Þær hafa hingað til verið taldar útdauðar. Stærstu skepnur sem nokkru sinni hafa búið á jörðinni snúa engu að síður aftur til 21. aldarinnar og birtast vegfarendum á götum Reykjavíkur um næstu helgi og í tilefni af opnun Listahátíðar í Reykjavík. Með ærandi orgi munu risaeðlurnar ryðjast hungraðar í gegnum áhorfendaskarann í leit að fæðu. Fólk mun forða sér enda hefur það aldrei séð slíkar risaskepnur áður en líklegt er að um mannfjöldann fari feginsandvarp þegar eðlurnar taka að gæða sér á gróðri. Þær eru nefnilega grænmetisætur!
Eðlurnar eru gáskafullar og hvatvísar, glefsa í hendur og slá halanum til og frá. Skömmu síðar halda þær áfram ferð sinni.
Close-Act Theatre er hollenskur leikhópur sem er þekktur fyrir afar myndrænt götuleikhús í yfirstærð. Þetta er í fyrsta sinn sem leikhópurinn kemur fram á Íslandi en hópurinn samtvinnar ýmsar listgreinar í sinni götu- og borgarlist, svo sem dansi, tónlist og sirkusatriðum með töfrandi sjónænni framsetningu. Sýningar þeirra hafa verið einkar vinsælar í borgarrými en bæði eru flytjendur vel þjálfaðir líkamlega og nota ýmiskonar leikhúsa- og lyftibrellur í sínum verkum sem öll eiga það merkilegt að segja skemmtilegar, óvenjulegar og töfrandi sögur.
Risaeðlusýning Close-Act Theatre leikhópsins kemur hingað til lands á vegum Listahátíðar í Reykjavík og verður fyrsta sýning hópsins þann 2. júní kl. 14:00. Lagt verður lagt af stað frá Iðnó og farið um Lækjargötu, Austurstræti og Austurvöll. Þann 3. júní kl. 11:00 verða risaeðlurnar við Egilshöll í Grafarvogi í tilefni Grafarvogsdagsins.