Hún er ekki hressileg veðurspáin um helgina. Búist er við mikilli úrkomu á Suður- og Suðvesturlandi bæði laugardag og sunnudag með tilheyrandi vatnavöxtum víða um sunnanvert landið. Það verður vart hundi út sigandi.
En hvað er þá hægt að gera?
Fjölskyldan á mbl.is er í góðu samstarfið við fjölskylduviðburðavefinn Úllendúllen sem leggur eftirfarandi til:
Það er helling hægt að gera innandyra, spila á allskonar spil, bæði þessi klassísku og borðspil, púsla og lesa bækur. En svo eru viðburðir víða.
Hér eru nokkrar skemmtilegar hugmyndir fyrir fjölskyldur þessa blautu vorhelgi:
Laugardagur:
Húlladúllan ætlar að mæta í Borgarbókasafnið í Sólheimum laugardaginn 26. maí á milli klukkan 12:00 – 14:00. Þar slær hún upp húllasýningu og leyfir gestum að prófa. Meira um viðburðinn.
Rithöfundurinn Helga Gunnarsdóttir les og spjallar um ærslabelginn Fíusól í Bókasafni Kópavogs. Meira um viðburðinn
Sunnudagur:
Boðið er upp á sögustund á filippseysku og íslensku í barnadeildinni á 2. hæð Borgarbókasafnsins í Grófinni í Reykjavík sunnudaginn 27. maí. Eftir sögustundina verður hægt að spreyta sig í því að búa til filipískar mottur. Meira um viðburðinn
Hreyfivika UMFÍ hefst í næstu viku. Í tilefni af því efnir Frjálsíþróttadeild Aftureldingar í Mosfellsbæ til Gúrkuhlaups fjölskyldunnar að Varmá sunnudaginn 27. maí kl. 13:00. Hægt er að hlaupa annað hvort 400 eða 600 metra hring og fá allir þátttakendur lítinn glaðning þegar þeir koma í mark. Meira um viðburðinn.
Þessi texti er fenginn af og í góðu samstarfi við viðburðavefinn Úllendúllen.