Húllaðu þig inn í sumarið!

Húlladúllan mætir í Borgarbókasafnið Sólheimum í dag og kennir háum …
Húlladúllan mætir í Borgarbókasafnið Sólheimum í dag og kennir háum og lágum að húlla sig inn í sumarið.

Húlla­dúll­an á svæðið í Borg­ar­bóka­safn­inu Sól­heim­um í dag,  laug­ar­dag­inn 26. maí milli kl. 12.00 og 14.00

Húlla­dúll­an slær upp stuttri húlla­sýn­ingu þar sem hún sýn­ir hversu fjöl­breytt og skemmti­legt húlla­hoppið er fyr­ir alla fjöl­skyld­ur, háa og lága, og býður viðstödd­um í húlla­fjör!

Húlla­fjörið er húlla­smiðja fyr­ir alla. Þátt­tak­end­um er boðið að koma og prófa að húlla og Húlla­dúll­an mun gefa góð ráð og kenna skemmti­leg trix. Engr­ar kunn­áttu er kraf­ist til þess að vera með og þátt­tak­end­ur læra á sín­um hraða. Húlla­hopp hent­ar bæði börn­um og full­orðnum og er fyr­ir­taksleið fyr­ir fjöl­skyld­una að skemmta sér sam­an í sum­ar, hvar og hvenær sem er. 

Húlla­dúll­an verður með húlla­hringi; hringi fyr­ir full­orðna og börn og nokkra risa­hringi. Einnig verður hún með kín­verska snún­ings­diska og blómaprik.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Borg­ar­bóka­safn­inu í Sól­heim­um er eng­inn aðgangs­eyr­ir og all­ir vel­komn­ir.

mbl.is