búin að ákveða að fá mér mænudeyfingu en þegar ég svo loks bað um að fá hana þá var það bara orðið of seint.. Þannig ég harkaði þetta af mér og gerði þetta deyfingarlaust og ég var bara frekar mikið stolt af sjálfri mér, því aldrei í lífinu hafði ég haldið að ég gæti þetta án mænudeyfingarinnar.

Hún færði okkur inní herbergi sem var svo stórt og kósý, ég fékk bolta til að sitja á og rólu til að hanga í ef ég vildi. Ég fékk að skella mér í baðið og á meðan sat ljósan hliðina á mér og við spjölluðum um lífið og tilveruna. Ég viðurkenni það fúslega að ef ekki hefði verið fyrir hana að róa mig niður og styðja mig í gegnum þetta þá veit ég ekki hvað ég hefði gert.

Loksins kom að sjálfri fæðingunni (þetta var nú mjög fljótt að líða samt). Ég fór uppúr vatninu hálf 11 um kvöldið því verkirnir voru orðnir óbærilegir. Rétt eftir klukkan 11 þetta kvöld var komin tími til að rembast en ég var ekki en búin að missa vatnið og þegar ég var byrjuð að finna fyrir rembingnum, þá leið mér eins og mjaðmirnar á mér væru að brotna í sundur vegna þrýstings þannig ég öskraði á ljósuna mína að sprengja belginn strax sem hún gerði sem betur fer, en hún var að vonast til að vatnið hafði farið sjálfkrafa og vildi bíða með það.

Aldrei reynt jafn rosalega mikið á mig

Jesús minn eini! Verkurinn sem kom eftir að vatnið fór! Ég hef ALDREI upplifað jafn mikinn sársauka á ævi minni fyrr en hausinn á dóttir minni var alveg að koma út. Ég leit á skjáinn með hjartslættinum hennar og sá að hann var að minnka, sá báðar ljósmæðurnar tala en heyrði ekki hvað þær sögðu og sá að ein þeirra hringdi og bað um lækni á meðan hin ljósan reyndi að róa mig þá hugsaði ég bara með mér, ekki séns að ég væri að fara bíða eftir að læknirinn myndi koma og hjálpa mér að koma henni út svo þegar ég fann aðra hríð koma öskra ég á þær að koma því núna myndi barnið fæðast. Ég hef aldrei reynt jafn mikið á mig á ævi minni eins og akkúrat þarna! Allann tímann var ég búin að vera gjörsamlega útúr heiminum af verkjum og það var rosalega skrýtin tilfinning að allt í einu rankaði ég við mér, leit niður og þá var litla fullkomna prinsessan mín komin í heiminn og ég fór að hágráta af gleði! 2 sekúndum bókstaflega eftir að hún fæddist, labbaði læknirinn inn horfði á mig og sagði til hamingju og fór út, mér til hamingju slapp hann við að nota sogklukkuna. Hún var með alveg nógu mikið conehead fyrir haha…

Instagram aðgangur Narníu

Facebook síða Narníu

Hægt er að fylgjast með Snapchat aðgangi kvennanna undir Narnia.is

Dóttir Thelmu Lindar
Dóttir Thelmu Lindar Myndin er úr einkasafni
mbl.is
Loka